Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 8
ina, sem ég hafði ekki tíma til að yfirgefa.
Hélt hann vel í fluguna, sveigði fagurlega
grafítstöngina, fékk sér nokkra sundspretti
með tilheyrandi fallegum stökkum, og
í því hæsta gapti ég af hrifningu, gleymdi
mér, og hann sleppti flugunni með bros á
vör.
Þá byrjuðu stigasmiðirnir aftur að
vinna. Dagurinn var á enda, og sæluþreyta
mæddi mig á leiðinni heim í veiðikofann
Flúðabakka.
Morguninn eftir átti ég að byrja í
Hjónahylnum, en félagi minn og faðir
neðan til í ánni. Klukkan 8 var ég kominn
upp á hleinina, en skuggi var þá á sjálfum
hylnum. Ennþá var alskýjað, en sunnan-
gola, og hiti þá þegar f4°. Ekki sá ég eins
vel í hylinn.
Þriðja flugan þennan dag var Blue
charm nr. 8, tvíkrækt. I öðru kastinu var
hún hremmd niðri á brotinu. Strax kom
heljarrumur upp úr vatninu með fluguna
í kjaftvikinu. Eg náði að komast niður í
fjöruna og stóð nú betur að vígi en daginn
áður. Glímdum við nokkuð jafnt um tíu
mínútur, og mátti ekki á milli sjá, hvor
hefði.
Skyndilega tók hann á rás upp hylinn,
milli hleinsins og bergveggsins niður á
dýpið, upp á yfirborðið, snarsnéri sér þvert
og sleppti flugunni i miðju stökki. Nokkur
sársauki fylgdi þessari gjörð konungsins.
Var þetta sá sami og daginn áður?
Kom nú 29. ágúst, en þá átti ég fyrripart
í Fnjóská. Veðrið var indælt, heiðskírt,
logn og f0° hiti.
Eg byrjaði ofantil á III. svæði árinnar.
Hóf ég að kasta á svonefndri Þvergarðs-
breiðu, sem er breið og allstraumþung,
með ál við austurlandið, og hefur gefið
mér margan stóran lax. Eg er vanur að
veiða frá vesturlandinu úr miðri á, en óð
nú breiðuna neðst og hóf að kasta á austur-
bakkanum rétt ofan álsins, kl. 8.30.
Þriðja flugan var Blue charm nr. 8,
tvíkrækja, sú sama og ginnti höfðingjann
í Hjónahylnum. Lax tók fluguna snarlega,
og landaði ég fljótlega vel legnum fimm
punda laxi. Ffeiri gáfu sig ekki þar.
Hélt ég nú að stað, sem fítið er reyndur
og heitir Litlabreiða. Ain var frekar lítil
og tær eins og venjulega. Veiðistaðurinn
er fremur lítill, eins og nafnið segir, og
verður tif þar, sem áin tekur sveig í austur
og strengir svo á sér og veltir til baka yfir
stóra steina og lygnir sér því næst með
austurlandinu, en heldur strengnum að
vestan. Dýpið er mest neðan steinanna.
Ég óð varlega út í rúmlega miðja ána efst
við dýpið og var þá varla meira en 10 m
frá austurbakkanum.
Hnýtti ég nú Sweep nr. 8, tvíkrækju, á
girnið og hóf veiðina. Kastið var stutt og
flugan snerti vatnsflötinn fimm metrum
þvert niður frá mér, og silfurglampi hrifs-
aði hana á fullri ferð og sveif í stórum boga
og skellti sér í botninn.
Ég beið. Ekkert gerðist í fímm mínútur.
Þá kom gafsi í laxinn og hann notaði vel
veiðistaðinn, rásaði upp og niður, austur
og vestur, og stökk á milli. Ég var á nálum,
enda sannfærður um, að hér hefði ég sett í
bikarlax sumarsins, 15-18 pund.
Eftir um /i klst. fór ég að þreytast og
hafði þá nálgast bakkann, en þar var komin
góð grasrót ofan á malarhrönglið og auð-
veldara að fóta sig. Hafði mér og tekist að
beina til mín tveim 11 ára guttum, er með
mér voru, syni mínum og vini hans, sem
fylgja mér oft.
Var ég nú farinn að taka á laxinum, og
hann hafði róast þarna á grynnra vatninu.
Skyldi nú sýna drengjunum veiðihæfi-
leikana með orðum og athöfnum. Var
6
VEIÐIMAÐURINN