Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Qupperneq 55

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Qupperneq 55
athugunar, me’ðan sprengingin í Brynju- dalsá er enn í fersku minni? Getur ekki skeð, að menn geri sig síður seka um ólöglegan veiðiþjófnað ef það er veru- lega torveldað að koma aflanum í pen- inga? Sennilega eru flest slík brot framin í ábataskyni. V. Fyrir nokkrum árum varð uppvíst um heimildarlausan ádrátt í nokkrum ám. Þrír farandnetamenn reyndust sannir að sök í þessu efni og hafði starfsemi þeirra verið nokkuð umfangsmikil. Viðbrögð alþingis voru þau, að sektir við farandnetamennsku voru hækkaðar verulega. Það var látið nægja. Hér víkur sögunni vestur að ísafjarðar- djúpi. í það innanvert falla tvær ár, Langadalsá og Hvannadalsá. Nokkru fyrir 1930 fóru einstakir stangveiðimenn frá ísafirði að skjótast þangað inneftir til veiða við og við. Var þá talið, að lítið eða ekkert væri þarna um lax, en sögur gengu um mjög stóra urriða. Stang- veiðimennirnir komust þó fljótlega að því, að þarna fannst lax. Munu þeir hafa fengið þann fyrsta rétt fyrir 1930. Langadalsá og Hvannadalsá eru sagðar skemmtilegar og renna eftir fallegu um- hverfi. Fjölgaði því ferðum stangveiði- manna frá ísafirði þangað inneftir, svona smátt og smátt, þó hægt færi lengi fram- eftir. Þeir fóru fljótlega að reyna fyrir sér um álit bænda á bættri meðferð ánna, en hægt gekk lengi, en þó tók loks að þokast í áttina. Isfirðingarnir stofnuðu stangveiðifélag og tók það upp umleitanir urn leigu ánna tveggja, sem nefndar hafa verið. En erfitt reyndist að fá landeigendur til að stofna veiðifélag, þó að þeir væru flestir farnir að umgangast árnar betur og af meiri skilningi en áður. 1949 eru ísfirðingar orðnir vonlausir um félagsstofnunina og gera fimm ára leigusamning við eigendur tveggja jarða við Langadalsá og árið eftir við eigendur einnar jarðar við Hvannadalsá. I samn- ingum þessum voru ákvæði um seiða- sleppingu í árnar, en landeigendur mega sjálfir veiða á stöng að vissu marki. Meðferð ánna liafði verulega batnað að undanförnu og hélt áfram að batna. Þær urðu því líflegri og ánægjulegri með hverju árinu sem leið. Þann eina skugga bar á, að ekki hafði verið stofnað veiði- félag og var því hættara við áföllum en ella. VI. Eins og áður er sagt voru sektir fyrir brot á lax- og silungsveiðilögunum hækk- aðar verulega þegar upp komst um far- andnetamennina þrjá. Mönnum þessum mun hafa þótt arðvænlegast, að veiða annarra fisk. En það þykir fleirum girni- legt; og það er hægt að gera án þess að eiga nokkuð á hættu í sambandi við hækkaðar sektir. Vandinn er aðeins sá, að gerast ósbóndi. 1953 skýtur upp nýjum ábúanda á jörðinni Nauteyri, annars vegar við ós vestfirzku ánna tveggja, sem rætt hefur verið um. Hann gengur þegar frá neta- lögn, en Stangveiðifélagið á ísafirði er eitthvað að nöldra. Sýslumaðurinn fer inneftir og lætur bóndann lagfæra lögn- ina lítið eitt, svo að allt sé í fyllsta máta löglegt. Árið eftir kemur önnur lögn upp, hin- um megin við ósinn, frá Arngerðareyri. Veiðimaðurinn 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.