Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 30

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 30
Frá kastmótum r- A veiðum Nýtt tímarit um veiðiskap hefur hafið göngu sína, og kom fyrsta tölublað út í júlí. Tímaritið ber nafnið „A veiðum“ og er gefíð út af Frjálsu framtaki h/f í sam- vinnu við tvö áhugamannafélög um veiði- skap, Ármenn og Skotveiðifélag Reykja- víkur. Ritstjóri tímaritsins er Olafur Jóhanns- son, sem m.a. ritaði um stangveiði í Morg- unblaðið um nokkurra ára skeið. „A veiðum“ mun fjalla almennt um veiðiskap, bæði stangveiði og skotveiði, og er áformað, að blaðið komi út tvisvar til þrisvar á ári. Kastmót SVFR var haldið í Laugardaln- um 27. maí s.l. Keppt var í fimmgreinum. Veður var sæmilegt, sunnankaldi og skýj- að, hiti um 14 stig. Gísli J. Helgason sigraði í þrem grein- um, einhendis flugukasti (50,36 m), lengd- arkasti með spinnhjóli og 7,5 g lóði (58,18 m) og lengdarkasti með rúlluhjóli og 18 g lóði (67,44 m). Þórarinn Olafsson sigraði í flugukasti tvíhendis (58,70 m) og Gísli R. Guðmunds- son í lengdarkasti með spinnhjóli og 18 g lóði (95,25 m). Islandsmótið í stangarköstum var hald- ið á vegum Kastklúbbs Reykjavíkur í Laugardalnum 15. og 16. júní s.l. Var keppt í fluguköstum fyrri daginn, í hægum andvara, skýjuðu og 10 stiga hita, en síðari daginn var-keppt í lengdarköstum með lóði og hittiköstum, í 12 stiga hita og þoku- sudda framan af. Keppt var í sjö greinum. Astvaldur Jónsson sigraði í íjórum greinum, einhendis flugukasti (49,62 m), tvíhendis flugukasti (61,90 m), lengdar- kasti með spinnhjóli, lóð 7,5 g (63,32 m) og lóð 18 g (94,03 m). Gísli J. Helgason sigraði í lengdarkasti með rúlluhjóli og 18 g lóði (73,86 m) og Gísli R. Guðmundsson í hittikasti með rúlluhjóli og 18 g lóði (20 stig). I hittikasti með spinnhjóli og 7,5 g lóði urðu þeir Björgvin Jónsson og Astvaldur Jónsson jafnir, hlutu báðir 10 stig, en Björgvin var dæmdur sigur með hlutkesti. Islandsmeistari í stangarköstum 1984er Astvaldur Jónsson, sem haldið hefur titlinum undanfarin ár. Frá Kennslu- og kastnefnd SVFR. 28 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.