Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 21

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 21
Þetta fannst okkur veiðilegur staður og því ákváðum við að reyna hann vel. Þarna köstuðum við nokkrum flugum, sem hafa gengið vel í urriðann, eins og Peter Ross, Labrador Black, Grey Ghost, Black Ghost og Hólmfríði. Konan var með hægsökkvandi enda á sinni línu nr. 8, en ég var með hraðsökkv- andi skotlínu nr. 10. Þarna er afar erfitt að kasta, vegna þess hve hár hraunkambur gengur fram með ánni. Konan gafst því fljótlega upp, en ég tók það til bragðs að fara upp ákambinn og láta vindinn, sem stóð í bakið, hjálpa til við að bera fluguna sem lcngst út á ána. Ég setti nú Rugla á, en það er „streamer“, sem ég hef notað í mörg ár til að „vekja lax“, eða koma á hann hreyfingu. Þessi fluga er svo til spegilmynd af hinum kunna „Þingeying“, sem Geir Birgir hefur hann- að. Hún er með svörtum væng og gulu skeggi, brúnu stéli og grænúm búk með sléttu silfurvafi. Hún er stór og þung og það hjálpaði til við að ná yfirundir norðurbakkann, og þar í lygnunni tók hann. Það skipti engum togum, að öll yfir- línan og mestöll undirlínan fóru út í einu vetfangi, langt, langt niður ána að norðan- verðu við Hrúthólmann. Ég stóð sem steini lostinn, aðra eins töku hef ég aldrei fengið þarna á urriða- svæðinu, og þarna stökk hann langt niður- frá. Sennilega voru um 70 metrar á milli okkar og útilokað að fylgja honum eftir, því djúp kvísl er út í hólmann. Það upphófst því maraþon-togstreita, sem stóð í um það bil 30 mínútur, við að lempa hann aftur upp á tökustaðinn. Þarna er dýpi svo mikið, að ekkert er hægt að vaða út í og heldur ekki mögulegt að landa honum á neinum grynningum. En háfurinn var á sínum stað á bakinu og ég brá honum undir hann, en það mistókst og hann slapp út aftur. I annað sinn tókst mér að koma honum í háfinn, með því að láta hausinn fara á undan ofaní, en við það brotnaði þessi forlátaháfur. Við settumst í grasið og horfðum hug- fangin á þennan silfurbjarta fisk, með hinum margbreytilegu kolsvörtu dílum, - þvílík fegurð! Hann var 7 pund og 62 sm. Við enduðum svo þennan eftirmiðdag undir Björgum. Þar fylltum við kvótann, en það eru 5 fiskar yfir 35 sm. á hálfum degi. Þar litu þeir ekki við Rugla, þeir tóku allir „Yellow Maribou streamer“. Eftir að hafa sýnt Hólmfríði veiðiverði aílann, fórum við með þann stóra í reyk- ingu til Dagbjarts í Álftagerði, sem undr- aðist mjög sverleika fisksins. Dagbjartur brá strax á hann sveðju, til þess að sýna mér í maga hans, en þar var nánast ekkert að sjá, hann var svo til tómur. Þegar Dagbjartur flakaði hann, á þann hátt að rista á bakið niður með hryggnum, kom mér til hugar samlíkingin um „þver- handarþykku sneiðarnar af Hólsfjalla- hangikjötinu.“ Nokkru seinna átti ég hálfsdags- leyfi í Selós, en það er árstubburinn milli Eyrarvatns og Þórisstaðavatns í Svínadal. í það skiptið var sonurinn með, sem svo oft áður, enda á hann margar góðar minn- ingar þaðan, bæði frá góðri veiði og ekki VEIÐIMAÐURINN 19

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.