Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 11
Eyjólfur Ágústsson
Ævintýr í
Vatnsdalsá
Þetta er saga um veiðiferð í Vatnsdalsá í
Húnaþingi. Við vorum þrír, veiðifélag-
arnir, Sigurður bróðir minn, Oskar vinur
minn og ég, og áttum saman tvær stengur
í tvo daga. Þetta mun hafa verið árið 1971
eða 1972.
Þegar dregið var um veiðisvæði, kom í
okkar hlut að byrja á 3. svæði, sem er efst,
og nær frá Hofi og upp úr, þ.e.a.s. upp að
Dalfossi í Vatnsdalsá og upp að gljúfrum
í Alftarskálará (Alku), en á þessu svæði eru
tvær stengur.
Við félagarnir ókum sem leið liggur inn
dalinn og litum við hjá öðlingnum Lárusi i
Grímstungu. Síðan var ekið að efsta
bænum í dalnum, Forsæludal. Þar fengum
við leyfí til að aka upp túnið, áleiðis að
Dalfossi. Þetta er stærsti fossinn í Vatns-
dalsá, og lengra kemst laxinn ekki.
I hylnum undir Dalfossi lenti ég í dálitlu
ævintýri. Eg renndi 30 gramma hvítum
Toby í hylinn. Ég kastaði honum tvisvar
eða þrisvar, en svo varð ég kærulaus, því
að ég hélt, að enginn fiskur væri í hylnum,
og í næsta kasti kippti ég spæninum upp úr
vatninu, þegar hann var tvo eða þrjá metra
frá landi.
Þá sá ég, að stórlax hafði elt spóninn.
Hver veit nema eitthvað hefði gerst, ef ég
Eyjólfur
Ágústsson
hefði dregið spóninn alveg að landi? Já,
þetta var stórlax! Hann þurfti þrjár eða
fjórar atrennur til að snúa sér út í hylinn
aftur. Ég held, að hann hafi séð mig. Ég
reyndi í um það bil stundarfjórðung, en
varð einskis var.
Síðan fórum við niður að Stekkjarfossi.
Þar veiddi Sigurður bróðir minn sjö punda
lax.
Oskar vinur minn setti líka í lax. Sagði
hann okkur, að þetta væri stórlax. Við
fylgdumst með Oskari og trúðum því, að
hann væri með stórlax á.
Laxinn stökk í Stekkjarfossi og reyndi
að komast upp fossinn. Ekki tókst honum
það. Oskar hélt honum í fosshylnum í 10-
VEIÐIMAÐURINN
9