Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2023, Blaðsíða 2
Hlaupahjól við höfnina Viðhorf fólks til hlaupahjóla kunna að hafa breyst á síðustu árum eftir að þau eru orðin vinsæl leigufarartæki sem liggja á víð og dreif um borg og bæ. Þó er víst að krakkar með hjálma á höfði geta enn skemmt sér á hlaupahjólum. Þessir krakkar gerðu sér glaðan dag í góða veðrinu í gær og renndu sér á á pöllunum á leiksvæðinu við Miðbakkann. Fréttablaðið/anton brink N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti Streptókokkar herja á landið og eru töluvert fleiri lagðir inn á spítala en seinustu ár vegna streptókokkasýkingar. Streptókokkar eru ekki til- kynningarskyldur sjúkdómur og því ekki til nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem hafa greinst með hann. katrinasta@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Maður græðir ekkert á því að koma á heilsugæsl- una oft með lítil einkenni. Það er ekkert öryggi í því,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), en Heilsugæslan hefur tekið óvenju mörg jákvæð streptókokkapróf að undanförnu. Meðhöndlun streptókokka er alltaf með sýklalyfjum þar sem sjúkdómurinn getur valdið alvar- legum sýkingum. Langflestir svara þó sýklalyfjum en þeir sem svara þeim ekki eru í hópnum sem leggst inn á spítala. „Við höfum verið að taka þessi próf miklu meira núna þar sem þetta er ekki eins augljóst í börn- um. Það er algengara að börnin séu með óljósari einkenni þannig að prófin eru tekin oftar en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri HH. „Það sem við erum að sjá núna er að streptókokkar eru að koma sam- hliða eða á eftir veirusýkingum. Við erum að sjá einkenni sem eru alveg klassísk veirusýkingarein- kenni. Þetta er aðeins breytt frá því sem áður var, að veirusýkingin er ekki að útiloka streptókokka,“ segir Sig- ríður Dóra. Streptókokkar geta einnig verið einkennalausir og því geta ein- staklingar verið streptókokkaberar án þess að vita af því. Ef streptókokkapróf er tekið á þeim einstaklingum yrði prófið jákvætt. „Við höfum ekki áhyggjur af fólki með streptókokka sem er ein- kennalaust,“ segir Sigríður Dóra. „Það eru allir læknar á því að það er mikið um streptókokka og mörg próf jákvæð,“ segir Óskar. Prófin eru til á öllum heilsugæslu- stöðvum höfuðborgarsvæðisins. „Heilsugæslurnar eru mjög vakandi fyrir þessu og nota greiningartækin mikið. Það er okkur mikilvægt að ná öllum inn og meðhöndla rétt,“ segir Óskar og nefnir mikilvægi þess að fólk fari í próf frekar en ekki ef grunur leikur á streptókokka- sýkingu. Ef einkennin eru ýkt og einstaklingar fárveikir, svara ekki hitalækkandi lyfjum eða einkennin fara ekki er hætta á að einstaklingur með streptókokka sé í lífshættu. n Mikið um streptó kokka og óvenju mörg próf já kvæð Læknar hafa tekið mörg sýni af börnum og fullorðnum að undanförnu. Fréttablaðið/Getty Óskar Reykdalsson, forstjóri HH Leggjast mismunandi á fólk Streptókokkar leggjast mis- munandi á fólk. Helstu ein- kenni eru hálsbólga, útbrot, hiti, slappleiki og höfuð- verkur. Einstaklingur með streptókokka er sjaldnast með kvef eða hósta. Roði getur fylgt veikindunum og útbrot geta verið rauðleit, jafnvel upphleypt, en þá er um að ræða skarlatssótt sem er tegund af streptókokkum. kristinnhaukur@frettabladid.is fLuG Íbúum Miðlandanna í Bret- landi brá í brún við að heyra mik- inn hávaða á laugardag. Hávaðinn kom frá herþotum sem rufu hljóð- múrinn við að komast að einkaþotu sem var á leið frá Íslandi og ætlaði að millilenda í London. Mikill fjöldi Breta hringdi í neyð- arlínuna vegna hávaðans úr orr- ustuþotunum, sem eru af gerðinni Typhoon. Einkaþotan hafði misst samband við f lugturn og voru því orrustuþotur breska f lughersins sendar undir eins til að fylgja henni. Þotan kom til Íslands frá Norður- Ameríku og Grænlandi og er í eigu kanadísks f lugfélags. Um tíma var f lugumferð yfir London stöðvuð vegna atviksins, sem reyndist vera bilun í samskiptabúnaði. n Herþotur fylgdu flugvél frá Íslandi Typhoon herþotur eru háværar. Fréttablaðið/Getty benediktarnar@frettabladid.is VEÐuR Það má búast við kulda á landinu næstu daga. Kaldar norðan- áttir verða á landinu út vikuna og inn í helgina að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Það fer að kólna þegar það líður á vikuna og gengur á með einhverjum éljum á norðan- og austanverðu landinu. Það er dálítið vetrarlegt aftur eftir þennan vorglugga sem við fengum fyrir helgi. Það er ekki að sjá neinar breytingar eða hlýindi á næstunni,“ segir Þorsteinn V. Jóns- son, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Að hans sögn mega Íslendingar búa sig undir áframhaldandi frost næstu dagana. „En spáin er að mestu úrkomu- laust, þótt kuldinn virðist ætla að halda áfram eins langt og við sjáum í langtímaspánni okkar,“ segir Þor- steinn. n Kuldaboli tekur við af vorveðrinu Landsmenn mega reikna með því að þurfa að vera vel klæddir næstu daga. Fréttablaðið/anton brink 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.