Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 10

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 10
Hegrinn og flugan Fluguveiðimenn eru ekki einir um það að veiða á flugu. Til er fugl, sem stundum bregður fyrir sig „flugunni“, þegar hann veiðir fisk sér til matar. Þessi fugl, sem á það til að vera svona sportlegur í sér, er af hegraættinni. Hann heldur til við vötn og læki, og það hefur ekki farið fram hjá honum, að fiskinum þykir flugan girnileg. Og eins og flugu- veiðimaðurinn hefur hann lært að notfæra sér þetta. Hann hefur gerztfluguveiðifugl. Hegrinn trítlar mjúklega eftir lækjar- bakkanum, með litla fjöður í gogginum, og skyggnir veiðistaðina. Hann á að vísu engin veiðigleraugu, né ýmis þau tæki önnur, sem prýða reyndan fluguveiði- mann. En skilningarvit hegrans eru skörp, og áhuginn ódrepandi. Svo er hann líka ákaflega slyngur að lesa vatn. Allt í einu er eins og hegrinn stirðni í sporunum. Hann stendur grafkyrr og star- ir niður í lækinn. Skauzt ekki blár skuggi inn í sefíð hér undir bakkanum? Það er bezt að reyna fluguna og sjá hvað skeður. Hegrinn lætur litlu íjöðrina, sem Hegrinn í kaststöðu. hann bar í nefinu, falla mjúklega á vatnið. Lítill fiskur kemur þjótandi út úr sefínu og hremmir agnið. Hegrinn bregður við fískinum og landar honum á sinn hátt: Sem kólfí væri skotið grípur hann fískinn með beittu nefínu og kippir honum upp úr vatninu. Hér er nú ekki verið að eyða tíma í að þreyt’ann. Ekki þarf hegrinn að vera að velta því fyrir sér, hvernig hann eigi að geyma aflann, þar til heim er komið, því síður, hvort bezt sé að sjóða fiskinn, reykja hann eða grafa. Hann sporðrennir honum bara á staðnum. Það getur stundum komið sér vel að vera kjaftstór og kokhraustur. Þegar hann er búinn að segja hinum hegrunum frá þeim stóra, fá hrós hjá sumum, öfund annarra, fer hann að hug- leiða, hvort hann eigi að reyna aftur ljósa flugu, þegar hann kastar næst, svipaða þeirri, sem fískurinn tók áðan. Líklega er þó rétt að taka ekki ákvörðun um það fyrr en næsti veiðitími byrjar. Veður og vatn gætu breytzt. M.Ó. Hér er verið að landa. 8 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.