Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 40
arársvæðið. Við Miðfjörðinn, og fyrir utan,
er og verður um ókomna tíð ómengaður
sjór. Jarðrask, á móts við það, sem er að
eiga sér stað á Blöndusvæðinu, er ekki í
sjónmáli næstu mannsaldra, og verður því
vatnið í ánum óspillt. Vatnsmagnið, í
hverri á fyrir sig og öllum saman, er sér-
staklega hentugt til hverskonar rannsókna,
með tilliti til talningar, hegðunar, endur-
heimtu o.fl. o.fl. Þessi stöð mundi því vera
fær um að miðla vísindum sínum til
annarra stöðva, sem byggðar eru á staðar-
eldi.
Ég tel nauðsynlegt, að staðareldi sé sett
upp við öll veiðisvæði og víðar, ef áhugi
er fyrir því að koma upp nýjum veiðisvæð-
um eða að skerpa á lélegum.
Uppbygging og hönnun staðareldis
Staðarval er mjög áríðandi eins og
áður er sagt. Best er að eldið sé sem efst í
ánum, svo að gönguseiðin eigi sem lengst-
an farveg til sjávar, það stuðlar að sterkari
einstaklingum, meiri dreifmgu og þar með
betri endurheimtum (sjá síðar).
Séu staðhættir ekki þannig, að þeir
verji stöðina fyrir ís, flóðum og yfírborðs-
vatni, verður að byrja á að gera viðeigandi
ráðstafanir í jarðvinnslu. Tel ég ekki þörf
á að skýra þetta nánar að sinni.
Þar sem ekki eru stundaðar viðamiklar
rannsóknir, nægir ca 30-40 m2 hús, til að
rúma bakka fyrir klak og kviðpokaseiði,
föður, áhöld og tæki, snyrtingu, kaffistofu
og skýrslugerð.
Sé aðstaða til að ná jarðvarma eða
annarri ódýrri orku, verður að gera ráð
fyrir því í húsi. Sé jarðvarmi eða hitaorka
til staðar, skal hún notuð óbeint, ekki
blandast árvatninu (sjá síðar).
Vatnið til stöðvarinnar er tekið úr nógu
djúpum hyl, þar sem breytingar á að-
rennsli og botnefnum eru sem minnstar.
Vatnið er leitt í 12“ plaströr(um) (4 kg
þr.) svo langa vegalengd sem þurfa þykir.
Stilla skal undir inntakið, svo að það hald-
ist frá botni, ca 50 sm. A enda intaksins er
perulagað, mjög sterkt stálnet, möskvi
ca 7 sm. Rörið skal hulið möl, nema 1 m
við inntak. Alls eru rörin fimm, eða eitt pr.
ker/tjörn. Hallinn á fyrsta röri þarf ekki
að vera mikill, ca 4-5°. Frá þessu röri
rennur vatnið í steypt ker við húsgafl. Á
úttaksenda skal vera loki. Kerið er ca
3x2x1 (dýpt) eða minna.
Til miðlunar í hús, og ef jarðvarmi er
til staðar, skal setja hitaspírala í kerfið
sem þurfa þykir, og skal þá stærð kersins
og straumhraði miðast við að ná hita, 18°-
20° æskilegt. Stilliventill skal vera á hita-
spíralnum. Ur kerinu er vatn tekið í klak-
bakkana, kælt ef þörf þykir og gert súr-
efnisríkt, hitastig æskilegt 14°, mest 18°.
Frá kerinu rennur vatnið í bunu niður í
fyrstu eldistjörnina. Það er gert súrefnis-
ríkt með grind. Eldistjörnin er ca 50 sm
lægri en kerið, grafin í möl. Stærð tjarn-
arinnar er 10x4 m, 75-100 sm niður á
stokk. U-lagaður 60x40 sm steinsteyptur
stokkur liggur eftir endilangri tjörninni.
Gafl tjarnarinnar er steyptur með klauf
fyrir affallsvatnið. Loka er á gaflinum til
tæmingar. Til þessarar tjarnar liggur
annað 12“ rör með meiri halla sem nemur
hæðarmun frá hylnum, eins útbúið að
öllu leyti. Affallið fellur í bununa frá ker-
inu (stilliloki er á útfalli rörsins). Hliðar
tjarnarinnar slúta 45° út og upp frá stokkn-
um.
Eftir endilangri tjörninni milli gafla er
byggð göngu- eða vinnupallur, 60 sm
breiður, úr 2,5“ plönkum með 1 sm milli-
bili. Plankarnir hvíla á stoðum 4x4“. Þessir
vinnupallar koma í veg fyrir skrið á möl-
inni, og svo er nauðsynlegt að festa í þá
og strekkja net yfir tjörnina.
38
VEIÐIMAÐURINN