Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 11
LEIKHÚSMÁL Frumvarp til leiklistarlaga gagnrýnt Frumvarp til nýrra leiklistarlaga hefur legið fyrir Alþingi í vetur. Það var nú á útmánuðum sent stofnunum og félög- um sem hafa leiklist á sinni könnu til um- sagnar, þar á meðal Félagi íslenskra leikara. Það virðist nokkuð einróma álit leiklistar- fólks sem um þetta frumvarp fjallaði að það sé mjög gallað, jafnvel svo að sníða þyrfti það upp á nýtt. Meginhluti frumvarpsins er um Þjóðleikhúsið, enda er gert ráð fyrir að gömlu þjóðleikhúslögin falli inn í leiklistar- lögin. Um aðrar stofnanir eða félög sem fást við leikhúsrekstur er lítið fjallað, nema það sætir tíðindum að þeir aðilar sem löngum hafa notið fjárframlags frá ríkinu eru ekki nefndir á nafn. Með frumvarpinu er verið að færa aukið vald til menntamálaráðuneytis og ráðherra, bæði hvað varðar skipun þjóð- leikhúsráðs og eins til ráðstöfunar fjár til annarra aðila. Ýmislegt í þessu frumvarpi þótti sem sagt athugavert og vonandi tekst að endurskoða það og lagfæra, eða þá að afgreiðslu þess verði frestað svo tóm skapist til þess að vinna það betur - og ræða. En hér fara á eff- ir þær athugasemdir sem FfL sendi frá sér um frumvarpið og einstakar greinar þess: FfL telur þetta frumvarp í meginatriðum svo gallað að réttast væri að vinna það að stór- um hluta upp aftur. Þegar leikiistarfólk er ósátt við eins mikilvægar greinar frumvarps- ins eins og um skipan þjóðleikhússtjóra, skipan þjóðleikhúsráðs og kaflana um aðra leiklistarstarfssemi og leiklistarráð þá er það skoðun FfL að mikillar uppstokkunar sé þörf. Hér eru þó hugmyndir að brýnustu lag- færingum frumvarpsins: í 6. gr. er fjallað um skipan þjóðleikhús- stjóra. FÍL mælir með því að sá einstakiingur sem skipaður er í það embætti hafi ekki ein- göngu staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa heldur einnig reynslu í listrænu starfi. í framhaldi af ráðningu þjóðleikhússtjóra telur FfL mjög mikilvægt að í það embætti sé sami einstaklingur ekki ráðinn lengur en í 10 ár. FÍL telur líka rétt að starf þjóðleikhús- stjóra verði auglýst laust til umsóknar strax eftir fyrstu 5 árin. Það er álit FÍL að það geti verið mjög hættulegt fýrir listina í landinu ef einn og sami einstaklingur situr lengur en 10 ár í svo mótandi og veigamiklu starfi. Um Þjóðleik- hús okkar verða að fá að leika ferskir vindar þar sem ný listræn sjónarmið fá að blómstra. Tillaga FfL að 6. gr. hljóðar því svo: „Menntamálaráðherra skipar þjóðleik- hússtjóra til fimm ára í senn, að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs. Skipaður skal maður með staðgóða þekkingu á starfi leik- húsa og reynslu í listrænu starfi. Ætíð skal auglýsa embættið laust til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma og leita umsagnar þjóðleikhúsráðs. Heimilt er að endurráða þjóðleikhússtjóra í eitt skipti, eða til annarra fimm ára. Þjóðleikhússtjóri er stjórnandi leikhússins ..." o.s.ffv. f 7. gr. er fjallað um skipan í þjóðleikhús- ráð. FfL er þeirrar skoðunar að þjóðleikhús- ráð sé mjög mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að það er umsagnaraðili um skipan væntanlegs þjóðleikhússtjóra. FfL telur að sá háttur sem hafður hefur verið á varðandi skipan í þjóðleikhúsráð sé mjög lýðræðislegur og hafi reynst vel. Full- trúar á Alþingi velja fjóra einstaklinga til setu í ráðinu og er það skoðun FÍL að það val hafi verið gott og tengslin sem þeir mynda milli Þjóðleikhússins og fólksins I landinu skipti miklu máli. Þjóðleikhús er eign okkar allra og með setu fulltrúa valinna af alþingismönnum fær þjóðin sterkari til- finningu fyrir því að Þjóðleikhúsið sé