Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 16
smíðum, orti Jóhann þetta til eins félaga
síns:
í veiðiförum vaskur gefur
vænum löxum engin grið.
Menja hrygnu marga hefur
manndóms stöng hans leikið við.
í Veiðivötnum
„Nokkrum sinnum veiddi ég í Veiði-
vötnum. Ég man sérstaklega eftir síðustu
ferðinni minni þangað. Það var 1955, rosa-
sumarið mikla, en þá var eins og skipti
alveg um veður við Tungná. Við vorum
þarna í viku, og fengum ljómandi gott
fyrir innan ána.
Síðasta daginn fórum við frá bækistöð
okkar við Snjóölduvatn og héldum inn í
Nýjavatn, og þaðan áfram inn í Breiðavatn.
I Nýjavatni var silungurinn bjartur eins
og sjóbirtingur. Hann hagaði sér líka
alveg eins og sjóbirtingur, fjörmikill eftir
að hann var fastur á, alltaf i yfirborðinu
og hvítt löðrið í kringum hann.
Veiðin í Breiðavatni var alveg stórkost-
leg. Þar voru þessir voðalegu boltar, enda
virtist það ekkert smáæti, sem þeir höfðu í
vatninu, því að skjaldkrabbinn var þarna
í hrönnum, og eftir því stór.
Við vorum þarna með léttan gúmbát og
trolluðum með spón um vatnið. Við
fengum 17 silunga, og samtals vógu þeir
160 pund. Þegar við vorum að taka saman,
kastaði ég spæni af rælni út í vatnið, og
hann var á. Þetta var fimm punda silungur,
en hann var eins og örverpi borið saman
við hina.
Sá stærsti vó 18 pund, og fékk Gísli
frændi minn Sigurðsson hann. Við send-
um hreistur af þessum silungi niður á
Veiðimálastofnun, og reyndist hann 11
ára. Hann var alveg sívalur, það var sama,
hvar á hann var litið. Lengdin var 73 sm,
en ummálið 56 sm.“
Átján á fímm tímum
„Ég hef alltaf haft mikið dálæti á Stóru-
Laxá. Mér finnst hún falleg og skemmti-
leg, og á það við um öll svæði árinnar. Ég
hef þó ekki nema í eitt skipti lent þar í
mikilli veiði.
Þeir buðu mér þá með sér þangað, þeir
Osvaldur Knudsen og Runólfur Kjartans-
son. Osvaldur var nýbúinn að byggja
sumarbústaðinn sinn við Sogið. Þetta var
fyrsta sumarið, sem hann var í honum. Ég
hafði hjálpað honum dálítið í sambandi við
bústaðinn, og hann bauð mér með sér í
Sogið. Svo var farið austur í Stóru-Laxá,
en þar áttu þeir Runólfur einn dag.
Við komum austur eldsnemma um
morguninn. Marteinn Einarsson var
þarna með eina stöngina, og þeir Osvaldur
og Runólfur, sem voru með sína stöngina
hvor, skiptu mér á milli sín.
Við Runólfur byrjuðum fyrir ofan
Bergsnösina. Þá lá áin allt öðruvísi þarna
en hún gerir núna. Hún kom undir bakk-
ana, áður en hún féll í Bergsnösina, og þar
var fallegur veiðistaður. Um hádegið
vorum við Runólfur búnir að fá þarna sína
tvo laxana hvor, en Osvaldur hafði engan
fengið. Hann hafði svo gaman af að veiða
í Bergsnösinni og hélt sig þar.
Eftir hádegið var farið upp í Kálfhag-
ann. Marteinn nennti ekki með okkur
þangað.
Klukkan var tvö, þegar við byrjuðum í
Kálfhagahylnum. Osvaldur kastaði auð-
vitað fyrstur, því að hann var fisklaus. Og
um leið og hann fór að kasta var hann
fastur í fiski. Svo skiptumst við á um
stöngina. Þetta var ákaflega skemmtilegt.
Aldrei var nema ein stöng úti, hinir tveir
sátu uppi í brekkunni að tala saman og
horfa á.
Það var ákjósanlegt Ouguveður, aðeins
norðankaldi, mikið skýjafar og ljósbrigði
14
VEIÐIMAÐURINN