Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 39

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 39
Staðareldi gefur meiri möguleika til rannsókna við merkingar, hegðun, fóðrun, sleppingar og endurkomu en nokkur önnur aðstaða. Sé talning á endurkomu með í myndinni, verður ekki komist lengra, nema með því að loka lífshringrás laxins með sjávareldi samhliða. Staðareldi gefur mikla möguleika við ár og vatnasvæði, sem af einhverjum ástæðum geta ekki alið eða fætt lax, og má fullyrða, að næstum allar ár geta orðið að góðum stangveiðiám. Staðareldi stuðlar að jafnari laxagengd og þess vegna meiri og jafnari stangveiði yfir allt veiðitímabilið. Staðareldi samhliða sjávareldi býður upp á þann möguleika að flytja gönguseiði beint í sjávareldi og flytja svo laxinn aftur úr sjávareldinu í ána sem veiðilax. En sjávareldi ásamt staðareldi framieiðir mun fleiri laxa en þarf til að sleppa í ána aftur til að hressa upp á e.t.v. lélega veiði, svo að arðsemi getur orðið mjög góð. Þessi sleppi- lax væri ef til vill ekki skemmtilegur á færi, en hann tæki agn eflaust vel, og þjálfa mætti hann í kistum í árósum. Dæmi um arðsemi, þar sem staðareldi og sjávareldi er rekið saman: I staðareldi eru 70 þúsund kviðpokaseiði, sem gera 53 þúsund gönguseiði eftir afföll. 15 þúsund gönguseiðum er sleppt í ána og 38 þúsund gönguseiði flutt í sjávareldi. 34 þúsurid laxar koma frá sjávareldinu, þar af eru 4 þúsund (?) fluttir í ána aftur til veiða. 30 þúsund laxar (30.000x3 = 90.000 kg) eru til ráðstöfunar, slátrunar. Menn geta haft afföllin önnur og sett inn krónur, en ég tel þetta nálægt sanni. Sala göngu- seiðanna einna úr staðareldi gerir meira en að borga reksturinn, og sjávareldið samhliða skilar margföldum reksturs- kostnaði. Hagkvæmustu aðstæður fyrir staðareldi eru á vatnasvæðum, þar sem melar eru milli gróinna landa. Sumstaðar skipta ár sér í trausta farvegi, lænur ganga út frá aðalvatnsfarvegi, og er þá oft hægt að nýta slíkt. Dæmi um staðsetningu staðareldis við nokkrar ár: í Norðurá fyrir neðan Krók, í Vatnsdalsá í Forsæludal, í Víðidalsá fyrir ofan ármót, í Þverá í Borgarfirði við og fyrir neðan Gljúfrið, í Laxá í Kjós á melun- um fyrir neðan Þórufoss, í Miðfjarðará fyrir ofan veiðihúsið Laxahvamm. Staðarval er mjög mikið atriði, fyrst og fremst vegna (upp)eldis og endurkomu fisksins, og einnig vegna þess að tryggja þarf við uppbyggingu stöðvarinnar, að yfirborðsvatn og flóð raski ekki eldinu og valdi tjóni. Sum veiðifélög hafa klak- og eldisað- stöðu í stórum klak-, eldis- og „rœktunar- stöðvum“. Þau koma með frjóvguð hrogn og ef til vill fisk til kreistingar, eða þau kaupa seiði á öllum aldri til sleppingar. Arangurinn í endurheimtum er yfirleitt lélegur og verri eftir því sem seiðin eru eldri, þegar þeim er sleppt, sbr. það sem áður er sagt. Þessar stóru stöðvar geta aldrei sinnt hlutverki sínu sem skyldi, þar sem þær eru rangt staðsettar. Þær geta með góðu móti sinnt eldi einvörðungu, þ.e. fóðrun og rannsóknum henni tengdri. Seiðin, sem þessar stöðvar framleiða, er ágæt söluvara til áframhaldandi eldis (sjávareldis), en vafasöm vara til sleppingar, upp á endur- heimtur. Ein, aðeins ein, ríkisrekin laxeldistöð hérlendis, rétt staðsett, sem byggði eldi sitt á staðareldi, mundi ekki aðeins skila tug- milljónum í tekjur af beinu eldi, heldur mundi þessi stöð verða rannsóknarstöð á lífshlaupi Atlantshafslaxins fyrir allan heiminn. Eg leyfi mér að benda aftur á Miðfjarð- VEIÐIMAÐURINN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.