Fréttablaðið - 07.03.2023, Page 14

Fréttablaðið - 07.03.2023, Page 14
Evrópuhreyfingin mun því undirbúa og efna til undirskriftasöfn- unar meðal kosninga- bærra landsmanna um að fyrri atkvæða- greiðslan verði haldin. Um árabil hef ég haft nokkra gleði af góðu rauðvíni. Auðvitað verður gleðin ekki mikil eða varanleg, nema hófs sé gætt. Ég hafði vit á því. Skynsemin réði. Ég notaði lengi gamlan og góðan tappatogara við að opna þessar f löskur allar. Gekk mest bærilega, en stundum hálfilla. Tappar gátu verið harðir og setið fast. Kom þá til sviptinga. Stundum helltust veig- arnar á nýpressaðar buxur. Jafnvel þær ljósu. Svo gerðist það, að sonur minn og tengdadóttir vildu létta mér lífið - og þeim sjálfum taugastrekk- inginn – og gáfur mér nýtízkulegan flöskuopnara, sem maður rak niður í tappann með einu léttu átaki á sveif, og reif hann svo upp með öðru. Þetta fannst þeim flott, mér líka, en, ég var bara vanur þeim gamla, og vildi ekki breyta. Venjan og þrá- kelknin réðu. Í mörg ár, þegar gleði- legt tilefni var, átti að lyfta rauðvíns- glösum og sonur og tengdadóttir voru með, var ég spurður af hverju í ósköpunum ég notaði ekki nýja og góða tappatogarann. Ég þráaðist við: „Sá gamli er fínn“. Einn daginn gerðist það svo, að sá gamli og fíni brotnaði hreinlega í höndunum á mér. Nú voru góð ráð dýr. Neyddist til að grípa til þess nýja. Í ljós kom, þegar ég loks fór í málið, að þetta var f lott tæki. Það varð bara allt í einu nýtt líf að opna rauðvínsflösku! Af hverju í ósköpunum hafði ég ekki farið yfir á nýja, góða og gleði- lega upptakarann strax!? Þessi spurning vaknaði auðvitað. Hvaða skynsemi var það eiginlega, að þjösnast á gömlum, lélegum og erf- iðum upptakara, þegar annar, nýr og miklu betri, stóð til boða!? Greiningarferli hófst. Jú, mamma hafði verið Íslendingur og Vestfirð- ingur. Þar hafði lífsbaráttan í gegn- um aldirnar verið hörð. Stundum var þá ekkert, sem hélt mönnum og lífi þeirra gangandi, enginn matur, engin hlýja, engin birta, engin von – bara þrákelknin. Með kynslóðun- um stimplaðist þetta auðvitað inn í genin og varð eðlishneigð. Smám saman kynngimögnuð. Oft virðist hún hafa orðið skyn- seminni yfirsterkari, enda hefur skynsemin sennilega við margar aðstæður sagt: Bezt að gefast upp, forða sér vestur um haf eða henda sér fyrir björg. Norðmenn urðu líka að byggja upp nokkurn þráa til að komast af og tryggja sitt líf. Þaðan fékk ég annan ríf legan skammt af þrá- kelkni, í mitt genamengi, frá pabba. Eftir þetta tappatogarastríð og þessa greiningu hef ég margoft staldrað við, þegar ég hef fundið að þrákelknin og skynsemin væru að takast á. 27 ára dvöl í Þýzkalandi – landi vitsmuna, lærdóms, heimspeki, lista og menningar, þó undantekningin sanni þar líka regluna – og víða um lönd, ekki sízt í Asíu, hafa hjálpað mér, segi ég, að lemja niður þrá- kelknina og styrkja nokkuð skyn- semina. Reyndar eru ekki allir á eitt sáttir um það. Hví þessi hugleiðing og skrif? Hvaða varðar ágæta Fréttablaðsles- endur um þetta? Eftir að ég kom heim, nú í 5-6 ár, hef ég – byggt á áralangri reynslu og þekkingu af Evrópusambandinu og evru, í Þýzkalandi, í miðri atburða- rásinni – talað sterklega fyrir því, að við Íslendingar gengjum 100% í Evrópusambandið og tækjum upp evru. Fyrir mér hefur þetta þó verið eins og tappatogaraslagurinn. Verulegur hluti landsmanna hefur viljað halda krónunni, þó að hún sé kunnur galla- og skaðræðisgripur, af gömlum vana og rammgerðri þrá- kelkni; „Við viljum bara íslenzku krónuna okkar, hvað sem það kost- ar“. „Enga fjandans útlenzka evru!“. Ég hef skrifað yfir 100 greinar um þessi mál síðustu árin. Vil ég nú, enn einu sinni, í þeirri von, að dropinn holi steininn, rifja upp helztu stað- reyndirnar og rökin, sem mæla með fullri ESB-aðild og upptöku evru. 1. Í gegnum EES- og Schengen- samningana erum við nú þegar 80-90% í ESB, en án allra áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörð- unum. 2. Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Ekkert aðildarríki hefur nema einn kommissar. 3. Eins og öll aðildarríkin, lítil og smá, fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnu- málum og ákvörðunum sam- bandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast í allri umræðu og vakað yfir og tryggt okkar eigin hagsmuni. 4. Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum og afla, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. 5. Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu okkar íslenzka landbúnaðar, við inn- göngu, eins og Finnum og Svíum tókst að tryggja sinn landbúnað, vegna „norrænnar legu“. 6. Með evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvoru tveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. 7. Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu- vöxtum. 8. Heildarvaxtasparnaður lántak- enda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári. 9. Vextir á teknum lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýri- vaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi; menn myndu vita og þekkja sínar skuldbindingar og greiðslubyrði. 10. Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða sínar íbúðir 3-4 sinnum, með vöxtum, eins og hér er, en íbúðakaup- endur Evru-landa borga þær 1,5 sinnum. 11. Erlendar smásölukeðjur- og bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustu- kostnað. 12. Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. 13. Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleit- anir, förum við ekki inn. Er ekki kominn tími til, að skyn- semin valti yfir þrákelknina!? n Þegar þrákelknin valtar yfir skynsemina Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og alþjóðlegur kaup- sýslumaður Aldrei hafa fleiri viljað ganga í Evr- ópusambandið og þeim fer fækk- andi sem vilja það alls ekki. Stór hópur aðhyllist líka hvoruga þess- ara skoðana. Mörg eru alls ekki viss um hvað skynsamlegast er að gera. Önnur eru þeirrar skoðunar að ekki sé neitt vit í að gera upp sinn hug fyrr en samningur liggur á borð- inu. Að án samnings sem hægt er að ræða efnislega sé tómt mál að tala um skynsamlega og yfirvegaða ákvörðun. Þjóðinni ekki hleypt að Ísland hefur einu sinni sótt um aðild að Evrópusambandinu og hafið samningaviðræður. Þeim viðræðum var ekki lokið og aldrei kom til þess að samningur yrði borinn undir þjóðina. Alþingiskosningar voru haldnar og því hátíðlega lofað að almenningur fengi að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt og báru sömu stjórnmálamenn því við að skyndilega væri pólitískur ómöguleiki kominn upp í málinu. Þar með þyrftu þeir ekki og ættu ekki að gera neitt frekar. 53.555 hunsuð Rétt er að rifja upp að þessi undar- legu örlög aðildarviðræðna leiddu til einnar stærstu undirskriftasöfn- unar sögunnar þegar 53.555 kosn- ingabærir Íslendingar kröfðust þess að fá að kjósa um framhaldið eða tæp 21%. Þá voru haldnir margir fjölmennir kröfufundir á Austur- velli þar sem því var mótmælt harð- lega að samningaviðræðum hafi verið hætt. Hinn óviðráðanlegi og óskiljanlegi pólitíski ómöguleiki lét allt þetta sem vind um eyrun þjóta. Samhljómur um færa leið Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott. Af ummælum flestra stjórn- málaforingja og stefnuskrám flestra stjórnmálaf lokkanna má ráða að samhljómur sé orðinn um að minnsta kosti eitt atriði þessa stóra máls. Í því felst að ekki verði teknar upp aðildarviðræður við Evrópu- sambandið um aðild Íslands nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Það eitt og sér er góðs viti. Íslensk Krýsuvíkurleið Hvað sem fólki kann að finnast um þessa leið og aðferðafræði þá er rétt að horfast í augu við að hana verður að feta. Tvöföld þjóðaratkvæða- greiðsla yrði einsdæmi meðal allra þjóða sem hingað til hafa íhugað eða sóst eftir aðild að ESB. Engu að síður styður Evrópuhreyfingin að sú leið verði farin til þess að leiða spurninguna um aðild Íslands að ESB til lykta. Fyrsta skrefið er að gera stjórnvöldum grein fyrir því að þjóðin vilji fá að taka þessar ákvarðanir. Það vill svo til að um þetta markmið ættu bæði þau sem eru hlynnt aðild og þau sem eru henni andvíg að geta verið sam- mála. Ekkert er ómögulegt Evrópuhreyfingin mun því undir- búa og efna til undirskriftasöfnunar meðal kosningabærra landsmanna um að fyrri atkvæðagreiðslan verði haldin. Því betur sem tekst til við þetta verkefni og fleiri skrifa undir þeim mun erfiðara verður fyrir stjórnmálamenn að beita fyrir sig hinum gamla pólitíska ómögu- leika og neita þjóðinni um að leiða til lykta eitt stærsta hagsmunamál hennar fyrr og síðar. Deilir þú þeirri skoðun skaltu ganga til liðs við okkur á www.evr- opa.is. n Ómögulegur ómöguleiki Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópu- samtakanna 14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.