Fréttablaðið - 07.03.2023, Qupperneq 10
Þá opnast þetta heljar-
innar op.
Jóhann Kristjánsson, landeigandi
Eru möstur vindmyll-
anna ósköp smávægi-
leg í samanburði og
ólíkleg til að hafa mikil
áhrif á upplifun ferða-
manna.
Úr greinargerð Háblæs
Tvær vindmyllur sem reisa á í
stað tveggja sem felldar voru
í fyrra við Þykkvabæ gætu
þurft að fara í umhverfismat,
segir Rangárþing ytra.
gar@frettabladid.is
orkumál Fyrirtækið Háblær ehf.
hyggst reisa tvær vindmyllur nærri
Þykkvabæ á grunni vindmylla sem
kviknaði í og voru síðan teknar
niður í fyrra.
„Ný ju vindmyllurnar verða
minni en fyrri vindmyllur en um 50
prósent aflmeiri sökum tæknifram-
fara,“ segir í greinargerð Háblæs til
sveitarfélagsins Rangárþings ytra.
Verða nýju vindmyllurnar 900
kílóvött á móti 600 kílóvöttum sem
gömlu myllurnar voru.
Vindmyllurnar tvær norðan við
þéttbýlið í Þykkvabæ voru reistar
á árinu 2014. Voru vindmyllurnar í
rekstri þangað til að það kviknaði
í þeim báðum, fyrri vindmyllan
brann sumarið 2017 en sú seinni í
ársbyrjun 2022 eftir að hafa hætt
rekstri vegna bilunar í október
2019,“ er rakið í greinargerð Háblæs.
Áformað er að setja upp nýjar
vindmyllur sem ná í 46,6 metra
hæð í stað 53 metra sem fyrri myllur
voru. „Í hæstu stöðu munu spaðarn-
ir ná 67,6 metra hæð,“ segir Háblær.
Áður hafi spaðarnir náð 74 metra
hæð – sem er jafnhátt Hallgríms-
kirkjuturni.
„Til að forðast misskilning er
athygli vakin á því að þessar myllur
eru mun lægri og með mun minni
spaða en þær vindmyllur sem fjallað
hefur verið um í fjölmiðlum í tengsl-
um við hugmyndir um vindorkuver
víðs vegar á Íslandi. Í hæstu stöðu er
hæðin einungis um þriðjungur af
hæð þeirra vindmylla sem fjölmiðlar
hafa fjallað um,“ segir Háblær.
Háblær segir umhverfisáhrif –
þar með talin sjónræn áhrif – ekki
umtalsverð og hljóðvist „innan allra
leyfilegra marka við íbúðarhús og
önnur hús á svæðinu, jafnt nótt sem
dag“, eins og segir í greinargerðinni.
Bendir félagið á að mastur fyrir-
hugaðrar brúar yfir Ölfusá við Sel-
foss verði umtalsvert hærra, eða 60
metrar.
„Þegar horft er til þess að langflest-
ir ferðamenn sem koma til Þykkva-
bæjar verði búnir að keyra bókstaf-
lega undir mun hærra og þykkara
mastur, þá eru möstur vindmyllanna
ósköp smávægileg í samanburði og
ólíkleg til að hafa mikil áhrif á upp-
lifun ferðamanna,“ segir Háblær.
Þrátt fyrir þetta álit Háblæs telur
skipulags- og umhverfisnefnd Rang-
árþings ytra framkvæmdina gætu
verið háða umhverfismati. „Skipu-
lagsnefnd metur það einnig svo að
áformin séu ekki að fullu í sam-
ræmi við stefnumótun um nýtingu
á vindorku í Rangárþingi ytra,“ segir
nefndin og nefnir þar sem dæmi
viðmið um fjarlægð vindrafstöðva
frá byggð og frístundasvæðum. n
Vindmyllur í stað myllanna sem voru
felldar jafnvel háðar umhverfismati
Í greinargerð
Háblæs er þessi
tölvugerða
mynd sem sýnir
mismuninn á
hæð nýju og
gömlu vindmyll-
anna til hægri.
Mynd/Háblær
Vindmyllur við Þykkvabæ
Fyrri vindmyllur voru í eigu
Biokraft sem fór í þrot árið
2019. Háblær ehf. eignaðist
eignir þrotabús Biokraft eftir
að Eignabjarg ehf., félag í eigu
Arion banka, tók þær yfir.
Háblær fékk, með heimild
Orkustofnunar frá 8. ágúst
2022, virkjunarleyfi Biokraft
framselt. Háblær ehf. var
stofnað sérstaklega til að taka
niður fyrri tvær vindmyllurnar
og reisa tvær nýrri í stað þeirra.
