Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 29
LEIKHÚSMÁL
velli kynferðis, kynþáttar eða trú-
arbragða, þegar um það er að ræða
að gerast listamaður eða starfa sem
slíkur. Konur og karlar skulu njóta
jafnréttis, bæði að lögum og í raun.
26. Opinber yfirvöld á öllum stigum
eru hvött til þess að láta lista-
mönnum í té húsnæði sem hentar
starfsemi þeirra, einkum í tengsl-
um við enduruppbyggingu á til-
teknum þéttbýlissvæðum.
Menntun og þjálfun í listum
27. Þar eð listir og reynsla af listsköp-
un eru veigamikill þáttur í þroska
greindar, líkama, tilfinninga og
skynjunar hjá börnum og ung-
mennum, skal kynning á ýmsum
listgreinum og listkennsla njóta
sömu stöðu og aðrar námsgreinar í
skólum.
28. í grundvallaratriðum eru til tvær
leiðir til að fella listmenntun inn í
menntakerfið, og styður hvor aðra:
annars vegar má kenna listgreinarn-
ar hverja í sínu lagi, hins vegar má
notast við ýmsar tegundir listtján-
ingar við kennslu annarra greina.
29. Listmenntun skal bera svip af mis-
munandi menningarheimum og
breytileika menningarinnar, og
standa ber gegn öllum tilraunum
til að gera listformum mismun-
andi hátt undir höfði eftir því úr
hvaða jarðvegi þau eru sprottin.
30. Listmenntun ætti að vera fólki að-
gengileg á öllum æviskeiðum.
Vegna nýrra þarfa á þessu sviði er
reglubundin þróun og endurskoð-
un listmenntunar nauðsynleg og
verður svo áffam.
31.Stuðla ber að gagnkvæmri viður-
kenningu ríkja heims á námi og
prófskírteinum í listgreinum.
32. Stjórnvöldum ber að fjármagna
að staðaldri þjálfún listamanna,
stuðla að framgangi hennar og
auðvelda tilteknum hópum lista-
manna, til dæmis atvinnudönsur-
um, að mennta sig til nýrra starfa.
Þess er vænst að UNESCO komi á
stofn alþjóðlegu neti til út-
breiðslu, umræðna og endurskoð-
unar á upplýsingum um „árang-
ursríkar tilraunir“ á sviði mennt-
unar og þjálfunar fýrir atvinnu-
listamenn.
Þjóðverjar haía skipulag á hlutunum. /Theater heute, virtu
leikhústlmariti þeirra, er að finna lista yfir það besta í þýskum
leikhúsum: Besta innlenda verkið, besta erlenda stykkið, bestu
sviðsetningu, bestu leikmynd og svo framvegis. Það eru fjörutíu
og fimm gangrýnendur sem velja og þeir velja jafnvel
ömurlegustu leikhúsupplifun ársins. - Og þeir velja að sjálf-
sögðu leikara og leikkonu ársins. Sá heiður hlotnaðist í fyrra
þessum ágætu leikurum: Jósef Bierbichler sem Kasimir í Kasimir
und Karoline hjá Deutsches Schauspielhaus i Hamborg og
Corinna Harfouch sem General Harras í Des Teufels General
eftir Zuckmayer, hjá Volksbúhne í Berlín.
Listir og ný tœkni
33. Ný tækni getur ekki komið í stað
beinna samskipta listamanna og
almennings eða í stað hefðbund-
inna listgreina.
34. Árangur af rafeindakerfum til
miðlunar upplýsinga og til sam-
skipta ræðst að miklu leyti af því
hvort vandað er til efnisins sem
dreifa skal. Þess vegna:
a) ber að ýta undir starfsemi á
sviði upplýsingatækni til að stofn-
anir, sem veita kennslu í listgrein-
um, eigi hægara um vik að nálgast
nauðsynlegan tækjabúnað, eink-
um í þróunarlöndum;
b) ber að hvetja listamenn til að
kynna sér betur nýjan tæknibúnað
til að skapa sér ný tækifæri til
sköpunar. Með það fyrir augum
ber að auka samstarf listamanna
og sérfræðinga í nýjum tækni-
greinum;
c) er mælst til þess að þessi nýja
tækni verði notuð til varðveislu
menningararfsins og listar í
munnlegri geymd.
35. Til þess að varðveita megi fjöl-
breytilega list og menningu er þess
vænst að ríki heims styðji stéttar-
samtök listamanna í þeirri við-
leitni að ná tökum á nýjum sam-
skiptabúnaði, svo gera megi lista-
mönnum auðveldara um vik að
fylgjast með útbreiðslu verka sinna
og verja jafnframt réttindi þeirra.
36. Alheimsþing listamanna, sem gæti
starfað sem „sýndarþing", kynni
að vera kjörin leið til skoðana-
skipta milli heimshluta. Gera
þyrfti sérstakar ráðstafanir til að
ná til listamanna í öllum heims-
hlutum. Þessi nýja stofnun yrði
undir verndarvæng UNESCO.
Höfundarréttur og réttur
flytjenda
37. Ríki heims eru hvött til þess að
styrkja, skýra og gera virka þá
vernd sem veitt er lögmætum rétt-
indum höfunda og flytjenda, með
því að gera þeim kleift að hafa
stjórn á mismunandi aðferðum
við hagnýtingu verka sinna, eink-
um á sviði hljóð- og myndmiðlun-
ar, og tryggja þeim sanngjarnar
greiðslur fyrir sköpun sína.
29