Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 49

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Page 49
Guðfínna A. Þorláksdóttir Dorgarganga á Mývatni Lýsing einstöku verk- og veiðarfæra DORGIN. Venjulega var dorgin smíð- uð úr hrútshorni. Hornið var sagað niður í lengju og soðið í vatni til þess að hægt væri að beygja það í þá lögun sem dorginni var ætlað að vera. En það var í líkingu við s-laga beygju. Sumir tálguðu tréhnúð og festu á þann enda dorgarinnar sem haldið var um. Dorgartaumurinn var gerður úr segl- garni sem snúið hafði verið upp á með halasnældu. Notaður var það langur segl- garnsspotti að hægt væri að leggja hann tvöfaldan og snúið svo upp á hann aftur, þannig myndaðist góður styrkleiki. Taum- urinn var því næst undinn á sérstakan hátt um miðja dorgina á þar til gerð hök. Ongullinn sem var um það bil helmingi grennri og minni en venjulegur fiskiöngull var festur með kappmellu á dorgartauminn. Um það bil þremur sm ofan við öngul- inn kom sakkan, sem var lítill blýsívaln- ingur með gati í gegnum að endilöngu. Var taumurinn dreginn þar í gegnum. Hnútur var settur rétt fyrir ofan og neðan sökkuna svo hún rynni ekki til á færinu. ÍSABRODDURINN. ísabroddurinn var notaður til þess að vaka vök. En svo var það kallað er menn gerðu gat á ísinn til Guðfinna A. Þorláksdóttir að dorga niður um. Hann var samansettur, annars vegar af broddjárni um það bil 60 sm löngu og hins vegar af tréstöng nálægt 70 sm langri. Tréstöngin var gild í neðri endann og var sá hluti nefndur digra- stöng. Annar endi broddjárnsins var rekinn þar upp í en hinn endi þess hafður mjög oddhvass til þess að hann gengi sem best í ísinn. Járnhólkur var settur utan yfir tréstöngina neðst til frekari festingar broddjárninu. Efri endi tréstangarinnar var hafður mikið grennri og var sá hluti nefndur mjóastöng. Hnúður var á enda stangarinnar og stuðlaði hvort tveggja að því að þægilegt var að halda þar um þegar vökuð var vök á ísinn. VEIÐIMAÐURINN 47

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.