Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 19
LEIKHUSMAL - Nei, ekki get ég nú beinlínis sagt það, þó svo að einn af mínum uppáhaldsdanshöf- undum sé Pina Bausch (Einn helsti braut- ryðjandi leikrænnar danslistar í Evrópu, fædd í Þýskalandi 1940). Ég ber mikla virð- ingu fyrir slíkum höfundum sem ná að skapa sinn eigin stíl. Svo koma yfirleitt ýms- ar stælingar af þessháttar sköpun, en sjaldn- ast nándar nærri jafh spennandi. Það er stöðugt verið að viðra nýja hluti, segja eitthvað með nýjum aðferðum. Mér fmnst mikilvægt að dansinn sé mennskur. Ég er ekki eins hrifin af þeirri upphöfnu feg- urð sem er aðall klassíska ballettsins. Mér finnst það undir vissum kringumstæðum fallegt að geta verið ljótur í dansi. íslenskir danshöfundar fái að þróast - Hvað um íslenska danshöfunda. - Mér finnst ekki nógu margir hafa farið út í að spreyta sig á því sviði. Auðvitað hafa tækifærin verið of fá. - Við getum hugsað okkur langhlaupara sem fengi aðeins að keppa einu sinni á ári. Það þætti varla full- nægjandi fyrir kappann. - Danshöfundar verða að fá að spreyta sig og þeir verða líka að fá að gera mistök. Flokkurinn er ekki með það margar sýningar að hann geti leyft sér mikla tilraunastarfsemi og það er lítill mark- aður fyrir danshöfunda annars staðar. - Að vísu starfa þeir oft hjá leikhúsunum, en þar eru þeir yfirleitt með afmarkað svið, að setja dans eða hreyfingu inni í samhengi leiksýn- ingarinnar. Mig langar mikið til þess að hafa á hverju ári sýningu þar sem ungir danshöf- undar fengju verk sín sýnd. Þetta er eitthvað sem þarf að hlúa að og finna vettvang fýrir. - Við vorum reyndar með sýningu hér á stóra sviði Borgarleikhússins í fyrravor á verkum íslenskra höfunda: Ferli eftir Nönnu Ólafs- dóttur, einn af virtustu danshöfundum okk- ar, tvö verk eftir dansara úr flokknum „Kon- an á klettinum horfir“ eftir David Greenall og Hrœringar eftir Láru Stefándóttur. Það er líka ánægjulegt að geta flutt dansverk sem samin eru við íslenska tónlist eins og okkar danshöfundar hafa gert í gegnum tíðina og þá gjarna frumsamda tónlist. Slíkar sýningar þurfa auðvitað ekki alltaf stóra sviðið. Það mætti hugsa sér minna rými, jafnvel stúdíó einhvers staðar úti í bæ. En það má segja að smæðin bagi okkur í þessu sem fleiru. Það er ekki auðvelt að vera danshöfúndur á Islandi. - En þú sjálf, hefúr þú fengist við að semja, eða hefurðu hugsað þér það. - Ja, ætli fari ekki að koma að því. Gisellle í Þjóðleikhúsinu, kóreógraf Anlon Dolin: I aðalhlutverkum: Asdís Magnúsdóttir og Helgi Tómasson Vil ólíka karaktera - Hvernig er samsetningin á flokknum núna og verður einhver endurnýjun? - Það eru þrír fastráðnir karldansarar og einn gestadansari og svo sjö kvendansarar. Við vitum um nokkra mjög efnilega dansara sem eru að Ijúka námi úti. Þar af þrír karl- dansarar. Spennandi verður að fylgjast með þessum nemendum og sjá hvað úr verður og hvort þeir skili sér heim aftur eða hverfi eitt- hvað annað. - Mér finnst mjög mikilvægt að hafa ólíka karaktera innan flokksins, að allir séu ekki steyptir í sama mót. Þetta stangast auðvitað á við þær kröfur sem gerðar eru í klassískum ballet, þar sem flokkarnir verða að hafa ákveðna samsetningu einstaklinga sem mynda samstæða heild. I Islenska dans- flokknum er hver einstaklingur mikilvægur og ber milda ábyrgð. Auðvita værum við glaðari ef við hefðum 14-16 manns í flokknum. Það er mjög mik- il synd að missa af þessu stórefnilega fólki sem er í námi erlendis. Það er að koma ný kynslóð af fólki sem hefur valið sér þessa 19

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.