Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 6
Ljósm. RH. Hér stígur landið hátt, sem borg af hceðum, með hjallaþrepin ábreidd grcenum klceðum, og gljúfur sker úr hömrum handarrið; þar hlcer við fljót af grjótsins þúsund ceðum, sem brýzt með laxastökk og strengjanið fram stigans rimar, út um fjarlceg hlið. Þetta erindi er úr kvæðinu Fjallalofti eftir Einar Benediktsson I bók Guðmundar Daníelssonar, Vötn og veiðimenn - uppár Arnessýslu, kemur fram, að Einar orti Fjallaloft, þegar hann var staddur hjá Gesti á Hæli, líklega sumarið 1916. Einar var stangveiðimaður, eins og sjá má m.a. á ágætri veiðisögu eftir hann, sem endurprentuð var í fyrsta tölu- blaði Veiðimannsins. En áhöld eru um það, hvor hafi fremur laðað skáldið austur að Stóru-Laxá, bóndinn á Hæli eða laxinn í ánni. Hvað sem því líður, þá var það Stóra- Forsíðu- myndin Laxá og umhverfi hennar, sem veitti skáld- inu þann innblástur, sem gaf af sér hið magnaða kvæði Fjallaloft. Þetta þarf engan að undra, sem komið hefur til veiða í Stóru-Laxá, hafi hann á annað borð haft augun opin fyrir þeim listisemdum náttúrunnar, sem þar gefur að líta. Undirritaður lét loks í sumar verða af því að fara á efsta svæðið í Stóru-Laxá. Fengum við félagarnir góða veiði. En þó að það væri okkur vissulega gleðiefni á þessu laxleysis-sumri, þá er það samt áin sjálf og ægifagurt umhverfi hennar, sem verður minnisstæðast. Svo heppilega vildi til, að ljósmyndar- inn okkar, Rafn Hafnfjörð, var einnig að fara sína fyrstu ferð á þetta svæði í sömu vikunni. Því eigum við að þakka hina frá- bæru forsíðumynd blaðsins. Veiðistaður- inn, sem hér sést, heitir Skerið, og er skammt fyrir ofan Hrunakrókshyl. Kletturinn, sem blasir við augum hand- an árinnar, minnir óneitanlega á listaverk eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þetta þarf ekki að vera nein tilviljun, því að ekki er langt í Galtafell, fæðingar- og æsku- heimili Einars, og landslagið á heima- slóðum hans mun hafa haft varanleg áhrif á listsköpun hans. Sagt hefur verið, að hann hafi gefið klettamyndunum við Stóru-Laxá sérstakan gaum. M.Ó. 4 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.