Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 51
nartaði hann ef til vill aðeins í hana, en þó
svo mikið að dorgveiðimaðurinn fann það,
þá var það kallað að verða var. Aftur á
móti ef silungurinn beit á öngulinn, en
það tæpt að hann losnaði af í viðbragðinu
sem veiðimaðurinn tók, þá var það kallað
að reyta brönduna.
í þriðja lagi gat silungurinn losnað á
miðri leið eða jafnvel alveg upp við ísinn,
og var það kallað að missa brönduna. Var
þó fremur óalgengt að slíkt kæmi fyrir vana
veiðimenn því þeir kunnu hin réttu hand-
tök. En þau voru:
1. Að bregða við bröndunni svo að
öngullinn festist vel í henni.
2. Að draga hana með hægum, jöfnum
handtökum upp að ísnum, en þar
þurfti að sýna sérstaka aðgæslu og
lagni við að koma henni upp í vök-
ina. Ef hún rakst upp í ísinn gat
öngullinn slitnað úr henni.
En ef allt gekk nú að óskum og veiði-
maðurinn náði að draga silunginn upp á
ísinn, var hann drepinn með því að háls-
brjóta hann og settur í skrínuna. Var nú
einum maðki bætt við á öngulinn og færinu
rennt niður á ný.
Tceki silungurinn mjög ört var það
kallað að lenda í mikilli tekju. En oft var
hann tregur að taka og þurftu menn stund-
um að vaka margar vakir áður en þeim
tókst að losa, en svo var það kallað er menn
höfðu náð fyrstu bröndunni.
En ef svo illa tókst til að engin branda
fékkst yfir daginn var það kallað að koma
heim með öngulinn fastan í rassinum.
Mjög var það misjafnt hve mikið menn
veiddu og stundum fengu menn jafnvel
enga bröndu. En þegar best gaf, gátu menn
fengið allt upp í 200 bröndur yfir daginn.
Einnig gat það verið mjög misjafnt hve
vel veiddist í vökunum. Kom það fyrir að
vel veiddist í einni vök en svo fengu menn
kannski enga bröndu í vökunum í kring.
Ef einhverjum fannst tekjan ekki nógu
mikil í vök sinni, fór hann á annan stað og
vakaði nýja vök. Nú máttu aðrir dorga í
vökinni sem yfirgefin hafði verið, nema
ef branda hafði verið skilin eftir við vakar-
barminn. En dauð branda hjá vök merkti
að eigandi vakarinnar ætlaði sér að koma
aftur og veiða þar. Af þeim sökum máttu
ekki aðrir eigna sér vökina og veiða í henni,
var þetta regla sem allir virtu.
Mikil eftirvænting og tilhlökkun ríkti
meðal unglinga og fullorðinna í sambandi
við dorgargönguna. Sú tilfinning sem
menn fundu fyrir þegar silungurinn beit á
var nokkuð sem aldrei gleymdist.
En erfítt gat það verið og ekki höfðu
menn alltaf erindi sem erfiði. Það var
ekkert sældarbrauð að ganga í illri færð
frá morgni til kvölds og reyna ýmist í þess-
um staðnum eða hinum. Vaka margar
vakir upp að digrustöng eins og það var
kallað, og koma svo heim að kvöldi, út-
þvættur og uppgefínn með öngulinn fastan
í rassinum.
Einnig gat verið mjög kalsamt að sitja
við dorgveiði allan daginn í stormi og
stundum hörkufrosti svo erfítt var að
halda vökinni opinni. Ekki voru menn
alltaf skjóllega klæddir en þraukuðu þó
meðan nokkur veiðivon var, því oft var
lítið um matbjörg heima fyrir.
Lýsir eftirfarandi vísa vel þrautseigju
manna í þessum efnum:
Norðanhríðar hraglandinn
herðir gríðartökin
við skulum stríða maður minn
meðan þýð er vökin.
Sigurður Jóhannesson.
Lýsing á beitunni
Maðkurinn sem notaður var til beitu
VEIÐIMAÐURINN
49