Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 2
LEIKHÚSMÁL
Leiðari
Hér í blaðinu er birt lokayfirlýsing heimsráðstefnu sem haldin var í París í sumar á veg-
um Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), franska menningar-
málaráðuneytisins og Getty Conservation fnstitute. Þar er að finna margar þarfar
áréttingar og áminningar ekki einungis til stjórnmálamanna og annarra opinberra stjórn-
enda, heldur gefur þessi yfirlýsing holl ráð til listamanna um skyldur þeirra og rétt.
fslendingar hafa löngum haft fornritin bak við eyrað þegar rætt er um menningararf. Það
er varla fyrr en á síðustu áratugum, þ.e. undir lok aldarinnar, að menn eru farnir að meta að
verðleikum þau stórkostlegu menningarverðmæti sem skapast hafa á þessari öld, svo sem
verk Halldórs Laxness. Listgreinar sem naumast þekktust fýrr hér á landi hafa blómstrað og
skilið eftir ómetanlegan auð. Það er eitt mikilvægasta hagsmunamál þessa litla samfélags að
örva þá miklu sköpunarþörf sem þar býr. Með frumlegri hugsun og sjálfstæðri sköpun held-
ur það sjálfstæði sínu og sérkennum og þar af leiðandi möguleikum á frjóum samskiptum
við umheiminn.
I upphafi þessarar lokayfirlýsingar eða tilmæla um stöðu listamanna er áréttað að listræn
sköpun er menningararfur framtíðar. Þar er einnig nefnt að með tilliti til þeirra breytinga
sem eiga sér stað og eftir því sem þjóðfélög nútímans þróast verði listræn sköpun ómissandi
þáttur í að varðveita sjálfsvitund með þjóðum og stuðla að skoðanaskiptum milli landa.
í umræddri yfirlýsingu er nokkuð rætt um rétt höfunda og listflytjenda. Hvarvetna á
byggðu bóli er verið að huga að því hvernig vernda má þennan rétt, m.a. í ljósi nýrrar miðl-
unartækni sem þróast mjög ört.
Þessi yfirlýsing var kynnt á aðlfúndi BÍL nú í haust. Þar var einnig fjallað nokkuð um
praktískt mál sem snertir höfundarrétt hér á landi. Með öðrum orðum, það var talað um
skatta. Það kann að vera að leikarar láti sér fátt um þau efni finnast. Þeir hafa ekki sömu hags-
muna að gæta og til dæmis rithöfundar, eða tónskáld. En skoðum málið:
Höfúndar og flytjendur sem skapa verðmæti í verkum sem almenningur eða einstakir
aðilar fá síðan not af, hafa hingað til ekki einungis greitt skatta af þeim launum sem þeim
hlotnast við að vinna verkið, svo sem vera ber, heldur þurfa þeir líka að greiða fullan skatt af
þeim greiðslum sem til falla vegna endurtekinna nota af þessum verkum sínum. Ef til vill
hafa listamenn ekki haff á sér nógan vara gagnvart skattheimtunni. Má ekki líta svo á að með
vinnu sinni hafi listamaðurinn skapað varanlega eign, rétt eins og fasteign? Greiðsla vegna
nota af þeirri eign eigi að fara eftir sömu reglum og not af hverju öðru fémæti sem menn
skapa sér eða eignast, fyrirtækjum, húsum, verðbréfúm eða hverju sem er. - Af arði sem
skapast af fjármagni og atvinnufyrirtækjum greiða menn 10% skatt. Af arði sem skapast af
notkun listaverka er eins og nú standa sakir greiddur skattur eins og um venjulegar launa-
tekjur væri að ræða, um 39%.
Leikarar hafa vissulega ekki nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta og til dæmis rithöfund-
ar, sem fá greiðslur fyrir útlán bóka sinna á bókasöfnum, notkun í skólum o.fl.
Eigi að síður gætu leikarar haft talsverðan hag af því að skattyfirvöld viðurkenndu það
sjónarmið sem hér er lýst. - Þetta gæti til dæmis gilt um þær greiðslur sem fólk fær fyrir end-
urtekningu á leikritum í útvarpi, eða myndum í sjónvarpi.
Leikarar ættu að taka fúllan þátt í því með öðrum aðildarfélögum Bandalags íslenskra
listamanna að fá skattyfirvöld til þess að endurskoða vinnureglur sínar hvað þetta varðar.
Jafnframt ætti þetta að minna leikara á að selja ekki allan höfundarrétt sinn fyrir mála-
myndagreiðslur, eins og raunin virðist því miður orðin varðandi kvikmyndir.
Skattheimtu af viðurkenningarfé sem listamenn fá vegna verka sinna ætti jafúframt að
skoða í nýju ljósi. Það er fráleitt að menn borgi fullan skatt af fjármunum sem þeir fá í viður-
kenningarskyni eða sem verðlaun fyrir verk sem þeir hafa löngu skilað af sér og þegar borgað
skatta af til samneyslunnar. Vissulega eru fyrirtæki á skuldabréfamarkaðinum, mörg hver að
minnsta kosti, mikilvægur aflgjafi í þjóðarbúskapnum. Listsköpun er það einnig.
Efnisyfirlit
Óendanleikinn í þeirri fjórðu 3
Leikhúsin velja íslenskt 4
Er leikarinn alltaf að fá ný
hlutverk? 7
Aldarafmæli Brechts 9
Internetið og leikhúsið 10
Frumvarp til leiklistarlaga
gagnrýnt 11
Nýtt launakerfi og punkta-
kerfi í Þjóðleikhúsinu 12
Leikar! Stöndum saman í
talsetningarmálum 13
Fallegt að leyfa sér
aðveraljótur 14
Munið þið ...? 21
Leikaraljóð 22
Tvö leikhússögurit 23
Listrænar reykingar (sic!) 24
Stoppleikhópurinn 25
Staðreyndir eða staðlausir
stafir? 26
Heimsráðstefna um stöðu
listamanna 28
LEIKHÚSMÁL
Otgefandi: Félag íslenskra leikara
Ritnefnd: Bergljót Arnalds leikari
og Jón Hjartarson leikari
Prentvinnsla: Prenthönnun ehf.
Forsíðumynd: Úr sýningu íslenska dans-
flokksins Útlögum: Guðmundur Helgason,
Júlía Gold, Cameron Corbett
2