Fréttablaðið - 07.03.2023, Side 4

Fréttablaðið - 07.03.2023, Side 4
Skaðabótamál gegn Embætti landlæknis vegna flutnings úr Heilsuverndarstöðinni verður mjög umfangsmikið. Farin verður vettvangsferð í húsið og á þriðja tug vitna kallaður til. kristinnhaukur@frettabladid.is dómsmál Eignarhaldsfélagið Álfta- vatn, sem á Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg 47, krefur Embætti landlæknis um skaðabætur vegna riftunar á leigusamningi. Emb- ættið rifti samningnum fyrir fjór- um árum vegna myglu. Álftavatn útilokar ekki frekari málsóknir á hendur embættinu vegna málsins. „Þetta eru fjárkröfur vegna þeirra gjaldföllnu leigugreiðslna og kostn- aðar sem féll frá því að Embætti landlæknis lýsti yfir riftun á leigu- samningnum og til þess tíma þegar stefnt var,“ segir Arnar Vilhjálmur Arnarsson, lögmaður Álftavatns. Árið 2011 leigði Embætti land- læknis Heilsuverndarstöðina með samningi til 15 ára, eða til ársins 2026. Þann 24. mars árið 2019 rifti embættið samningnum. Samkvæmt Ölmu Möller landlækni höfðu um 20 af 60 starfsmönnum fundið fyrir einkennum myglu og sumir gátu ekki unnið í húsinu. Þorsteinn Steingrímsson, for- svarsmaður Álftavatns, sakaði hins vegar embættið um vanrækslu og sóðaskap sem hefði orsakað skemmdir og myglu í húsnæðinu sem var vígt árið 1957 og þótti mjög áberandi húsnæði í Reykjavík á sínum tíma. Fréttablaðið greindi frá því í desember árið 2021 að Álftavatn hefði stefnt Embætti landlæknis, en ríkinu er stefnt til vara. Undir- búningur málsins hefur hins vegar tafist og málið vaxið að burðum síðan þá. Er nú ljóst að málið verður mjög umfangsmikið. „Enn gildnar þetta mál undir belti,“ sagði Ingiríður Lúðvíks- dóttir héraðsdómari þegar á þriðja tug dómsskjala var bætt við málið í gær. En þau eru nú um 200 tals- ins. Stefnt er að því að aðalmeð- ferðin taki þrjá daga með vitna- leiðslum á þriðja tug vitna. Kalla þarf til danskan dómtúlk og í upp- hafi aðalmeðferðar verður farið í þriggja tíma vettvangsferð í Heilsu- verndarstöðina. Ef ekki verða frek- ari tafir á málinu er gert ráð fyrir að það fari fram um miðjan apríl. Þetta gæti hins vegar orðið aðeins byrjunin á löngum mála- ferlum og Arnar útilokar ekki aðrar kærur. Svo sem að Álftavatn krefjist skaðabóta vegna meintrar áðurnefndrar vanrækslu. „Í þessu máli er undirliggjandi ágreiningur um lögmæti riftunarinnar,“ segir Arnar „Það má gera ráð fyrir því að frekari kröfur geti fylgt í fram- haldinu,“ segir hann. Leigutekjur Álftavatns af Heilsu- verndarstöðinni voru umtals- verðar. Frá 2011 til 2019 greiddi Embætti landlæknis 370,7 milljónir króna, eða rúmlega 46 milljónir á ári í húsaleigu. Auk þess greiddi embættið 13,8 milljónir króna í rafmagn og hita. Þá greiddi Embætti landlæknis 18,7 milljónir króna samanlagt vegna myglumálanna og f lutning- anna. Svo sem fyrir leigu í tíma- bundnu húsnæði í Skógarhlíð, f lutningskostnað og verkfræðiút- tektir. n Misskilningurinn um helgina olli töluverð- um usla í netheimum. Það má gera ráð fyrir því að frekari kröfur geti fylgt í framhald- inu. Arnar Vilhjálmur Arnarsson, lögmaður Álftavatns Krefja Embætti landlæknis um háar skaðabætur vegna riftunar á samningi Samkvæmt Embætti landlæknis veiktust 20 af 60 starfsmönnum embættisins vegna myglu. Fréttablaðið/GVa benediktarnar@frettabladid.is húsnæðismál Þinglýstir eigendur fasteignar þurfa ekki að hafa áhyggjur ef einstaklingur skráir lögheimili á þeirra eign. Hægt er að leysa slík mál með einfaldri til- kynningu, segir sérfræðingur hjá