Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 26
SVFR 45 ára
Þann 17. maí s.l. voru 45 ár frá stofnun
Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
I tilefni afmælisins gaf félagið 45 trjá-
plöntur, aspir, til gróðursetningar við
veiðihúsið á Rjúpnahæð við Norðurá, og
settu stjórnarmenn þessar plöntur niður,
þegar þeir fóru að „opna“ ána í byrjun
júní.
Veiðibók
Friðrik Karlsson framkvæmdastjóri,
Mávahlíð 39, Reykjavík, hefur gefíð út
„Veiðibók.“
Formála ritar Stefán Jónsson og segir
þar m.a.:
„Þessari bók er ætlað að geyma hrá-
efni í minningu margra veiðiferða. Þér,
ágæti bókareigandi, er ætlað að safna á
auðu blaðsíðurnar hér fyrir aftan þeim
staðreyndum veiðiferða þinna, sem nægja
til þess að vekja minningarnar hvenær sem
þú þarft á þeim að halda og varðveita þær
með lífi, ómi og angan í hugskoti þínu.
Þetta má þér vel auðnast með því að veiða
af þeirri hjartaprýði, sem nægir til þess að
forða fiskunum þínum, mörgum eða fáum,
stórum og smáum, frá því hlutskipti að
verða einungis ótútlegar beinagrindur í
kös gleymskunnar.
Sú er ætlun útgefanda, að eyðublöðin
vinstra megin geymi orðknappar og ein-
faldar upplýsingar um veiðivatnið, veður,
agn og veiðifang. Ostrikuðu síðunum
hægra megin er ætlað að varðveita ljós-
myndir, teikningar og ýmsar athugasemdir
til frekari glöggvunar, að ekki sé minnst á
eina og eina bögu, sem kynni að falla til í
veiðiferðinni.“
Bókina prýða teikningar eftir Kolbein
Grímsson.
Veiðibókin er til sölu hjá útgefanda, í
sportvöruverzlunum og áskrifstofu SVFR.
Sportveiðiblaðið
Sportveiðiblaðið, 1. tbl., 3. árg., kom út í
júní. Blaðið hóf göngu sína 1982, og kom
þá út eitt tölublað, og 1983 kom annað
hefti.
Blaðið fjallar um lax-, silungs- og skot-
veiði.
Ritstjóri er Gunnar Bender, útgefandi
Sportveiðiblaðið.
24
VEIÐIMAÐURINN