Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 9

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 9
þumbast þarna tíu mínútur í viðbót og trúlega of fast tekið á, því laxinn skaut nú flugunni rétt ofan höfuðs mér, eins og af teygjubyssu, og lenti hún á milli strák- ana. Þeir hlógu, en ég fylltist trega og tóm- leika. Væntanlegur bikarlax hafði ákveðið að verða ekki slíkur, og lái ég honum það ekki nú, þótt erfitt væri að kyngja því þá. Eftir á að hyggja, þegar tvö sumur hafa liðið frá þessum ágústmánuði, vildi ég gjarnan lifa hann svipað aftur, þrátt fyrir að þessi fjórfalda glíma gæfi mér aðeins einn vinning. Með þessari stuttu frásögn langar mig til að senda vísur, sem urðu til við Selá í Vopnafirði 1.-3. júlí í fyrrasumar. Það tekur langan tíma að telja öll mín sár ég varð að gera vísu um vonbrigðin í ár. Því ána mína einu ég yfirgef í pín og enginn laxaylur mun elska sárin mín. Eg hnípinn renni huga og hugsa um þau ár þegar laxalúsin læknaði öll sár. ^ VEIÐIMAÐURINN 7

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.