Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 24
LEIKHUSMAL Listrænar reykingar (sic!) Nú á dögum er það ekki lengur sjálfgef- ið að kveikt sé í sígarettu (eða öðru tóbaki) hvar sem er. Það er staðreynd. Og það sem meira er - þeim fækkar jafnt og þétt þeim stöðum þar sem reykingar eru leyfðar og sú þróun heldur augljóslega áfram. Það er önnur staðreynd. Það er einnig ljóst mál að leikhús fellur undir lög og reglur um svæði þar sem reykingar eru ekki leyfðar, bæði sem staður sem almenn- ingur sækir þjónustu til og einnig sem vinnustaður. Reykingar á leiksviði tilheyra þar með liðinni tíð. Það er staðreynd númer þrjú sem margt leikhúsfólk hefur enn ekki horfst í augu við. Tóbak er banvcent fíkniefni Alveg eins og allar aðrar fíknir er tóbaksfíkn- in flótti. Hvort sem fíkn er áráttukennd hegðun eða neysla einhvers konar efna (í föstu eða fljótandi formi) miðar hún ævin- lega að því að breyta líðan manns: breyta hugarástandinu, breyta tilfinningunni, þ.e. að flýja ástandið eins og það er. Á undanförnum misserum og árum hafa okkur stöðugt borist nýjar fréttir og upplýs- ingar um skaðvænleg/banvæn áhrif tóbaks- reykinga. Stöðugt fáum við meiri og ítarlegri upplýsingar um þau efni sem eru í tóbakinu og reyknum. Og síðast en ekki síst að áhrif óbeinna reykinga eru líka skaðvænleg, þau eru líka banvæn, sem er úrslitaatriði í öllu þessu máli. Óbeinar reykingar valda krabba- meini og dauða. Það má geta þess hér að mörg áhrifamestu krabbameinsvaldandi og ertandi efnin í tóbaksreyk eru í ríkari mæli í hliðarreyk (reyknum sem stígur upp frá log- andi sígarettunni) en í aðalreyk (reyknum sem reykingamaðurinn sogar að sér). Reyk- ingafólk er því ekki bara að vinna tjón á eig- in heilsu og flýta sínum eigin dauða með reykingum, heldur er það einnig að vinna tjón á heilsu þess fólks sem í kringum það er og drepa það, svo talað sé tæpitungulaust. Því meir sem málið er kannað því dekkri verður myndin. Tóbak er banvænt fíkniefni. Það er nú heila málið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Tölur um dauðsföll af völd- um reykinga, beinna jafnt sem óbeinna, eru ískyggilegar með ólíkindum. Rannsóknir sýna að tóbaksfíknin er sú fíkn sem dregur flest fólk til dauða langt fyr- ir aldur fram. í Bandaríkjunum deyr um það bil hálf milljón manna árlega af völdum tó- baksreykinga, þar af hátt í 100.000 manns af völdum óbeinna reykinga. Hér á íslandi er talan um 350 manns sem deyja af völdum reykinga á ári, þar af milli 40 og 50 manns af völdum óbeinna reykinga. Á enga aðra fíkn er eins virk afneitun í gangi og á tóbaksfíknina. Afneitun hjá reyk- ingafólki og afneitun og meðvirkni hjá þeim sem ekki reykja. Við getum tekið sem dæmi að íslenska þjóðin nánast fellur saman af sorg, þegar hörmuleg slys verða, þar sem 20 manns farast í snjóflóði. Á sama tíma virðist það almennt ekki þykja neitt tiltökumál að u.þ.b. 350 íslendingar farast árlega af völd- um sjúkdóma sem rekja má beint til reyk- inga. Það gerir einn íslending á dag. Annað dæmi segir okkur að 20 fslendingar deyi að meðaltali á ári í umferðarslysum, en á tæp- um 4 vikum deyr sami fjöldi af völdum reykinga. Máttur tóbaksauðhringanna í Bandaríkjunum er auður og veldi tóbaks- auðhringanna með ólíkindum. Um langt árabil hafa þeir keypt sér aðstoð færustu og bestu lögfræðinga og sálfræðinga til þess að standa vörð um sína hagsmuni og reka áróð- ur fyrir tóbaksreykingum með sem árang- ursríkustum hætti í Bandaríkjunum og víðar um heimsbyggðina. Þær upphæðir sem var- ið er til auglýsinga, kynninga og sálfræðilegs hernaðar á þessu sviði eru svimandi. Þar er verið að tala um milljarði dollara. Nú síð- ustu ár hafa spjót tóbaksrisanna beinst æ neðar í aldursstiganum og búnar hafa verið til skemmtilegar teiknimyndafígúrur til þess að hafa áhrif á börn (Joe Camel). Þar er einskis svifist. Leikstjórar og kvikmyndafé- lög eru auðveldlega keypt til þess að halda fram ákveðnum sígarettutegundum eða bara reykingum yfir höfuð í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum. En nú herma síðustu fréttir að sprungur séu komnar í þéttan múr bandarísku tóbaksauðhringanna utan um goðsöguna og lygina um skaðleysi tóbaksins. Tóbaksfyrirtækin eru farin að Ijá máls á því að greiða skaðabætur og segir það meira en margt annað. Reykingar á leiksviði Það er ekki lengur sjálfgefið að kveikt sé í tóbaki á leiksviði - ekki frekar en annars staðar. Leikstjóri getur ekki skipað leikara að reykja tóbak í leiksýningu. Samþykki viðkomandi leikara verður að koma til. En það er heldur ekki nóg, einnig þarf sam- þykki þeirra sem í kringum hann eru, fyrst og fremst samleikara og annars samstarfs- fólks á og í kringum sviðið. En - og hér kemur aðalatriðið - ekki síst þarf samþykki áhorfenda í sal. Eru þeir tilbúnir til þess að gefa það? Vilja þeir sitja nauðbeygðir í lofti sem er mengað af tóbaksreyk - og reykja óbeint? Sumir sjálfsagt. En alveg áreiðan- lega ekki allir - og hvers eiga þeir að gjalda? Á öllum opinberum stöðum, þar sem almenningur kemur saman eða á leið um, eru tóbaksreykingar bannaðar. Það er almenna reglan og það sama gildir um leik- húsið. Það hefur allt of mikið verið reykt á leik- sviðinu. Og það er alltaf of mikið reykt á leiksviðinu, hversu lítið sem það er. Því reyk- ingar á leiksviði eru með öllu ástæðulausar. Það er vel hægt að komast hjá reykingum þar ef menn vilja. Takið eftir þessu: Þegar ekki er reykt á sviðinu - þá saknar þess eng- inn! I annan stað: Miklu nær væri að beita hugviti og sköpunargáfum til að finna leiðir til að sýna tóbaksneyslu (þegar slíkt er al- gjörlega óhjákvæmilegt) án þess beint að reykja og þær eru að sjálfsögðu margar til. Því ekki drekkum við brennivín á sviðinu, þegar víndrykkja skal sýnd, ekki sprautum við okkur í alvöru eða neytum annarra fíkniefna þegar svo er fýrirskrifað; og hvorki slösum við né myrðum leikarana þegar um slíkt er að ræða í handriti. Nei, við beitum meðulum leiksviðsins - við leikum það, við gefum það í skyn. Við gerum það ekki í raun og veru. Hyggjum að því. Sigurður Skúlason 24

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.