Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 35
og hóf háskólanám í Kaupmannahöfn, en lauk ekki námi. Hann var gáfaður og vel að sér um marga hluti, gat verið gamansamur og orðheppinn. Mörgum fannst hann sérvitur, einkum þeim, er lítil kynni höfðu af honum, og óneit- anlega var hann um margt öðruvísi en aðrir menn, en alltaf var hann þó sjálf- um sér samkvæmur. Hann hafði byrjað sinn veiðiskap í Korpu, þegar hann var smástrákur, prests- sonur frá Mosfelli, og síðan verið við veiðar meira og minna öll sumur og „legið“ í Elliðaánum í áratugi. Kunni hann frá mörgu að segja, sem fróðlegt hefði verið að fá í Veiðimanninn. Meðal annars sagði hann, að fyrstu árin, sem liann veiddi í Ánum, hefðu menn þar haft næði fyrir öllum nema sjálfum sér. Stundum bar það við, að tvímennt var á hestbaki með allt sitt hafurtask, þar á meðal brennivín, sem kostaði 60 aura potturinn það lakara, og kallað var steinolíubrennivín, eða bezta danskt kornbrennivín fyrir 80 aura. Einu sinni kostuðu veiðileyfin í Ánum 18 krónur fyrir stöngina á dag og þótti jafnvel of dýrt, svo komið gat fyrir, að ekkert leyfi væri með í ferðinni. Þá voru heldur engir verðir til þess að fást um slíka smámuni. Eftir fyrsta eða annað sumarið mitt við Elliðaárnar, lauk Guðmundur upp fyrir mér dyrum að þeim veiðiskap, sem hann taldi þó ekki vera á færi nema full- gildra veiðimanna, en þá fór hann ao taka mig með sér austur að Sogi. Auðvitað gat ég þarna enga björg mér veitt í fyrstu og kom þá oft heim með lítið í fluguboxinu. Og margir spænirnir fóru fyrir lítið, því þarna þurfti löng og örugg köst. Reyndi nú verulega á kennsluhæfileika Guðmundar, enda fóru margar stundir í það fyrir honum að laga tilburði mína. Ekki taldi hann það þó eftir sér, og jafnan var honum um- GuÖmundur Jóhannsson. Hann hefur fengið fallegan fisk parna, gamli maöurinn. hugað um, að ég fengi lax áður en hann sjálfur renndi, og virtist þá, eins og síð- ar, hafa jafnmikla ánægju af því, að ég veiddi, eins og hann gerði það sjálfur. Þarna veiddum við Guðmundur saman í mörg ár, og held ég, að honum hafi tekizt að gera úr mér sæmilegan veiði- mann, þótt aldrei næði ég jafnáferðar- fallegum og mjúkum fluguköstum og hann sjálfur. Á þessum árum slógust oft aðrir veiði- Veiðimaðurinn 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.