Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 30
LEIKHÚSMÁL
38. Einkum er mikilvægt:
a) að undantekningar vegna þessara
réttinda, þegar um stafræn gögn er að
ræða, takmarkist við not sem skerða
ekki óhóflega lögmæta hagsmuni höf-
unda og listamanna;
b) að sett séu ákvæði um yfirfærslu höf-
undarréttar og réttar listflytjenda, þar
sem kveðið er á um skilyrði fyrir slíkri
yfirfærslu og komið á tímabundnum
tengslum milli höfunda og listamanna
og tekna af ýmiss konar hagnýtingu
verka þeirra og listflutnings;
c) að notendum, þar á meðal dreifend-
um, sé lagalega skylt að veita höfundum
og listflytjendum, eða fulltrúum þeirra,
upplýsingar um verk þeirra og listflutn-
ing, enda sé slíkra upplýsinga þörf til að
ákvarða megi rétta þóknun og hvernig
henni skuli dreift meðal rétthafa með
sanngjörnum hætti;
d) að höfundar og listflytjendur hljóti
stuðning, meðal annars frá starfsgrein-
inni, til að ná fram, jafnt innanlands sem
á alþjóðlegum vettvangi, lögbundinni
stöðlun á tækni og aðferðum við auð-
kenningu, sem gera þeim kleift að fá
stöðugt upplýsingar um stafræna hag-
nýtingu verka sinna og listflutnings;
e) að stuðlað sé með stjórnsýslufyrir-
mælum að sameiginlegri umsýslu höf-
undarréttar og réttar listflytjenda, svo og
heildarsamningum, með almenna hags-
muni í huga, án þess að þessir þættir lúti
samkeppnislögum eða annarri bindandi
löggjöf.
39. Þess er vænst að UNESCO:
a) stuðli að því að ríki heims viðurkenni
og virði siðferðilegan rétt höfunda og
listflytjenda;
b) leggi til að þau rannsaki leiðir og að-
ferðir til að hafa stjórn á stafrænni með-
ferð verka;
c) ýti með almennari hætti undir
verndun réttinda listamanna víðs vegar
um heim á grundvelli tilmælanna frá
1980.
40. UNESCO, Alþjóðavinnumálastofnunin
(ILO) og Alþjóðahugverkastofnunin
(WIPO) eru hvattar til að leggja fram til-
lögu um endurskoðun á Rómarsamn-
ingnum frá 1961 og halda áfram að
stuðla að fullgildingu hans.
41. Alþjóðaviðskipti mega ekki grafa undan
menningarlegri fjölbreytni. Sömuleiðis
er nauðsynlegt að ýta undir þá viðleitni
þróunarríkja að verja og efla hefð-
bundna og þjóðlega menningu með
ákvæðum um hugverkaréttindi.
Starfskjör, skattlagning og
heilbrigði listamanna
42. Listamönnum ber að fá hæfileg laun fyr-
ir störf sín. Þörf er á að árétta þetta, eink-
um vegna nýrrar margmiðlunarútgáfu.
43. Ríki heims eru hvött til þess að koma sér
upp aðferðum til að aðstoða listamenn
við að taka til starfa og veita til þess fé.
44. Þegar haft er í huga að í ýmsum listgrein-
um ber sífellt meira á ótryggum starfs-
skilyrðum og skorti á atvinnuöryggi hjá
höfundum og listflytjendum, þarf að
árétta að listamönnum má ekki mis-
muna á grundvelli starfsstöðu sinnar
hvað snertir skattlagningu, almanna-
tryggingar eða félagafrelsi, og viður-
kenna ætti rétt þeirra samtaka og stéttar-
félaga atvinnulistamanna, sem starfa í
umboði þeirra, til að gera heildarsamn-
inga fýrir hönd allra atvinnulistamanna
og eiga hlut að máli við ákvarðanir sem
varða hagsmuni þeirra.
