Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 14
sér, þá þekkir maður hann upp frá því um
leið og hann er fastur. Hann hagar sér allt
öðru vísi en aðrir laxar, sem ég hef komizt
í kynni við. Fyrst eftir að hann er fastur
fínnur maður ekki fyrir honum, því að
hann tekur ekkert á móti, en kemur kannski
alveg upp að tánum á manni. Svo snýr
hann við og lætur sig bara sakka hægt og
rólega. Hann tekur aldrei mikið á, þybbast
bara við, tekur enga spretti og stekkur
aldrei. Að minnsta kosti hef ég ekki séð
hann stökkva. Þetta er alveg furðulegur
fiskur.“
Meira um brúnbak
„Brúnbakurinn er auðvitað víðar en í
Haukadalsá, og hann fínnst meðal annars í
Norðurá. Eg held, að hann sé þangað
kominn úr Víðidalsá. Við fengum á sínum
tíma leyfí til að draga þar á, og náðum þá
þessum stofni.
Einu sinni var ég að veiða við Skerin í
Norðurá. Það var mikið vatn í ánni og
vaðandi ganga. Eg var strax fastur í fiski
rétt fyrir utan neðra Skerið og landaði
honum fljótlega. Þetta var vænn fískur,
12 punda hængur, spegilfagur. Eg fékk
annan lax strax á eftir.
Eg hugsaði með mér, að þetta gæti
orðið mokveiði, - bullandi ganga, fiskur-
inn í tökuskapi og klukkutími eftir.
Eg fór út aftur og var rétt strax fastur í
físki. Eg náði honum fljótlega upp að efra
Skerinu. Þar synti hann marga hringi,
hægt og rólega, kringum Skerið, alltaf
með sama hraða. Aldrei leitaði hann út
í strenginn, og var þó stutt í hann í svona
miklu vatni, en auðvitað reyndi ég líka að
halda honum frá því.
Og hann fór með það, sem eftir var af
tímanum! Þetta var 15 punda hængur,
brúnbakur.
Það var nokkrum árum síðar, þegar
við vorum að veiða í Norðurá, að félagi
minn, Hákon Jónsson, setti í einn við
Miðbryggjuna.
Eg var viðstaddur og sá fiskinn, rétt eftir
að hann var fastur, því að hann var þá
nálægt landi.
„Jæja, góði, ef þú heldur honum, þá
ertu ekki alveg búinn að landa honum,
þessum,“ sagði ég við Hákon.
Við vorum eiginlega að hætta, þegar
hann setti í fískinn, því að það var komið
fram undir hættutíma.
Hákon var með hann á annan klukku-
tíma, og náði honum ekki á land fyrr en
niðri undir Myrkhyl, þvingaði hann eigin-
lega á land þar áður en hann var búinn.
Aldrei tók laxinn á, og aldrei tók hann
roku, þybbaðist bara við. Hákon var að
lotum kominn að glíma við hann.
Og það var sama sagan og hjá mér við
Skerin forðum. Þetta var 15 punda brún-
bakur.“
Hagyrðinganefndin
„Við í Norðurárnefnd höfum alla tíð
fært vinnubækur. Þar er skráð, hverjir
mæta til starfa, og hvað er gert. Þar voru
líka geymdar þær vísur, sem til urðu.
Síðar söfnuðum við þessum kveðskap
saman í sérstaka bók, sem við köllum
Litla-Skarðsbók, og eftir það höfum við
fært vísur beint í hana.
Gunnlaugur Pétursson er virkilegur
hagyrðingur, auk þess sem hann er snilld-
arkokkur, enda sér hann um að malla ofan í
nefndina. Gunnar Petersen er líka lúmskur
hagyrðingur.
Ég hef gaman af þessu, en er ekki eins
vandvirkur og þeir Gunnlaugur og Gunn-
ar, kasta þessu svona fram í fíjótheitum og
læt það vaða, sem mér dettur í hug.
Konan mín kallaði veiðihúsið Vímu.
Þá hafði hún ekki í huga vímu af völdum
12
VEIÐIMAÐURINN