Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 30

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Side 30
Frá kastmótum r- A veiðum Nýtt tímarit um veiðiskap hefur hafið göngu sína, og kom fyrsta tölublað út í júlí. Tímaritið ber nafnið „A veiðum“ og er gefíð út af Frjálsu framtaki h/f í sam- vinnu við tvö áhugamannafélög um veiði- skap, Ármenn og Skotveiðifélag Reykja- víkur. Ritstjóri tímaritsins er Olafur Jóhanns- son, sem m.a. ritaði um stangveiði í Morg- unblaðið um nokkurra ára skeið. „A veiðum“ mun fjalla almennt um veiðiskap, bæði stangveiði og skotveiði, og er áformað, að blaðið komi út tvisvar til þrisvar á ári. Kastmót SVFR var haldið í Laugardaln- um 27. maí s.l. Keppt var í fimmgreinum. Veður var sæmilegt, sunnankaldi og skýj- að, hiti um 14 stig. Gísli J. Helgason sigraði í þrem grein- um, einhendis flugukasti (50,36 m), lengd- arkasti með spinnhjóli og 7,5 g lóði (58,18 m) og lengdarkasti með rúlluhjóli og 18 g lóði (67,44 m). Þórarinn Olafsson sigraði í flugukasti tvíhendis (58,70 m) og Gísli R. Guðmunds- son í lengdarkasti með spinnhjóli og 18 g lóði (95,25 m). Islandsmótið í stangarköstum var hald- ið á vegum Kastklúbbs Reykjavíkur í Laugardalnum 15. og 16. júní s.l. Var keppt í fluguköstum fyrri daginn, í hægum andvara, skýjuðu og 10 stiga hita, en síðari daginn var-keppt í lengdarköstum með lóði og hittiköstum, í 12 stiga hita og þoku- sudda framan af. Keppt var í sjö greinum. Astvaldur Jónsson sigraði í íjórum greinum, einhendis flugukasti (49,62 m), tvíhendis flugukasti (61,90 m), lengdar- kasti með spinnhjóli, lóð 7,5 g (63,32 m) og lóð 18 g (94,03 m). Gísli J. Helgason sigraði í lengdarkasti með rúlluhjóli og 18 g lóði (73,86 m) og Gísli R. Guðmundsson í hittikasti með rúlluhjóli og 18 g lóði (20 stig). I hittikasti með spinnhjóli og 7,5 g lóði urðu þeir Björgvin Jónsson og Astvaldur Jónsson jafnir, hlutu báðir 10 stig, en Björgvin var dæmdur sigur með hlutkesti. Islandsmeistari í stangarköstum 1984er Astvaldur Jónsson, sem haldið hefur titlinum undanfarin ár. Frá Kennslu- og kastnefnd SVFR. 28 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.