henn- ar eign og um leið vilji hún hag þess sem bestan. Það er því tillaga FfL að þjóðleikhúsráð verði skipað á sama hátt og áður, fjórir full- trúar skipaðir af stjórnmálaflokkum en sá fimmti af FfL. FfL hefur samkvæmt gildandi lögum um Þjóðleikhús tilnefnt einn fulltrúa í þjóðleik- húsráð og því til staðfestingar að svo skuli vera áfram má geta þess að FÍL er stærsta stéttar- og fagfélag leiklistarfólks á íslandi. í FfL eru ekki eingöngu leikarar heldur einnig listdansarar, óperusöngvarar og leikmynda- og búningahöfundar og eru meðlimir þess rúmlega 350. Tillaga FfL er að 7. gr. hljóði svo: „Menntamálaráðherra skipar eftir hverj- ar alþingiskosningar, fimm menn í þjóð- leikhúsráð, fjóra eftir tilnefningu fjögurra stærstu þingflokkanna og einn samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra leikara. Ráð- herra skipar formann og varaformann úr hópi ráðsmanna. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Fulltrúi starfsmanna leik- hússins, kjörinn úr hópi þeirra til eigi skemmri tíma en eins árs í senn, á sæti á fundum þjóðleikhúsráðs með málfrelsi og tillögurétti.“ Tillaga FÍL er að 14. gr. hljóði svo: „Alþingi veiti árlega fé í fjárlögum til stuðnings annarri leiklistarstarfsemi: 1. Til Leikfélags Reykjavíkur 2. Til Leikfélags Akureyrar 3. Til Bandalags íslenskra leikfélaga 4. Til f slenska dansflokksins 5. Til íslensku óperunnar 6. Til Leiklistarsambands íslands vegna starfsemi atvinnuleikhópa" Að því leyti sem framlög til einstakra aðila eru ekki ákveðin í fjárlögum hverju sinni annast menntamálaráðuneytið úthlutun þess fjár sem veitt er skv. þessari grein. Slíkur stuðningur getur auk framantaldra aðila tekið til hvers konar sviðslista. Um veitingu starfslauna til leikhúsfólks fer skv. ákvæðum laga um listamannalaun, nr. 35/1991, með síðari breytingum. Varðandi 14. gr. frumvarpsins gerir FlL eftirfarandi athugasemd: Það er að mati félagsins grundvallaratriði að þær stofnanir sem gegna og hafa gegnt forystuhlutverki í sviðslistum hér á landi eigi sinn sess í leiklistarlögum. FÍL telur ótækt að fela alfarið menntamálaráðuneytinu úthlut- un fjár til þessara aðila svo sem lagt er til í frumvarpinu. 1) í athugasemdum sem frumvarpinu fylgja segir m.a. um 14. gr.: „Að því er Leik- félag Reykjavíkur varðar er rétt að taka fram að árleg framlög ríkisins til félagsins hafa verið mjög takmörkuð hin síðari ár, eft- ir að nokkurs konar verkaskipting komst á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar árið 1991 um fjárstuðning við LR og íslensku óp- eruna.“ - Um þessa „nokkurs konar verka- skiptingu“ má spyrja: Hvernig komst þessi verkaskipting á 1991? Hverjir fjölluðu um hana? Hverjir samþykktu hana? Hvernig hefur hún reynst í framkvæmd? LR átti ekki aðild að þessari verkaskipt- ingu heldur mótmælti henni og fullyrða má að þessi ráðstöfun hafi síður en svo auðveld- að félaginu að sinna því forystuhlutverki sem það hefur gegnt í heila öld, ásamt Þjóð- leikhúsinu hin síðari ár. Að mati FÍL hefur ríkisvaldið tvíþættar skyldur við LR, sögu- legar og í ljósi samkeppni, og það yrði að mati FlL menningarlegt slys ef nafn þess yrði fellt úr leildistarlögum. 2) Leikfélag Akureyrar hefur löngu fest sig í sessi sem eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins. Það gegnir því for- ystuhlutverki sem landsbyggðarleikhús og á að mati FÍL tvímælalaust að skipa sinn sess í leiklistarlögum. Enda er engum tvímælum bundið að fjárveitingavaldið hafi skyldum að gegna við félagið. 3) Áhugafélögin í landinu eru sá grund- völlur sem sviðslistir hér á landi eru sprottn- Framhald á bls. 27 11

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.