Fréttablaðið - 07.03.2023, Síða 27

Fréttablaðið - 07.03.2023, Síða 27
TónlisT Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini Íslenska óperan Hljómsveitarstjóri: Levente Török Leikstjórn: Michiel Dijkema Aðalhlutverk: Hye-Youn Lee, Arnheiður Eiríksdóttir, Egill Árni Pálsson og Hrólfur Sæmundsson Önnur hlutverk: Snorri Wium, Viðar Gunnarsson, Unnsteinn Árnason, Jón Svavar Jósefsson, Karin Torbjörnsdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Sigurlaug Knudsen, Hulda D. Proppé, Bernadett Hegyi, Tómas Ingi Harðarson, Arnar Dan, Hjalti Rúnar Jónsson og Níels Thibaud Girerd Hljómsveit og kór Íslensku óperunnar Eldborg í Hörpu laugardaginn 4. mars Jónas Sen Harpa er ekki óperuhús, en það var varla að maður tryði því á frum- sýningunni á Madömu Butterfly á laugardagskvöldið. Óperan er eftir Puccini og gerist í Japan í gamla daga. Sviðsmyndin var alsett jap- önskum táknum, og húsið hátt uppi á hæð við endann á löngum hrörlegum stiga var fullkomlega í stíl. Hugvitsamleg og fjölbreytileg lýsing skapaði mikla stemningu og búningarnir voru sannfærandi. Söngurinn var glæsilegur og hljóðfæraleikurinn vandaður. Jafn- vægi á milli söngs og hljómsveitar var óvenju gott fyrir Eldborgina, þar sem söngvarar eiga það til að vera út undan. Leikstjórnin var líka flott og hvergi var dauður punktur í leiknum eða sviðshreyfingunum. Þetta voru töfrar. Brúðkaup í hálfkæringi Madama Butterf ly f jallar um unga japanska stúlku sem banda- rískur sjóliðsforingi kvænist, meira í hálfkæringi en alvöru. Þegar hann svo þarf að fara af landi brott gerir hann sér lítið fyrir og nær sér í aðra konu í Bandaríkjunum. Japanska stúlkan er hins vegar einlæg í til- finningum sínum og bíður eftir honum, ásamt syni þeirra, árum saman, sannfærð um að þau muni taka upp þráðinn að nýju. Það ger- ist aldrei og sagan hlýtur sorglegan endi. Aðalhlutverkið var í höndunum á Hye-Youn Lee, sem hefur túlkað hlutverk Cio-Cio San, einnig kölluð Madama Butterfly, margoft. Það var auðfundið, því frammistaða hennar var stórfengleg í afar krefjandi hlut- verkinu. Hún söng eiginlega allan tímann! Röddin var lýrísk, silki- mjúk og voldug allt í senn, tilfinn- ingin í söngnum djúp og ekta. Mér fannst ég heyra mörg ekkasog í salnum í blóðugu lokaatriðinu. Flottir söngvarar Egill Árni Pálsson var sjóðliðsfor- inginn og stóð sig prýðilega. Hann hefur máttuga tenórrödd sem sat vel og var sterkhljómandi á sýning- unni. Leikurinn var líka trúverðug- ur, framkoma hans var í senn inni- leg, en samt svo fölsk; hvort tveggja var sannfærandi í túlkun hans. Svipaða sögu er að segja um Hrólf Sæmundsson í hlutverki bandaríska ræðismannsins; hann verður betri og betri með hverju árinu. Hrólfur hefur djúpa og þýða rödd; söngur hans á sýningunni var fullkom- lega áreynslulaus. Persóna hans var klaufaleg en um leið full af umhyggju, og Hrólfur náði að leika það vel. Þerna og náin vinkona Butterfly var leikin af Arnheiði Eiríksdóttur og var sömuleiðis í fremstu röð, hún hafði einkar mjúka og ómþýða rödd. Aðrir söngvarar stóðu sig með sóma, Jón Svavar Jósefsson var til dæmis kostulegur í ámátlegu hlut- verki vonbiðils; maður skellihló að honum. Sérstaklega ber að nefna barn- ungan son Butterf ly og sjóðliðs- foringjans, en hann var leikinn af Tómasi Inga Harðarsyni. Hann var einfaldlega frábær, enda uppskar hann mörg húrrahróp í lok sýn- ingarinnar. Spilað af kostgæfni Eins og áður sagði var hljómsveitin með allt á hreinu undir stjórn Levente Török. Samhljómur söngs og hljóðfæraleiks var í ágætu jafn- vægi. Söngurinn naut sín til fulls, en samt var notaleg fylling og aðdá- unarverð breidd í hljómsveitar- leiknum. Hljómsveitin var vissu- lega nokkuð sterk, en hún átti að vera það og fór aldrei yfir strikið. Í svona óperum á bæði söngur og hljóðfæraleikur að vera í botni, ef svo má segja. Kór Íslensku óperunnar stóð sig vel undir stjórn Magnúsar Ragnars- sonar og búningar kórsins, sem og allra annarra, á ábyrgð Maríu Th. Ólafsdóttur, voru augnayndi. Lýs- ing Þórðar Orra Péturssonar skap- aði seiðandi andrúmsloft aftur og aftur, og sviðsmyndin í höndunum á Michiel Dijkema var gluggi inn í annan heim. Leikstjórn hans var líka lifandi og kröftug, snörp og samsvaraði sér vel, með hæfilegum skammti af húmor í svo sorglegu umfjöllunarefni. Enda ætlaði allt um koll að keyra í uppklappinu. Ljóst er að Madama Butterf ly er einhver besta uppfærsla Íslensku óperunnar frá upphafi. n niðursTaða: Einfaldlega frábær sýning. Madama Butterfly er full af töfrum Tenórinn Egill Árni Pálsson og kóreski sópraninn Hye-Youn Lee fara með hlutverk Pinkterton og Cio-Cio-San í Madama Butterfly. Mynd/Anton BRink 23 menning FRÉTTABLAÐIÐ 7. MARs 2023 ÞRiÐJUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.