Háblær ehf. er í eigu Eigna-
bjargs og Qair Iceland, dóttur-
fyrirtækis franska orkufyrir-
tækisins Qair.
thorgrimur@frettabladid.is
Tyrkland Stjórnarandstöðuflokk-
arnir í Tyrklandi stóðu í gær í samn-
ingaviðræðum til að bjarga fyrir-
huguðu kosningabandalagi sínu í
forsetakosningum landsins í sumar.
Flokkarnir höfðu hug á að bjóða
fram sameiginlegan frambjóðanda
gegn forsetanum Recep Tayyip
Erdoğan, sem hyggur á endurkjör.
Skoðanakannanir benda til þess að
Erdoğan, sem hefur verið við völd í
Tyrklandi frá árinu 2003, sé valtari í
sessi nú en hann hefur verið í mörg
ár.
Óánægja með verðbólgu og við-
brögð stjórnarinnar við jarðskjálft-
unum í suðurhluta landsins hafa þar
haft sitt að segja.
Engu að síður er búist við spenn-
andi kosningum. n
Reynt að halda samstöðu gegn Erdoğan
Meral Akşener, hér til vinstri, gekk á dyr vegna andstöðu sinnar við að Kemal
Kılıçdaroğlu, leiðtogi Lýðveldisflokks alþýðunnar, yrði forsetaefni flokkanna.
bth@frettabladid.is
mývaTnssveiT Eins og fram kemur
á forsíðu er hinn nýuppgötvaði hell-
ir í Mývatnssveit talinn liggja undir
allar núverandi byggingar Jarðbað-
anna í átt að Jarðbaðshólum, þar
sem gufubað var til forna.
Of snemmt er að spá fyrir um
hvort almenningur fær notið nýja
náttúruundursins.
„Það yrði algjör draumur ef hægt
væri að tengja heimsóknir baðgesta
við hellinn,“ segir Guðmundur Þór
Birgisson, framkvæmdastjóri Jarð-
baðanna. Hann segir um að ræða
mjög merkan fund.
Hellisopinu var lokað eftir for-
könnun. Engir utanaðkomandi fá
að heimsækja hellinn að svo stöddu.
Mun að sögn Guðmundar taka tíma
að meta ástand hans og gildi.
Til marks um þá röð tilviljana
sem leiddi til þess að hulunni var
svipt af undrinu sem lúrði neðan-
jarðar er að verktakar voru farnir
að aka möl í nýja grunninn og jarð-
vegsvinnu var í raun lokið. Þá var
ákveðið að bæta við framkvæmd-
irnar, lengja húsið til norðurs sem
nemur tveimur til þremur metrum,
grafið niður um einn metra og allt í
einu opnaðist nýr heimur.
„Þá opnast þetta heljarinnar op,“
segir Jóhann Kristjánsson.
Star fsmenn verktaka f ram-
kvæmdanna segja að fundur þessa
hellis sé kraftaverk, samsafn ótrú-
legra tilviljana. n
Nýr heimur opnaðist vegna tilviljana
Fyrsta myndin
sem birtist
opinberlega
af hellisopinu.
Menn ráku upp
stór augu þegar
hulin veröld
kom í ljós.
Mynd/aðsend
benediktarnar@frettabladid.is
Íran Ayatollah Ali Khamenei, leið-
togi Íran, segir að þeir sem eitrað
hafi fyrir skólastúlkum í landinu
eigi skilið dauðarefsingu og að
eitranirnar séu ófyrirgefanlegur
glæpur.
Árásirnar hafa átt sér stað í fimm-
tíu skólum og hafa meira en 400
skólastúlkur í 21 héraði víðs vegar
um landið veikst.
Lítið er vitað um eitranirnar og
af hverju þær beinast að ungum
konum, en ráðamenn í landinu
telja að öfgatrúarhópar beri ábyrgð
á þeim.
Á meðan telja aðrir að eitranirnar
séu hefnd fyrir mótmælaölduna
sem reið yfir landið í fyrra í kjölfarið
á morðinu á Jinu Möshu Amini. n
Vill dauðarefsingu
fyrir eitranirnar
Yfir 400 stúlkur hafa veikst í Íran
vegna eitrana. Fréttablaðið/Getty
benediktarnar@frettabladid.is
FlóTTaFólk Fjórtán ára stúlka
frá Úkraínu fannst látin á strönd í
Devon á Englandi á laugardag.
Dánarorsök stúlkunnar liggur
ekki fyrir og hefur lögregla hafið
rannsókn á andlátinu. Fólk sem
býr við ströndina hefur verið beðið
um að veita lögreglu aðgang að
upptökum úr öryggismyndavélum
og dyrasímum. Krufning fer fram á
fimmtudaginn næstkomandi.
Lögreglan á svæðinu hefur stað-
fest að stúlkan og móðir hennar séu
flóttamenn frá Úkraínu, sem flúðu
landið eftir að innrás Rússa í Úkra-
ínu hófst. n
Flóttabarn fannst
látið á Englandi
10 FRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023
ÞRiÐJUDAGUR