Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Blaðsíða 55
Þegar Þorsteinn er horfinn fyrir hólmann
flaug mér strax í hug að staldra við því
mér riði ekkert á vestur, þegar lítið væri
um tekju og svo er það svona, að þegar ég
veit af einum manni á leið um vatnið, sem
getur reynst ótryggt, vil ég sjá sem lengst
til hans. Ég réð því af að setjast þarna og
bíða þangað til ég sæi Þorstein ganga heim
túnið, utan frá landtökustaðnum, sem ég
auðvitað sá ekki fyrir hólmanum, sem
skyggði á milli. Ég sest því þarna og hef
gætur á hvort ég sjái Þorstein ekki koma
undan hólmanum og ganga heim. Hve
lengi þetta hefur verið veit ég ekki, en mig
fór að lengja og gerast órór. Datt samt í
hug, að hann gæti eitthvað hafa tafist út
með landinu, annað hvort að taka neta-
staura, eða þá að hann hefði rennt þar dorg.
Seinast varð ég samt svo órór, að ég fór
upp í hólmann til þess að svipast eftir
honum.
„Og guð minn góður, engan mann að
sjá“, en mér fannst ég eygja eins og fugl í
eyðunni upp við landið og var þá hinn
óljósi grunur minn að verða að veruleika.
Skjálfandi af ótta, að svo væri, hraðaði ég
mér sem ég gat til að ganga úr skugga um
það, í áttina til eyðunnar, og var ekki kom-
inn nema stuttan spöl, þegar ég sá hvers-
kyns var, að Þorsteinn hafði dottið þarna
í vatnið og barðist þarna með síðustu
kröftum. Ekkert mannlegt eyra hafði heyrt
til hans neyðarópin, því ofsa sunnan veður
var á - nema Sigurgeir sonur hans, sem
stóð hjá fé uppi í Dimmuborgum. Lokaður
bærinn heima á Strönd. Ég heyrði heldur
ekki neitt til hans fyrr en ég átti fáa faðma
til hans og var röddin þá líka að dvína,
eða þrotin. Hann flaut þarna við skörina
skelþunna með höfuðið uppi og hendurnar
tylltar á hinn veika ís, sem gekk í öldum
eins og vatnið. Út lagði ég í guðs nafni, en
reyndi að hafa þá varúð og stillingu sem
mest ég gat. Fór strax úr kápunni, sem
var fremur stutt sem hjálpartaug á milli
okkar, og veðrið gerði mér líka erfitt að
slöngva henni til hans þar sem hún fauk
aftur í fangið á mér, en samt eftir nokkrar
atrennur er hún var orðin blaut gat ég
komið henni svo hann náði í hana með
höndunum, en það stoðaði lítið því hann
missti strax af takinu, fyrir loppu og mátt-
leysi og svo hafði hann vettlinga á höndun-
um. Þetta gekk, að mér fannst, langa stund,
að hann náði í hempuna, en missti jafn-
harðan af aftur. Nú var ég staddur í þeirri
mestu dauðansraun, sem ég hefi reynt um
dagana, því ég sá að hér var um beggja
okkar líf að ræða. Isinn, sem enn lafði
uppi með mig var að bresta og ég sá hina
votu gröf okkar beggja. Þá, guði sé lof, datt
mér það á augnablikinu í hug að segja
honum að bíta af sér vettlingana, sinn í
hvort sinn og reyna að koma hempunni
upp í sig með hendinni. Þetta gerðist á
svipstund og hann náði taki með tönn-
unum fremst í ermina á kápunni, en er ég
fór að taka í bilaði enn þetta tak, því stykkið
sem hann beit í fór úr erminni, og þá hélt
ég úti um allt. En þá gat ég komið hemp-
unni til hans og hann bitið í á öðrum stað.
Bað ég hann nú enn og aftur, og í guðs
bænum, að reyna að halda sem fastast
þessu taki með tönnunum, en reyna með
höndunum að brjóta þá örþunnu skán,
sem var á milli okkar, og nú fyrst færðist
ég einu feti fjær gröf og dauða með okkur
báða, því ég færðist fyrsta fetið til baka
upp að haldbetri ís. Og svona mjakaðist ég
með hann nokkur fet, að hann braut ófær-
una framan af, en ég færðist með hann
þar til að brjóstið á honum kom upp og
fékk hald á skörinni, og þá um leið, af því
að hann var kominn í vik, sem við vorum
búnir að brjóta, kom hann öðrum fætinum
til stuðnings út á annan vakarbarminn
VEIÐIMAÐURINN
53