Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 51

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 51
bátar keyptir, sem staðsettir eru við Myrkhyl og neðan við Veiðilækjarkvörn. Keyptur var skúr og settur upp við Með- alfellsvatn og veiðikofinn við Laxá í Kjós endurbættur. Af ýmsum óviðráðanlegum ástæðum miðaði klakmálinu lítið áfram. Þó vann stjórnin þar nokkurt undirbúningsstarf, sem ætti að létta hinni nýkjörnu stjórn róðurinn í því efni. Ur stjórninni áttu að þessu sinni að ganga: formaður, ritari og gjaldkeri. Sæ- mundur Stefánsson baðst undan endur- kosningu, enda hafði liann gegnt hinu erfiða og umfangsmikla formannsstarfi í fjögur ár. Ósennilegt er að skoðanir manna geti verið skiptar um það, að Sæmundur sé einn dugmesti formaður- inn, sem félagið liefur haft frá upphafi. Hann hefur rækt þetta starf með svo frá- bærum dugnaði og samvizkusemi, að fá- gætt má teljast. Sjálfur rekur hann fyrir- tæki, sem krefst mikils starfs og árvekni, ef vel á að farnast, en aldrei lét hann það aftra sér frá að sinna málum félags- ins, hvort heldur voru ferðalög til samn- ingagerða og samningaumleitana um veiðivötn eða útréttingar og eftirlit með húsbyggingunni við Norðurá, auk alls annars, sem formaðurinn þarf að láta til sín taka í svona stóru félagi. Húsbygg- ingin við Norðurá var verkefni sem mörg- um hefði reynzt ofvaxið að leysa svo vel sem gert var, og er óhætt að fullyrða, að það er eingöngu fyrir hinn frábæra dugnað Sæmundar og Gunnbjörns Björnssonar, að húsið komst upp í tæka tíð. Að sönnu lögðu margir áhugasamir og fórnfúsir félagsmenn þar hönd á plóg- inn, en framkvæmdirnar hvíldu þó fyrst og fremst á herðum þessara tveggja manna. Eru ótaldar þær fehðir, sem þeir fóru þangað meðan á byggingunni stóð, og allar útréttingarnar, er þeir þurftu að annast í því sambandi. Ólafur Þorsteinsson gaf eigi heldur kost á sér til endurkjörs. Hann hafði nú verið 9 ár í stjórn félagsins og gegnt þar því starfi, sem jafnan er talið erfiðast og ábyrgðarmest, næst formannsstarfinu. Gjaldkerastarfið í S.V.E.R. er gríðarlega umfangsmikið starf, auk þess sem mikið er undir því komið, að hafa þar traustan og lipran mann. Ólafur hefur þarna, sem annars staðar, reynzt hinn ágætasti mað- ur. Hann hefur rækt þetta starf með þeirri prýði, að það hefur jafnan verið einróma álit félagsmanna, að hann mætti ekki úr því víkja. En auk þess liefur hann í mörg ár bætt ofan á það hinu vandasama og vanþakkláta verki, að út- hluta veiðileyfunum, ásamt með Viggó Jónssyni. Má nokkuð marka vinsældir ólafs af því, að mönnum er eins vel til hans eftir sem áður og hefðu kosið hann með dynjandi lófataki, nú sem fyrr, ef þeir hefðu átt þess kost. 'k I formannssætið var stungið upp á þremur mönnum, þeim Viggó Jónssyni, sem verið liafði ritari félagsins undan- farin ár, Sigmundi Jóhannssyni, sem um eitt skeið átti sæti í stjórninni og nú síð- ast í varastjórn og Sveini Björnssyni. At- kvæðin skiptust að mestu milli þeirra Viggós og Sigmundar, og var Viggó kos- inn með sáralitlum atkvæðamun, 75 gegn 71. Ritari var kosinn Guðmundur J. Kristjánsson og gjaldkeri Guðni Þ. Guð- mundsson, báðir með lófataki, þar eð VEIÐIMAfiURINN 49

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.