Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 31
Uppáhalds-
flugan mín
Að þessu sinni er það hinn snjalli fluguveiðimaður Haraldur Stefánsson,
sem segir okkur frá uppáhaldsflugunni sinni. Á öðrum stað í blaðinu fræðir
Haraldur okkur um flugukort veiðifélaga síns, Joseph P. Hubert, sem er heims-
kunnur laxveiðimaður og mikill fræðimaður um margt, er viðkemur laxinum.
Haraldur Stefánsson
Black sheep
Það er gaman að lesa greinarnar í Veiði-
manninum um uppáhaldsflugur veiði-
manna. Þær eru margar, uppáhaldsflug-
urnar, sumar vegna þess að þær fiska vel,
og kannski fleiri vegna sérstakra augna-
blika í lífi manna og veiðifélaga.
Eg er ekki gamall að árum sem flugu-
veiðimaður á lax, byrjaði ekki að ráði á
þessu fyrr en 1972, en fram að þeim tíma
hafði ég veitt mikið af silungi á flugu, og
lax á maðk.
I júlí 1972 lenti ég fyrir tilviljun sem
aðstoðarmaður fluguveiðimanna um tíma
í Norðurá. Þetta voru útlendir veiðimenn,
sem voru við þetta af sportmennsku,
þannig að þeir gáfu sér tíma til að reyna
fluguna vel og lengi, en voru ekki með
hugann við kostnað og sem mesta veiði,
eins og við flest höfum vanist við laxveiðar,
vegna of dýrra leyfa.
Upp úr þessum tíma við Norðurá fór
að gerast ævintýri í mínu veiðilífi.
Haraldur Stefánsson með fallega morgunveiði úr
Hítará á Black sheep.
Þannig var, að Stangaveiðifélagið hafði
fengið Grímsá á leigu, og stóð til að byggja
þar veiðihús, en það var gert með fjár-
magni, sem að mestu var fengið með fyrir-
framsölu á veiðileyfum til útlendra veiði-
VEIÐIMAÐURINN
29