45. Til þess að tryggja listamönnum hæfileg
lífskjör er full þörf á að efla samræmingu
innanlands milli þeirra opinberu stofn-
ana sem hlut eiga að máli, þegar litið er
til þess hversu stutt starfsævi listamanna
er, einkum flytjenda.
46. Opinberar stofhanir og milliríkjastofn-
anir, sem hlut eiga að máli, ættu að eiga
með sér viðræður innanlands með það
að markmiði að tryggja iistamönnum
allra landa sem jöfnust skilyrði hvað
snertir skattlagningu, almannatrygging-
ar og starfskjör, þar eð listamenn flytjast
nú í vaxandi mæli milli ríkja vegna starfa
sinna. Þess er vænst að UNESCO láti
gera skrá yfir þau útgjöld listamanna
sem eru frádráttarbær til skatts í hverju
landi. Æskilegt er að listamenn og full-
trúar ýmissa opinberra stofnana, sem
hlut eiga að máli, komi saman til þess að
endurskoða skattakerfi og almanna-
tryggingakerfi og leggja til samhæfðar
ráðstafanir sem henta sérstökum að-
stæðum í listgreinum.
47. Hvatt er til þess, að UNESCO, ILO,
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) og ríki heims láti gera athuganir
á starfskjörum atvinnulistamanna víðs
vegar um heim að því er snertir heil-
brigði og öryggi. Þessar athuganir ættu
að verða grundvöllurinn að sértækum
alþjóðasamþykktum.
Stuðningur við tilmcelinfrá 1980
48. Ráðstefnufúlltrúar vekja athygli á að til-
mælin frá 1980 eru enn helsti textinn um
stöðu listamanna, harma að þau skuli
enn sem komið er aðeins hafa náð ffam
að ganga í fáum ríkjum, og hvetja
UNESCO til þess að efla útbreiðslu til-
mælanna með öllum tiltækum ráðum og
leggja að öllum ríkjum að taka þau til at-
hugunar á ný. Sterklega er mælt með því
að komið verði á reglubundinni endur-
skoðun tilmælanna með aðstoð frjálsra
alþjóðlegra félagasamtaka sem starfa í
umboði listamanna; slíkt endurskoðun-
arkerfi myndi þjóna því hlutverki að
fýlgjast með framförum í hverju ríki, gefa
stjórnum stofnunarinnar skýrslu og
leggja til nýjar aðferðir við framkvæmd
tilmælanna.
49. Þess er vænst að með aðstoð frjálsra al-
þjóðlegra félagasamtaka, sem starfa í
umboði listamanna, láti UNESCO semja
fýrirmyndir að ákvæðum sem laga má að
mismunandi löggjafar- og hagkerfúm og
ólíku menningarumhverfi, og geta orðið
löggjafa í hverju landi til leiðbeiningar
við ffamkvæmd þessara tilmæla.
50. Niðurstöður ráðstefnunnar skulu gerðar
stjórnardeildum UNESCO kunnar.
MYLSNA
Leikfélagi Reykjavíkur hefur verið boðið til
Moskvu með Feður og syni. Sýningin fékk
sem kunnugt er mikið lof. En leikstjóri og leik-
myndateiknari eru kunnir leikhúsmenn það-
an eystra. Það eru leiklistarsamtök, eitthvað í
líkingu við Leiklistarsambandið hér, sem
bjóða leikhópnum að sýna í Moskvu og eru
öll líkindi á að af því geti orðið með haustinu.
Bonner biennale er þýsk leiklistarhátíð sem
starfað hefur í fáein ár. Þar á bæ er lögð
áhersla á nýja evrópska leikritahöfunda. For-
svarsmenn hátíðarinnar senda fulltrúa sína
vítt og breitt um álfuna til þess að skoða sýn-
ingar. Hingað komu þeir að skoða og sjá.
í þeirri reisu völdu þeir sýningu Þjóðleik-
hússins á Kaffi eftir Bjarna Jónsson sem ís-
lenskt framlag til þessarar hátíðar og stefnir
allt í að af þeirri för geti orðið í júnílok.
30