Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 10

Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 10
LEIKHÚSMÁL Internetið og leikhúsið Hvað er Veraldarvefurirtn? Varla hefur verið hægt að opna blað undan- farin ár eða hlusta á ljósvakamiðlana án þess að rekast á umfjöllun eða auglýsingu um þessi undrafyrirbæri - Internetið og Verald- arvefinn. En hvað eru þessi fyrirbæri og hvað koma þau leikhúsfólki við? Er þetta kannski enn ein tískubólan sem springur innan skamms og hverfur? í upphaíi var Internetið sett upp sem óformlegt samstarf ýmissa aðila á vegum bandarískra háskóla og hersins um miðlun upplýsinga sín á milli. Upplýsingarnar voru gerðar aðgengilegar með því að vista þær á formi sem ekki gerði kröfur um notkun á neinu einu tölvukerfi. Þannig gátu starfs- menn og nemendur háskóla hvar sem var í Bandaríkjunum nálgast upplýsingar fljótt og örugglega hver með sínu tölvukerfi og unnið úr þeim hver á sínum stað. Fljótlega var farið að geyma upplýsingar á stöðluðu formi sem kallað er HTML. I fyrstu var miðað við að auðvelt væri að birta texta- skjöl og megináherslan því lögð á að skil- greina texta í meginmál og fýrirsagnir og auðvelda leit innan hans. HTML hefur þró- ast og býður nú upp á mun fleiri möguleika hvað varðar útlit og framsetningu texta og efnis. Veraldarvefurinn (World Wide Web) er skipulegt myndrænt kerfi, sem auðveldar fólki að ferðast og rata um Internetið, og það sem mest er notað. Vefvafrar (Browser) kall- ast þau farartæki sem notuð eru til að ferð- ast um. Þetta óformlega net upplýsingamiðlara nær nú um allan heim. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og jafnvel einstaklingar hafa komið sér upp miðlurum sem aðrir hafa aðgang að. í sumum tilfellum kjósa þessir aðilar að setja sjálfir upp tæki sín og tengingar, en í mörg- um tilfellum hýsa sérhæfðir þjónustuaðilar efnið fyrir viðkomandi og halda því að- gengilegu allan sólarhringinn. Skíma hf., Heimasíða FIL eins og hún mun væntanlega líta út. sem hýsir vefsvæði FÍL, er dæmi um þess konar þjónustuaðila. Þeir sem hýsa upplýs- ingar sínar hjá þjónustuaðila fá aðgang að Internetinu með því að hringja í hann. Þessu má að vissu leyti líkja við póststöðvar áður fýrr. Þangað fór fólk og sótti póst í pósthólf sín, jafnframt því að forvitnast um nýjustu fréttir sem oft bárust í hendurnar á póst- meistaranum fyrstum manna. Leikhúsfólk og Internetið Internetið getur verið ómetanlegt hjálpar- tæki fyrir leikhúslistamanninn í upplýsinga- öflun, kynningu, samskiptum og þegar fram líða stundir jafnvel nýr vettvangur fýrir sýn- ingar. Það liggur í augum uppi að upplýsinga- magnið sem aðgengilegt er á þennan máta getur verið ómetanlegt við undirbúning að uppsetningu. Ekkert hefðbundið bókasafn getur mögulega veitt jafnvíðtæka þjónustu. Hægt er að nálgast efni um nánast hvað sem er. Ennfremur er hægt með fljótlegum hætti að ná sambandi við einstaklinga og hópa, sem geta veitt frekari aðstoð. Sjálfur hef ég mest notað netið til að fylgjast með því sem er að gerast í öðrum löndum og leita mér að nýjum leikritum. Las til dæmis umsagnir um sýningar á Edinborgarhátíðinni, og hvað varðar leikritin þá hef ég þegar fengið eitt- hvað yfir 20 handrit send yfir netið. Jafn misjöfn og þau eru mörg, en hver veit, kannski sést eitthvert þeirra á íslenskum fjölum innan tíðar! Rafþósturinn (E-mail) getur einnig hjálpað mikið til þegar tveir eða fleiri vinna saman t.d. að handriti, þá er hægt að senda handritið á milli hratt og ör- ugglega. Leikhúsfólk getur ennfremur notað vefinn til kynningar - á sjálfum sér eða uppsetning- um. Netið er ef til vill ekki fýrsti staðurinn þar sem áhorfendur leita upplýsinga um sýningar nú - en það mun breytast hratt á næstu árum. Fyrirtæki og þjónustuaðilar hafa undanfarið keppst við að koma sínum vörum og þjónustu á vefvænt form. Innan tíðar verður þetta jafnsjálfsagður hlutur og Morgunblaðið „á hverju heimili". Þessi miðill hefur það þó fram yfir prentmiðlana að framleiðslu- og birtingarkostnaður er mun lægri og upplýsingar má uppfæra hratt og án mikils tilkostnaðar. Hvað varðar „sýningar“ á vefnum þá ligg- ur það kannski ekki í augum uppi hvernig framkvæmdin yrði. En eftir að hafa fylgst með þeirri öru þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár þá kýs ég að útiloka ekki neitt. Ég yrði satt að segja ekki undrandi þó ein- hver setti upp leiksýningu á morgun þar sem leikararnir eða áhorfendurnir væru staðsett- ir víðs vegar um heiminn! Þetta er reyndar ekki eins fráleitt og það hljómar. Nú nýverið rakst ég á grein þar sem lýst var einleik eftir unga ameríska leikkonu. Sýningin hafði vak- ið athygli margra háskóla þar í landi og eftir- spurnin var orðin svo mikil að hún hafði engan veginn undan. Fyrir tilstuðlan síma- fyrirtækis var gerð tilraun þar sem sýningin var send út beint til nokkurra skóla og í lok- in gátu nemendur rætt við leikkonuna. Þar með náði hún beinu sambandi við nokkur þúsund nemendur sem staðsettir voru vítt og breitt um Bandaríkin. Hvað hefur FÍL að gera á Internetið FlL gerði nýlega samning við þjónustuaðila hér á landi, Skímu hf. Samningurinn gerir félaginu kleift að byggja upp öfluga heima- síðu sem með tíð og tíma verður ekki aðeins upplýsingalind um félagið og starfsemi þess, heldur jafnframt vettvangur umræðna og kynningar á málefnum og félagsmönnum. Framhald á bls. 31 10

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.