Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 56

Veiðimaðurinn - 01.08.1984, Qupperneq 56
og með því var stríðið unnið og ég gat dregið hann út á ísinn og lofaði guð af heilum huga fyrir náð hans og miskunn- semi á þessari neyðarstund.“i Þess má geta að Stefán þessi bar gæfu til þess að bjarga svo mörgum mönnum úr lífsháska að einstakt þótti. Gildi dorgveiða fyrir lífsafkomu fólks Dorgargangan var helst stunduð seinni- part vetrar og á vorin er ísa tók að leysa af vatninu. Þá var líka þörfin brýnust á að draga björg í bú því að á mörgum heimil- um var þá orðið matarlítið og lá við bjarg- arskorti. I hörðum árum hefur silungurinn oft bjargað fólki frá hungurdauða og mörg voru dæmi þess í hallæri að menn komu úr nágrannasveitunum til að sækja sér lífs- björg á bæina við vatnið. Aðkomumönnum var fúslega leyft að veiða á vatninu og oft þurfti jafnvel að lána þeim öll áhöld til veiðanna. Ekki var heldur talið eftir að veita þeim mat og húsaskjól meðan þeir dvöldu oft lang- tímum saman við veiðiskapinn. Komu þeir gjarnan í hópum og skiptu sér þá niður á bæina kringum vatnið. Þótti þetta sjálf- sögð greiðasemi við náungann. En þó að dorgveiðin hafí oft orðið fólki til bjargar, hefur hún líklega aldrei bjargað eins mörgum frá að svelta heilu hungri eins og Fellisveturinn árið 1859. „Þá var margur maður svangur og margur maðurinn mettaður af Mývatns- silung. Og þá kom margur maðurinn hér úr sveit og næstu sveitum til að fá sér málsverð bæði veiddan af sjálfum sér og beinar matargjafir frá vatnsbæjarmönnum. Þá var ekki að lögum spurt frekar en í Móðuharðindum eða Svartadauða, því um lífíð var að tefla.“1 2 1 Samkvæmt afriti af bréfi Stefáns Stefánssonar til Guðbjargar systur sinnar. 2 Úr málskjölum Páls S. Pálssonar bls. 47. „Þá lærði margur maðurinn að renna dorg í Mývatn, sem aldrei hafði áður stundað þá iðn. Þá komu þeir í hópum úr Bárðardal, Reykjadal, Laxárdal og Reykja- hverfi til aflafanga.“2 Dorgargangan hefur án efa verið snar þáttur í lífi fólks þessa. Og veitt því öryggis- kennd í mjög erfiðri lífsbaráttu á umliðn- um harðindaárum. Félagslegt gildi dorgargöngu Vanalega hófst dorgargangan ekki fyrr en á útmánuðum, en var þá líka stund- uð af kappi ef eitthvað veiddist. Strax að loknum morgunverkum héldu menn út á ísinn, oftast gangandi en stundum á skautum. Heim komu menn svo ekki fyrr en undir myrkur. Segja má að þegar dorgargangan hófst á ári hverju, hafi orðið þáttaskil í lífi manna. Þá hurfu menn frá einangrun og fábreyti- leika til fjölmennis og oft fjörugra sam- ræðna. Menn ræddu meðal annars áhuga- mál sín og munu þær umræður jafnvel hafa orðið kveikjan að hinum ýmsu félags- og framfaramálum. Algengt var að menn miðluðu fátækum af veiði sinni, oft í formi samskota. Hjálp þessi var ekki bundin við það hvort þiggj- andinn var úr þessum hreppi eða næstu hreppum. Iþróttir efldust nokkuð vegna dorgar- göngunnar. Svo sem skautaíþróttin og glíman. Skautarnir voru ágætt samgöngu- tæki þegar ísinn var sléttur. Notuðu dorg- veiðimenn sér það óspart því oft var langar leiðir að fara. Glíman er sú íþrótt sem vinsælust var meðal dorgveiðimanna. Kom þar tvennt til, annars vegar þörfin fyrir að hlýja sér og liðka stirða limi eftir langa setu, hins vegar vegna glímunnar sjálfrar sem íþrótt- ar, því hún átti mjög almennum vinsæld- 54 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.