Þjóðskrá. Um helgina bárust fréttir af boð- flennu á heimili í Snælandi sem hafði bætt nafni sínu á póstkassa fjöl- skyldunnar. Málið reyndist byggt á misskilningi og var boðflennan nýr leigjandi í sömu blokk sem ruglaðist einfaldlega á íbúð. Karen Edda Benediktsdóttir, sér- fræðingur hjá Þjóðskrá, segir að þinglýstir eigendur fasteignar fái tilkynningu þegar einhver skráir lögheimilið sitt hjá þeim og oft sé mjög einfalt að leysa úr slíkum mis- skilningi. „Fólk er mjög duglegt að láta okkur vita ef einhver hefur skráð sig rangt,“ segir Karen, en að hennar sögn er algengt að fólk gleymi ein- faldlega að færa lögheimili sitt. „Ef við fáum ekki svör eða nein viðbrögð frá þeim, þá er hann yfir- leitt skráður án heimilisfangs. Fólk fær ekki að hanga á röngu heimilisfangi áfram,“ segir Karen. n Fá ekki að hanga á röngu lögheimili Einstaklingar skrá sig merkilega oft vitlaust. Fréttablaðið/anton brink. bth@frettabladid.is landbúnaður „Það geta orðið rót- arslit þegar jörð lyftist á ný í frosta- kaf la eins og nú er eftir hlýindi,“ segir Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Helsti ótti bænda hvað varðar túnin er að kal drepi gras vegna svella. Litlar líkur eru á að það verði vandamál eftir veturinn en hlýindi undanfarið gætu valdið öðruvísi vandræðum. Grastegundir eru misviðkvæmar fyrir svokölluðu rótarsliti. Til eru tegundir sem aðrar þjóðir nota mikið, tegundir sem vaxa hraðar en aðrar og þeim er nú hætt er við skaða. Fjölært rýgresi gæti verið við- kvæmt nú um stundir en færst hefur í vöxt að íslenskir bændur blandi þeirri grastegund við aðrar sem þekkja duttlunga íslenskrar veðráttu betur þar sem hiti og kuldi takast á. „Veðrabrigðin núna geta orðið vond fyrir þær plöntur,“ segir Eirík- ur. Hann segir enga ástæðu til að hafa miklar áhyggju en stakir bændur gætu lent í meiri vanda en aðrir vegna hinna skörpu öfga sem skapast hafa í veðri með þeim afleiðingum að jörð hnígur eftir hita og rís á víxl. „Rótarslit verður á hverjum vetri en í túnum verndar gróðurþekjan oft,“ segir Eiríkur. n Óttast að grasið hreinlega slitni vegna veðrabrigðanna Stundum hefur þurft að grípa til róttækra aðgerða eftir kal. Fréttablaðið/ Pjetur ser@frettabladid.is Varnarmál Fyrstu viðbrögð full- trúa ríkisstjórnarinnar við hug- myndum um að stofna íslenskan her hafa verið algerlega fyrirsjáan- leg, að sögn Arnórs Sigurjónssonar varnarmálasérfræðings en bók hans um málefnið hefur vakið mikla athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar-, ferða- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Jónsson, formaður utanríkismála- nefndar, hafa öll goldið varhug við hugmyndinni í fjölmiðlum. Arnór segir sjálfur að þessi við- brögð séu dæmi um þversögnina sem lengi hafi litað umræðuna um öryggis- og varnarmál hér á landi. Frá upphafi lýðveldisins hafi landsmenn falið öðrum að verja sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar vegna þess að þeir, friðelskandi þjóðin, geti það ekki eða vilji að eigin mati. Þess utan hafi aðrar þjóðir eða valdahópar hvorki ástæðu né áhuga á því að ásælast yfirráð yfir Íslandi. Þetta sé þversögn sem standist ekki nánari skoðun. „Ísland er veikasti hlekkurinn innan Atlants- hafsbandalagsins og þegar af þeirri ástæðu ættu landsmenn að óttast innrás óvinaaf la,“ segir Arnór á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær. n Viðbúin viðbrögð við hugmyndinni um að stofna her Arnór Sigurjóns- son, varnarmála- sérfræðingur 4 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.