Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 22
stofnunar úti á landi. Það hefur reynst
hagstætt, að Veiðimálastofnun hafi með
höndum bæði stjómun og rannsóknir, sem
gerir það að verkum að unnt er að hagnýta
niðurstöður jafnóðum í þágu þessara mála.
Ráðgjöf verður því tvímælalaust skilvirk-
ari og menn em fljótari að bregðast við
með úrbætur. Einnig má ætla að tryggara
sé, að tekin verði raunhæf og ábyrg af-
staða af hálfu opinberra aðila gagnvart
meðferð og nýtingu auðlindarinnar.
Ljóst er að ekki er um heildarendur-
skoðun á lögum um lax- og silungsveiði
að ræða. Ymis ákvæði þeirra sem hér er
ekki hreyft við mætti færa til betri vegar.
Hugmynd flutningsmanna fmmvarpsins
var sú, að hraða mætti meðferð þess á Al-
þingi, með því að takmarka endurskoðun-
ina við þessa fáu kafla. Landssamband
veiðifélaga getur fallist á þessi sjónarmið,
en telur þó líklegt að knúið verði á um
víðtækari breytingar á lögunum en hér em
boðaðar.
Fari svo felur aðalfundurinn stjóm sam-
takanna að koma sjónarmiðum veiðiréttar-
eigenda sem best á framfæri og bendir á
eftirfarandi atriði:
Að leitast verði við að auka vald veiði-
félaga til ákvörðunar á eigin starfsháttum,
svo sem hvað varðar setningu friðunar-
svæða við árósa og fiskvegi, sem og að á-
kvarða hvenær sólarhringsins veitt sé.
Endurskoða þarf ákvæði gildandi laga
um boðun funda í veiðifélögum.
Beina þarf því til matsmanna sam-
kvæmt lögum þessum að þeir beiti frekar
en verið hefur heimild til að fella hluta
matskostnaðar á matsbeiðanda ef ætla má
að beiðnin sé á litlum rökum reist. Þá
verði matsmönnum, jafnt við undirmat
sem yfírmat, gert skylt að birta nákvæma
greinargerð um störf sín og á hverju matið
byggist.
Að lokum vill aðalfundurinn þakka
Halldóri Blöndal, landbúnaðarráðherra
sérstaklega fýrir velvilja hans og stuðning
við samtök veiðiréttareigenda og málefni
þeirra.”
Veiðieftirlit í sjó
„Aðalfundur Landssambands veiðifé-
laga, haldinn á Blönduósi fO. - 11. júní
1993 telur það skynsamlega ráðstöfun að
fá fram þá breytingu á ákvæðum um
veiðieftirlit í löggjöf um lax- og silungs-
veiði, að höfuðáherslan verði framvegis
lögð á veiðieftirlít í sjó, með strönd lands-
ins, og að hið opinbera leggi fram fé til
þess, ekki minna en landbúnaðarráðherra
hefur tryggt til þessa.
Þá fagnar fundurinn því samstarfí um
veiðieftirlit sem tekist hefúr með hags-
munaaðilum og opinberri löggæslu bæði
hvað varðar sýslumenn og landhelgis-
gæslu og verði landhelgisgæslunni fengið
aukið hlutverk. Treystir fúndurinn því að
lögð verði áhersla á að málin fái faglega
meðferð á dómsstiginu. Þá verði sektir
hækkaðar frá því sem verið hefur, þar sem
það muni draga úr brotum á ákvæðum
laga og reglna um veiðiskap í sjó. Þau
hafa hingað til verið talin lítilfjörleg, ef
marka má sektarupphæðir til þessa, sem
numið hafa um einum tug þúsunda króna í
nokkrum dómum, sem kveðnir hafa verið
upp seinustu árin.”
Skattheimta á veiðihlunnindi
„Aðalfundur Landssambands veiðifé-
laga, haldinn á Blönduósi 10. - 11. júní
1993 ítrekar að fasteignamat veiðihlunn-
inda sé orðið óeðlilega hátt. Breyta þarf
matsreglum þannig að matið lækki veru-
lega. Stjóm landssambandsins er falið að
kynna þetta mál ítarlega þeim opinbemm
aðilum, sem um þessi mál fjalla.”
Laxveiðikvótakaup
„Aðalfundur Landssambands veiðifé-
laga, haldinn á Blönduósi 10. - 11. júní
20
VEIÐIMAÐURINN