Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 3
SVFR
Veiðimaðurinn 40. árg. Nr. 115
Málgagn stangaveiðimanna Ágúst 1984
Ritstjórar: Víglundur Möller og Magnús Ólafsson
Uppsetning og útlit: Rafn Hafnfjörð
Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Afgreiðsla: Háaleitisbraut 68, 105 Reykjavík, sími 686050
Kemur ut: Apríl, ágúst, desember
Ettirprentun: Aðeins með leyfi útgefanda
Setning og prentun: LITBRÁ-offset
Verð: Kr. 100
Dag skal
að kveldi lofa
Þegar e'g fór að hugsa um hvað segja skyldi
í þessari svokölluðu forustugrein
Veiðimannsins, kom mér að sjálfsögðu
fyrst í hug laxveiðin eins og hún hefur gengið
það sem af er veiðitímanum og hvað
framundan muni vera. I því sambandi
datt mér í hug fyrri helmingur vísu, sem ég
hef kunnað lengi, en hann er á þessa leið:
,,Það endar verst sem byrjar bezt/og byggt er
á mestum vonum.“
Það er almannarómur, að veiðin hafi
byrjað mjög vel þetta árið, einkum íþeim ám,
sem hún hófst snemma í júní. En sú dýrð
stóð ekki lengi, sem kunnugt er.
Afturkippur kom fljótlega svo um munaði,
og þótt mánuður, og sumstaðar vel það,
sé eftir af veiðitímanum, þegar þetta er
skrifað, er ósennilegt, að von sé á stórum
göngum héðan afí sumar. Ekki er heldur útlit
fyrir, að þcer ár, sem lélegastar hafa verið
undanfarin ár, œtli að skána neitt að
þessu sinni.
Menn voru vitaskuld mjög bjartsýnir
fyrstu vikurnar meðan vel veiddist og lifðu
jafnvel lengur í voninni um að aftur
mundi úr rcetast, eftir að veiðin varfarin að
dvína, en fcestir munu, eins og komið er,
halda í þá von lengur. Það er gömul reynsla,
að lax gengur víða snemma, þegar vor
hafa verið hlý, en seinna, þegar þau hafa
verið köld. En þótt lax komi snemma,
þegar vel hefur vorað, er það engin trygging
fyrir því, að áframhaldið verði eins gott,
þegar frá líður. Um það má eflaust
finna dæmi, sem trúlegt er að einhverjir
gamalreyndir veiðimenn muni.
Reynslan hefur löngum verið sú, a.m.k.
víðast hvar, að eftir júlílok er ekki að vænta
teljandi aukningar við þann lax,
sem þegar er genginn í árnar. Menn verða
VEIÐIMAÐURINN
1