Leikhúsmál - 01.06.1998, Qupperneq 26
LEIKHÚSMÁL
Staðreyndir eða staðlausir stafir?
Leiklistarsaga án ábyrgðar
Undir þessari yfirskrift hefur nú loksins
skapast langþráður vettvangur fyrir rit-
hneigt leikhúsfólk, sagnfræðiamatöra,
fræðimenn og aðra unnendur sögu, sann-
leika og leiklistar til þess að flíka þekkingu
sinni, leiðrétta rangfærslur og afhjúpa
goðsagnir, lygasögur og annað fleipur sem
dafnað hefur í leiklistarlífinu. Að þessu sinni
verða tilfærðir hér fáeinir staðlausir stafir úr
leiklistarsögunni ásamt nokkrum (hr)ein-
ræktuðum staðreyndum, en hafa skal hug-
fast að leiklistarsagan er að meira eða minna
leyti byggð á tilgátum, sögusögnum og
fleipri eins og raunar mannkynssagan öll.
Þeir sem hafa í hyggju að notfæra sér þenn-
an vettvang, fá tilskrif sín og greinarstúfa
einungis birta ef þeir skrifa undir fullu og
því sem næst ósviknu nafni en fyrstur ríður
á vaðið Gils Rúnar Johannesen.
1. Launajöfnuður hefur ævinlega ríkt meðal
íslenskra atvinnuleikara í Þjóðleilthúsinu!
... RANGT!
Á fyrstu starfsárum Þjóðleikhússins taldi þá-
verandi leikhússtjóri við hæfi m.a. að skop-
leikarinn harmræni, Árni Baldvin Tryggva-
son, fengi lægri laun fyrir að kæta áhorfend-
ur en kollegar hans fengu fyrir að græta þá.
2. Sarah Bernardt var með gervifót!
... RANGT!
Hitt er annað mál að annar fótur frúarinnar
hafði alla tíð angrað hana og þegar þessi
„mesta leikona allra tíma“ hafði náði 72 ára
aldri kom drep í fótinn með þeim afleiðing-
um að taka þurfti hann af, þ.e. fótinn. Á leið-
inni á skurðstofuna er haft fyrir satt að þessi
hugrakka franska leikkona hafi blístrað
þjóðsöng föðurlandsins „La Marseillaise" og
ástæðulaust að efast nokkuð um það. Þegar
frúin hafði náð fullum bata var útbúinn
handa henni tréfótur sem hún fleygði á eld-
inn eftir sleitulausasar en árangurslausar til-
raunir til að ganga við hann, þ.e. fótinn. Þar
með voru tréfætur í lífi frú Söru Bernardt
taldir, hvað sem hver segir. Hún neitaði að
notast við hjólastól en fór þess í stað flestra
sinna ferða í burðarstól, ekld ósvipuðum
þeim sem páfinn lætur bera sig í. Þegar hún
lék á sviði hafnaði hún hvers kyns stoðtækj-
um sem á boðstólum voru og kvaðst heldur
myndu hnýta sig fasta við leikmyndina en
nota stafi eða stoðir. Þrátt fyrir þetta komst á
kreik orðrómur þess efnis að hún gengi við
tréfót og varð hann furðu lífseigur, þ.e.
orðrómurinn. Hinn franskættaði leikhússið-
ur að banka þrisvar í sviðsgólfið, til marks
um að sýning sé að hefjast, varð gárungum
meðal áhorfenda tilefni til upphrópana á
borð við „Nú kemur frúin“ eða „Þetta er
fótatakið hennar" og annað í þeim dúr.
Sannleikurinn er sá að Sara Bernardt lék
allnokkuð eftir að fóturinn hafði yfirgefið
hana en við þær uppfærslur sem hún tók
þátt í háttaði því svo til að hún gat sem hæg-
ast setið á stól eða legið fyrir á hægindasófa
meðan hún túlkaði texta og eintöl af reisn
og ástríðukrafti. Fótaskort sinn huldi hún
með því að klæðast dragsíðum kjól og á
dramatískum augnablikum, þegar mest á
reið, vó hún sig upp líkt og með yfirnáttúru-
legum krafti og fleygði sér tignarlega í fang
leikarans sem fór með elskhugahlutverkið á
móti henni. Fjölleikahússtjórinn frægi R T.
Barnum var samtímamaður Söru Bernhardt
og bárust honum fregnir af óláni frúarinnar.
Brást hann skjótt við og sendi henni skeyti
þar sem hann af alkunnri smekkvísi bauð
henni tíu þúsund Bandaríkjadali fyrir tréfót-
inn svo hann gæti haft hann til sýnis meðal
afstyrma og furðuverka í fjölleikahúsi sínu.
