Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 11
SVFR
VEKNSAGA
A hvað entu
að fá hann?
Já, þetta heyra veiðimenn oft sem
stunda silungsveiðar. Þegar maður er
staddur upp við Elliðavatn og menn eru að
tala saman þá segir einn. Veistu að Pétur
og Páll voru að fá hann í gær, já, þeir fiska
nú alltaf, veistu hvað marga þeir fengu?
Pétur var víst með 15 stykki, en ég veit
ekki hvað Páll fékk marga? Helvíti hefur
hún verið vel við. Veistu á hvað þeir fengu
þetta? Nei, ég veit það ekki, en sérðu Páll
er þama, spurðu hann. Nei, þýðir það
nokkuð, hann segir alltaf að það sé Ross-
inn. Já, Peter Ross er nú góð fluga, en ef
hann hefur verið með Rossinn, þá hefúr
hann ábyggilega verið með púpuna, held-
urðu það ekki? Við skulum sjá, ég ætla að
kalla á Pál og sjá hvað hann segir. Páll
komdu sæll og blessaður, hvað segirðu
gott? Páll brosir og segir, já blessaður
gamli minn og gaman að sjá þig, ertu að
fara að veiða? Já ef það þýðir nokkuð,
emð þið Pétur ekki búnir að klára alla
fiskana upp úr vatninu? Þeir vom að segja
að þið Pétur hafíð verið að fá hann í gær,
að Pétur hafi fengið 15 stykki, en hvað
fékkst þú marga? Ég var með 7 stykki, en
Pétur var með 8 stykki. En þeir sögðu að
hann hafi verið með 15 stykki. Já, þeir
segja og segja, en það hefur eitthvað skol-
ast til í kollinum á þeim, við vomm með
15 stykki samtals. Nú, jæja, má maður
spyrja á hvað þið vomð að fá hann? Páll
horfir í kringum sig, en það vom nokkrir
veiðimenn þama hjá á bílastæðinu. Svo
horfir hann beint í augun á mér og segir:
Ég fékk alla mína á Rossinn, en Pétur fékk
þá á hitt og þetta. Svo þið sjáið að það er
ekki alltaf mikið að græða á því að vera að
spyrja menn á hvað þeir séu að fá hann. Ef
maður spyr Jón gamla til dæmis, þá segir
hann að hann físki aðallega á Teilorinn
(tailor). En það er ekki alltaf að marka
hvað Jón segir af því hann sér svo illa að
hann er stundum með allt annað undir en
hann heldur sjálfur. Þar að auki efast ég
um að hann viti hvemig réttur tailor á að
vera? Ég hef tekið eftir því að menn em
misjafnir á að láta skoða í fluguboxin sín.
VEIÐIMAÐURINN
9