Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 40
ust 1330 hængar og 965 hrygnur. Veiðin
skiptist þannig að 910 hængar komu eftir
eitt ár í sjó en 290 hrygnur. Eftir tvö ár í
sjó veiddust 420 hængar og 669 hrygnur.
Meðalþyngd smálaxa var 5,7 pund, 5,3 hjá
hrygnum en 5,7 hjá hængum (1 pund =
500 g). Meðalþyngd stórlaxa var 11,9
pund, 12,9 pund fyrir hænga en 11,4 fyrir
hrygnur. Skipting milli stórlax og smálax
er nokkuð greinileg á þyngdardreifmgum.
Skipting milli smálax (eitt ár í sjó) og
stórlax (tvö ár í sjó) var við 8 pund hjá
hængum en 7 pund hjá hrygnum. Auk
laxveiðinnar voru skráðir 1286 urriðar og
48 bleikjur.
Flestir laxanna sem veiddust í Laxá í
Aðaldal 1992 voru skráðir í veiðibækur
Laxárfélagsins, 1650. I Amesveiði vom
skráðir 325 laxar en færri á öðmm svæð-
um.
Veiðin á veiðisvæði Laxárfélsgsins var
skráð með númeruðum veiðistöðum og
því hægt að sjá hveming veiðin dreifðist
eftir svæðum. Langflestir laxamir veidd-
ust neðan Æðarfossa, 874 og á svæðum
tvö, 160 og 160 á svæði þrjú. Neðan Æð-
arfossa veiddust því um 38% þeirra laxa
sem úr ánni komu sumarið 1992.
Veiðitíminn í Laxá byrjaði 10. júní og
lauk 9. september. Veiðinni yfir tímabilið
er skipt efitir vikum. Vikuveiðin eykst
jafnt fram til 7. viku en fer þá aftur
minnkandi. I byrjun veiðitímans var veið-
in nær eingöngu smálax en hlutdeild smá-
lax í veiði fer vaxandi og nær hámarki í
sjöundu viku. Nokkuð veiddst þó af stór-
laxi yfir sumarið þó farið væri að draga úr
afla hans undir lok veiðitímans. Urriða-
veiðin var dreifðari yfir veiðitímabilð en
laxveiðin. Veiði á bleikju var lítil.
Hlutdeild merktra laxa í veiðinni
Þeir 128 merktu smálaxar sem veiddust
í Laxá 1992 gera 10,7% af smálaxaveið-
inni og þegar tekið er tillit til hlutfalls
merktra og ómerktra (34.800/13.003) hafa
343 laxar skilað sér í veiði af þeim 1.200
smálöxum sem veiddust. Hlutdeild endur-
heimtra smálaxa í heildarsmálaxaveiði í
Laxá metið út frá endurheimtum er því
28,6%. Þegar litið er til lesturs á hreistri
gefur það heldur hærri tölu eða 362
(30,2%). Hér getur verið um að ræða mis-
lestur á hreistri og, eða að eitthvað sé um
sleppifiska annars staðar frá.
Hlutdeild tveggja ára laxa úr slepping-
um 1990 í veiðinni 1992 var metin á sama
hátt. Þeir 18 tveggja ára sem endurheimt-
ust úr gönguseiðasleppingum 1992 gefa
1,7% af stórlaxaveiðinni og þegar tekið er
tillit til hlutfalls merktra og ómerktra
(20.000/9.700) er fjöldi tveggja ára laxa
37 sem gerir 3,4% af veiði stórlaxa.
Ut frá endurheimtum á merkjum voru
380 af þeim 2.295 löxum sem veiddust í
Laxá sumarið 1992 úr gönguseiðaslepp-
ingum sem gerir 16,6%.
Sveiflur í veiði
Sveiflur eru nokkrar í veiði í Laxá. A
tímabilinu 1974 - 1992 hefur orðið um
þrefaldur munur milli mestu og minnstu
veiði. Aberandi toppar eru í veiði um
1978 og aftur 1986 og síðan fer veiði nú
aftur vaxandi. Lægðir í veiði koma á milli
og standa í nokkur ár. Hliðará Laxár,
Reykjadalsá, sveiflast í sama takti og Laxá
og er marktæk fylgni á milli veiði í þess-
um ám (r=0.78, N=19, P<0.001). Mýrar-
kvísl er í sama takti efitir 1980, eftir að
laxastigi í henni var lagfærður, en það
auðveldaði för laxa fram í ána og stækkaði
þar með uppeldissvæði hennar fyrir seiði.
Umræður
Þéttleiki laxaseiða í rafveiðum var meiri
á neðstu stöðvunum sem veitt var á og
gefur til kynna að framleiðsla seiða sé
meiri þar. Samanburður milli svæða getur
verið varasamur því botngerð skiptir veru-
38
VEIÐIMAÐURINN