Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 46
Vatnakerfi Laxár er stórt og að henni
liggja bæði Reykjadalsá og Mýrarkvísl.
Niðurstöður hreisturrannsókna benda til
að nokkur hluti veiðinnar í Laxá sé upp-
runninn í þessum ám. Það skiptir nokkru
varðandi fiskrækt í Laxá hver þessi hlut-
deild er og því væri æskilegt að líta nánar
á þessar hliðarár. Marktæk fylgni milli
veiði í Laxá og Reykjadalsá sýnir að um
sameiginlega sveiflu er að ræða þrátt fyrir
að gönguseiðaaldur seiða sé hærri í
Reykjadalsá. Astæður þessarar fylgni
stafar væntanlega bæði af því að lax úr
Reykjadalsá er í veiði í Laxá og einnig að
sömu umhverfisþættir verka á sveiflur í
báðum ánum og í sjó eftir að þangað er
komið. Sýnt hefur verið fram á fýlgni
milli veiði og umhverfisþátta (Guðni Guð-
bergsson 1989, Jónas Þór Þorvaldsson
1991, Þórólfur Antonsson og fl. 1992).
Komið hefur fram að mikil fýlgni er milli
veiðisveifla í vatnakerfum á sama land-
svæði. Umhverfisþættir, sérstaklega hita-
stig vorið sem seiðin ganga til sjávar,
skýra stóran hluta í breytileika í veiði.
Ein af forsendum þess að rannsóknir
sem þessar skili árangri er að vel sé að
staðið. A síðasta ári var merkjaleit í Laxá
mun betri en verið hefur og var hver ein-
asti fiskur skoðaður með tilliti til þess
hvort hann væri merktur. Eins voru hreist-
ursýni tekin reglulega yfir veiðitímann og
hlutfallslega jafn dreift í aflanum. Ovissa
sem verið hefur til staðar er því mun
minni og hægt að taka tölur um endur-
heimtur beint án þess að nota uppreikn-
inga á endurheimtuhlutfalli.
Þakkarorð
Jón Helgi Vigfússon hafði eftirlit með
veiðinni og leitaði eftir örmerktum fiskum
og safnaði hreistursýnum á veiðisvæði
Laxárfélagsins og Völundur Hermóðsson
með veiðinni í Amesi. Sigurður Bjama-
44
son og Þórarinn Sveinsson skráðu veiðina
eftir veiðistöðum og gerðu númeraskrá
yfir veiðistaði. Sumarliði Óskarsson sá
um úrvinnslu og umsjón með örmerkjum.
Ingi Rúnar Jónsson og Friðþjófur Amason
aðstoðuðu við rafveiðar. Jón Helgi Vig-
fusson og Bjöm Jónsson vom innan hand-
ar varðandi útskýringar á skipulagi veiði í
Laxá, sleppistöðum, fjölda slepptra seiða
og staðsetningu rafveiðistaða. Ofantöld-
um aðilum kann ég bestu þakkir fyrir.
Heimildir
Guðni Guðbergsson 1989. Sveiflur í fiskstofnum
Mývatns og Laxár. Skýrsla Veiðimálastofnunar,
VMST-R/89032, 16 bls.
Gísli Már Gíslason 1991. Lífið í Laxá. í: Náttúra
Mývatns.
Amþór Garðarsson og Ami Einarsson (ritstj.). bls.
219-235.
Jónas Þór Þorvaldsson 1991. Spálíkan fýrir lax-
veiði í Laxá í Aðaldal. Lokaverkefni í vélaverkfæði
við Háskólaíslands, 44 bls.
Magnús Þór Hafseinsson og Tumi Tómasson 1989.
The Atlantic Salmon (Salmo salar L.) in North
Iceland. Investigation of factors influencing age at
maturity, size and composistion of salmon mns
1974- 1988.
Skýrsla Veiðimálastofnunar, Norðurlandsdeild,
VMST-N/89019X, 91 bls.
Scamecchia, D.L. 1984. Climatic and Oceanic
Variations Affecting Yield of Icelandic Stocks of
Atlantic Salmon.
Can. J. Fish. Aqat. Sci., 41:917-935.
Siguijón Rist 1990. Vatnserþörf. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs. 248 bls.
Tumi Tómasson 1985. Athuganir á Laxá í Aðaldal
1984. Skýrsla Veiðimálastofhunar, Norðurlands-
deild, 10 bls.
Tumi Tómasson 1987. Laxá í Aðaldal 1985 - 1986.
Skýrsla Veiðimálastofnunar, Norðurlandsdeild,
VMST-N/87008, 17bls.
Tumi Tómasson 1988. Laxá í Aðaldal 1987.
Skýrsla Veiðimálastofnunar, Norðurlandsdeild,
VMST-N/8801IX, 14 bls.
Tumi Tómasson 1988. Laxá í Aðaldal 1988.
Skýrsla Veiðimálastofnunar, Norðurlandsdeild,
VMST-N/89011, 17 bls.
Tumi Tómasson 1991. Laxá í Aðaldal 1989-1991.
Skýrsla Veiðimálastofnunar Norðurlandsdeild
VMST/N91016X, 22 bls.
Þórólfur Antonsson og Sigurður Guðjónsson 1992.
VEIÐIMAÐURINN