Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 45

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 45
var að gerast, og kallaði upp yfir mig eins og óður maður: „Með hann á.“ Þröstur hafði verið að veiða ofar við Bergsnösina og kom nú hlaupandi til mín með háfínn í annarri hendinni. Leiðbein- ingarnar komu ósjálfrátt: „Haltu stöng- inni hærra. Vertu tilbúinn að gefa eftir. Tilbúinn að lækka stöngina, ef laxinn stekkur,“ o.s.frv. Laxinn synti rólega um hylinn og réð alveg ferðinni. Hann stökk aldrei, heldur lá þungt í. Ekki höfðum við mestar áhyggjur af því, heldur hinu, að ég neyddist til að gefa eftir með höndunum, því þreytarinn var fastur, eins og ég gat um áður. Þetta gekk nú samt allt ágætlega. Eftir tíu mínútur vorum við farnir að búast við, að við gætum farið að huga að lönduninni. En laxinn var ekki aldeilis á sama máli. Þegar ég reyndi að draga hann að landi, tók hann á rás niður ána. Við vorum algerlega óviðbúnir þessu, svo við urðum að taka á sprett á eftir honum. Okkur tókst nokkurn veginn að fylgja honum eftir, án þess að hafa mikla línu úti. Erfiðleikarnir byrjuðu ekki fyrir alvöru fyrr en við komum þar, sem áin greinist í margar smákvíslar. Þær falla síðan saman undir snarbrattri hæð, sem er næstum ókleif. Þegar við komum öslandi þarna að, brá okkur heldur betur í brún, því áin snardýpkar þarna, svo vonlaust var að halda áfram. Við reyndum eins og við gátum að komast upp hæðina, en það var alveg vonlaust, hún var allt of brött. Það var bara um eitt að velja, að reyna að vaða gegnum strauminn, sem að sjálfsögðu gat verið mjög varasamt, því það var töluvert straumhart þarna. Laxinn hélt áfram á fleygiferð niður eftir á. Ég reyndi að hefta för hans eins og ég gat. Línan var næstum því öll komin út, aðeins tveir eða þrír vafningar eftir á spól- unni. Þá létum við okkur flakka út í straum- inn, því við vildum fyrir alla muni ekki missa laxinn. VF.IÐIMAÐURINN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.