Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 4

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 4
því að scetta sig við þá staðreynd, sem nú virðist blasa við, að þetta verði íheild lélegt laxveiðisumar. Einstöku ár, einkum í hópiþeirra smcerri, sem venjulega eru seinar til, sem kallað er, kunna að gefa einhverja veiði, þegar lengra líður á sumarið, en varla mun það breyta heildartölunni svo máli skipti. En þrátt fyrir þessar horfur, er ekki loku fyrir það skotið, að einhverjir veiðimenn eigi einhvers staðar eftir að detta í lukkupottinn, sem bœti þeim upp vonbrigði í fyrri ferðum. Til þess þyrfti kannski ekki nema einn skemmtilegan stórlax, en þeirra hefur eitthvað orðið vart ísumum ám þetta árið, og stundum fara þeir hvað helzt að láta á sér bcera, þegar líður á sumarið. Dag skal að kveldi lofa, segir gamalt máltceki, og í laxveiði geta óvcentustu hlutir skeð á síðustu stundu. Það er ekkert náttúrulögmál, að það sem byrjar vel, endi alltaf illa hjá öllum, né heldur, að úr því, sem byrjar illa, geti ekki rcetzt. Þegar aflabrestur verður, hvort heldur í sjó eða vötnum, gera menn sér ýmsar hugmyndir um hvað honum valdi. I sambandi við minnkandi laxveiði hefur mikið verið talað um köldu vorin undanfarin ár sem orsök lélegrar endurheimtu í árnar. Laxveiðin í sjó, bceði við Færeyjar og Grænland, hefur einnig verið mikið til umræðu, en skoðanir eru skiptar, einkum hvað veiðar Færeyinga snertir. Einn af þeim, sem ekki hefur trú á, að íslenzkur lax gangi svo teljandi sé til Færeyja, er Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, og hefur hann leitt að því rök, sem ekki er viturlegt að hafna með öllu, nema önnur sterkari komi þar á móti. Lífsferill laxins er flókið rannsóknarefni, sem kostar mikla vinnu, nægilegt starfslið og ærna fjármuni. I sumum löndum er að þessu verkefni unnið af mikilli elju og ærnum tilkostnaði, en mikið skortir enn á, að þar hafi fengizt fullnægjandi svör við ýmsu, sem leitað er skýringa á í þessari fræðigrein. Veiðimálastofnunin hér hefur lengst af verið fáliðuð, þótt nokkuð hafi úr því rætzt á síðari árum. Þrátt fyrir það hefur þar verið unnið gott starf, og ég er ekki viss um, að hún sé neinn eftirbátur annarra stofnana í þessari grein, þótt sumar þeirra hafi meira starfslið og fé til umráða. A hennar vegum eru unnin ýmis störf og rannsóknir, sem ekki eru tíðrætt fréttaefni í fjölmiðlum, en gjarnan mætti gera þar betri skil en raun er á. Nokkuð hefur verið um þetta getið hér í Veiðimanninum fyrr og síðar, enda samskipti okkar við stofnunina alltaf verið góð og starfsmenn hennar mjög vinsamlegir og hjálplegir ritinu með efni. A síðustu árum hefur áhugi manna beinzt mjög að fiskirækt, enda aðstæður hér víða taldar mjög vel fallnar til slíkrar starfrækslu. Fiskeldisstöðvum fjölgar óðfluga og ýmsir telja, að þarna geti orðið, og sé jafnvel orðið, um arðvænlega aukabúgrein að ræða, því að gott verð mun vera á útfluttum laxi, og samkvæmt fréttum hafa Norðmenn af því miklar gjaldeyris- tekjur. Byrjunin hér virðist líka lofa góðu, og vonandi verður svo á málum haldið, að ekki komi til alvarlegra skakkafalla, svo sem seiðadauða eða annarra óhappa, sem stundum hafa átt sér stað. Ekki veitir okkur Islendingum af að leita allra tiltækra ráða til þess að auka gjaldeyristekjur okkar. Með minnkandi sjávarafla og í ofanálag verðfalli, a.m.k. nú um hrið, áýmsum sjávarafurðum okkar er vandséð, hvernig við eigum að komast af til lengdar nema unnt reynist að renna nýjum stoðum undir atvinnuvegi okkar með einhverjum ráðum til 2 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.