Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 52

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Síða 52
og var kallaður hvítmaðkur, er púpa fiski- flugunnar. Til þess að hafa beitu til vetrar- ins þurftu menn að hafa fyrirhyggju við öflun hennar. Leggja þurfti í maðkaveitu eins og það var kallað. En það var gert með þeim hætti að silungsslógi og öðrum úr- gangi var safnað saman um sumarið í grunna gryfju og látið maðka þar. Mikil- vægt var að maðkurinn hefði þar nóg æti til þess að hann yrði sem feitastur. Er leið að hausti skreið maðkurinn út í moldina í kringum maðkaveituna. Þangað var hann svo sóttur jafnóðum og menn hugðust nota hann. En það var gert með þeim hætti að höggnir voru upp hnausar og maðkur- inn tíndur þar úr. Helstu dorgveiðistaðir á Mývatni 1. Fram af Strandarvog. 2. ViðNetlagstásemerframafHöfða. 3. A Leiru sem er vestur af Kálfa- strönd. 4. Við Væteyri sem er suðaustur af Mikley. 5. Við Réttarbjarg vestur úr Mikley syðst. 6. Kringum Dritey sem er norður af Skútustaðagígunum. 7. I Hrúteyjarsundi milli Hrúteyjar og Mikleyjar. 8. I Bekraflóa skammt austur af Haga- nesi. 9. A Skítakrók sem er skammt norðan við Haganes. 10. Við Haganes-Hamra. 11. A Alum, mikið veiðisvæði, þar á meðal við Stekkjarnes og vestur af Þorbjargarhólma og suðvestur af bænum Vindbelg. 12. Við Höfðagrunn sem er suðaustur af Belgjarhöfða. 13. Við Langanestá. 14. A Gígarpolli, þar er vatnið dýpra en víðast annars staðar. Þar var eftirsóttur veiðistaður vegna þess að þar veiddust oft mjög stórir silungar. 15. A Ytriflóa var einnig nokkur dorg- veiði stunduð, einkum framan af vetri. En vegna heitra uppspretta við austurbakka flóans, leysti ísa þar oft mjög snemma og tók þar með fyrir frekari veiðar. 16. A Hraunvog. Stundum myndaðist rifa í ísinn, oft milli lands og eyja. Var hún jafnvel mörg hundruð metra löng og gat verið allt að 20-30 sm breið, og opin niður úr ísnum. Sat þá oft fjöldi manna við rifuna með stuttu millibili, jafnvel aðeins eins til tveggja metra, kallaðist þetta að renna í rifuna. Rifan reyndist stundum fengsæll veiðistaður þó að enga bröndu væri að fá utan hennar. í raun og veru má segja að bröndur hafi fengist á dorg um allt vatnið. Eftir að ísa tók að leysa á vorin fylgdu menn ísskör- inni. Stundum voru menn í bátum, eink- um ef ísinn var ótraustur, festu þeir þá bátinn við ísskörina og dorguðu úr honum. Var þetta kallað að veiða í skörum. Helstu breytingar sem orðið hafa í sambandi við dorgveiðina frá upphafl og fram á þennan dag Fyrir 1850 var lítil sem engin dorgveiði stunduð í Mývatnssveit í líkingu við það er síðar varð. Þá voru það helst eldri menn sem stunduðu dorgveiði, alls ekki ungl- ingar. Veiðiaðferðin var þá mjög lík því sem nú er, en dorgin var þó miklu óveiðn- arði heldur en seinna varð, og var það einkum vegna öngulsins. Önglarnir sem notaðir voru á fyrri hluta 19. aldar voru allir heimasmíðaðir, mjög stórir og leggur- inn afar gildur. En um 1850 fóru menn að 50 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.