Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 28

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 28
„ . . . laxinn rennir sér . . . út í strenginn og fram á breiðuna“ (íjósm. Þ.I.). Þetta er átakalítið og þægilegt, við- ráðanlegt vatn, logn, og létt agnið dansar í straumnum. Ein örsmá sakka. Sem ég nú stend þarna á hellunni, hver hálf er upp úr vatninu, verð ég eins og var við einhverja hreyfíngu við fætur mér, og er ég lít niður sé ég, mér til undr- unar, að út undan steininum, rétt undir vatnsborðinu, stendur myndarlegur sporð- ur. Eg trúi varla mínum eigin augum, en þó er ekki um að villast, ég stend ofan á laxi, og í þokkabót á hálflausu og veltandi hellubroti. Stærð sporðsins bendir til þess, að þessi fískur sé stærri en þeir aðrir, sem ég hef séð í ánni í dag, eða eru skráðir í veiði- bókina, en yfirleitt er Tunguárlaxinn frekar smár. Til að forða sér úr skjannabirtu sólar- Ijóssins, sem gerir nær hverja steinvölu í ánni sýnilega, hefur hinn stolti konungur straumvatnsins falið sig í þessum skugg- sæla stað. Augnablik dettur mér í hug, að ekki sé rétt að egna fyrir fiskinn við þessar að- stæður, staða hans sé svo slæm, já aumkun- arverð, að ekki sé á bætandi, en veiðihugur- inn ýtir öllum slíkum hugsunum til hliðar á svipstundu. Eg er að hugsa um að laumast í land, en hætti við og ákveð að renna fyrir fískinn úr þessari óvenjulegu stöðu. Eg dreg inn og kasta síðan stutt upp í straum. Stuttu stönginni minni held ég nær beint á móti straumi, toppurinn er aðeins nokkrar tommur yfir vatnsborðihu, og ég læt maðkinn berast ofan að hellunni og undir brúnina á henni. Ég reyni að áætla, hvar hausinn á fiskinum er beint undir iljum mér. Það liggur við, að ég finni fyrir honum. Ég stari eins og dáleiddur á sporð- inn tifa fram undan steininum, það er eins og ég sé töfraður á þessu óvanalega augna- bliki. Ég sé sporðinn slá hraustlega og fískur- inn eins og snýr upp á sig, einn kröftugur rykkur í línuna og hann er á. Sá hefur ekki aldeilis ætlað að leyfa neinum öðrum afnot af þessum ágæta felu- stað sínum. Laxinn rennir sér strax út undan hell- unni, út í strenginn og fram á breiðuna. Ég fylgi hratt ofan bakkann. Strákarnir dansa stríðsdans af æsingi og Þura mundar myndavélina, nú skal skjalfesta hetjudáð húsbóndans. Þessi breiða er nú lítið meira en nafnið eitt, því að upp úr henni stendur mikið af grjóti, svo mikið, að það er tæpast hægt að segja, að botninn sé neðanvatns nema höppum og glöppum. Eins og margir hafa fengið að reyna getur verið mjög erfitt að eiga við fjörugan 26 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.