Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 6
Ljósm. RH.
Hér stígur landið hátt, sem borg af hceðum,
með hjallaþrepin ábreidd grcenum klceðum,
og gljúfur sker úr hömrum handarrið;
þar hlcer við fljót af grjótsins þúsund ceðum,
sem brýzt með laxastökk og strengjanið
fram stigans rimar, út um fjarlceg hlið.
Þetta erindi er úr kvæðinu Fjallalofti
eftir Einar Benediktsson
I bók Guðmundar Daníelssonar, Vötn
og veiðimenn - uppár Arnessýslu, kemur
fram, að Einar orti Fjallaloft, þegar hann
var staddur hjá Gesti á Hæli, líklega
sumarið 1916. Einar var stangveiðimaður,
eins og sjá má m.a. á ágætri veiðisögu eftir
hann, sem endurprentuð var í fyrsta tölu-
blaði Veiðimannsins. En áhöld eru um
það, hvor hafi fremur laðað skáldið austur
að Stóru-Laxá, bóndinn á Hæli eða laxinn
í ánni.
Hvað sem því líður, þá var það Stóra-
Forsíðu-
myndin
Laxá og umhverfi hennar, sem veitti skáld-
inu þann innblástur, sem gaf af sér hið
magnaða kvæði Fjallaloft.
Þetta þarf engan að undra, sem komið
hefur til veiða í Stóru-Laxá, hafi hann á
annað borð haft augun opin fyrir þeim
listisemdum náttúrunnar, sem þar gefur
að líta.
Undirritaður lét loks í sumar verða af
því að fara á efsta svæðið í Stóru-Laxá.
Fengum við félagarnir góða veiði. En þó
að það væri okkur vissulega gleðiefni á
þessu laxleysis-sumri, þá er það samt áin
sjálf og ægifagurt umhverfi hennar, sem
verður minnisstæðast.
Svo heppilega vildi til, að ljósmyndar-
inn okkar, Rafn Hafnfjörð, var einnig að
fara sína fyrstu ferð á þetta svæði í sömu
vikunni. Því eigum við að þakka hina frá-
bæru forsíðumynd blaðsins. Veiðistaður-
inn, sem hér sést, heitir Skerið, og er
skammt fyrir ofan Hrunakrókshyl.
Kletturinn, sem blasir við augum hand-
an árinnar, minnir óneitanlega á listaverk
eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þetta
þarf ekki að vera nein tilviljun, því að
ekki er langt í Galtafell, fæðingar- og æsku-
heimili Einars, og landslagið á heima-
slóðum hans mun hafa haft varanleg áhrif
á listsköpun hans. Sagt hefur verið, að
hann hafi gefið klettamyndunum við
Stóru-Laxá sérstakan gaum.
M.Ó.
4
VEIÐIMAÐURINN