3. Fyrsti Þjóðleikhússtjóri Islendinga lagði
blátt bann við öllum drykkjuskap á leiksvið-
inu af ótta við að leikararnir gleymdu text-
anum sínum og yrðu sér og leikhúsinu til
skammar!
. . . RANGT!
Fyrsti leikhússtjóri íslenska Þjóðleikhússins
lagði blátt bann við öllum drykkjuskap á
leiksviðinu þar eð hann óttaðist að leikar-
arnir kynnu að gleyma í hvaða leikriti þeir
væru að leika og tækju upp á því að túlka
rangar persónur og yrðu sér þannig til
skammar.
4. Shakespeare skrifaði 37 leikrit!
... RANGT!
Enginn veit með fullri vissu hversu mörg
leikrit komu úr penna ,svansins frá Avon‘ ef
þau voru þá nolckur. Til dæmis eru fáein
leikrit sem sjaldan eða aldrei eru gefin út í
safnútgáfum með svokölluðum ,Shakespe-
are-leikritum‘, en eru þó oftar en ekki eign-
uð skáldinu, þeirra á meðal eru Sir Thomas
More, Edward III, og The Two Noble Kinsmen
(en hið síðastnefnda ku karlinn hafa skrifað
í félagi við John Fletcher sem á hinn bóginn
átti síðar meir samstarf við Beumont
nokkurn og skrifaði með honum m.a. hina
langlífu endurreisnarkómedíu The Knight of
the Burning Pestle). Einnig er hið sérlega
dauðyflislega leikrit Edmund Ironside eignað
Spíra gamla en það var á sínum tíma gefið út
sem ,löngu glatað' Shakespeare-verk. Tölvu-
rannsóknir leiddu á hinn bóginn í ljós, svo
ekki varð um villst, að það síðastnefnda gat
alls ekki hafa verið skrifað af Shakespeare,
heldur að öllum líkindum af erkikeppinauti
hans Richard Green en sögur herma að sá
hafi kallað Shakesespeare ýmsum illum
nöfnum, m.a. uppskafning. Margir vilja
efast um að ,leikarinn‘ Shakespeare hafi yfir-
höfúð skrifað nokkur leikrit.
Sumir eru þó þeirrar skoðunar að hann
gæti hugsanlega hafað skrifað sumt af því
lakasta og verið eins konar leppur fyrir ein-
hvern eða einhverja sem ekki voru í aðstöðu
til að skrifa undir eigin nafni sem leikrita-
höfundar. Þeir sem helst og oftast eru nefnd-
ir sem hugsanlegir höfundar að svonefndum
,Shakespeare-verkum‘ eru m.a. Sir Francis
Bacon, Christopher Marlowe, Edward de
Vere sautjándi jarlinn of Oxford, Sir Walter
Raleigh (vígamaðurinn víðförli sem færði
löndum sínum m.a. kartöflurnar og tóbak-
ið) og munkurinn Michael Angelo Florio.
Þeir fræðimenn sem lengst hafa seilst við að
finna hinn rétta höfund hafa viljað eigna
fatlaðri breskri nunnu, Anne Whatle að
nafni, sum þeirra verka sem venjulega eru
sögð vera eftir William Shakespeare.
Að síðustu: Þótt ótrúlega miklu magni
prentsvertu hafi verið þrykkt á umhverfis-
fjandsamleg ógrynni pappírs á síðustu ár-
hundruðum til þess að útskýra eitt og annað
sem fræðimenn telja sig hafa uppgötvað og
geta sannað um skáldjöfurinn frá Stratford,
er rétt að leiða hugann að þeirri ,sögulegu‘
staðreynd að um ævi Williams Shakespeares
er flest á huldu. Sannleikurinn er sá að varla
eru nema tíu staðreyndir um ævi Shakespe-
ares sem teljast mega alveg fullkomlega
vatnsheldar. Það mun t.d. vera sannað að
Shakespeare fæddist aukheldur sem það er
og óhrekjanlegt að hann mun hafa látist,
eins og aðrar dauðlegar manneskjur - og þá
eigum við aðeins sjö eftir. Það hefur hins
vegar ekki komið í veg fyrir að Shakespeare
er sú persóna mannkynssögunnar sem hvað
mest hefur verið skrifað um.
5. Það er gömul hefð fyrir því að karlar fari
með kvenhluverk en ekki öfugt!
. . . RANGT!
Vissulega er gömul hefð fyrir því að karlar
leiki kvenhlutverk en það er líka gömul hefð
fyrir því að konur hafi endaskipti á hlutun-
26