Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 70

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 70
(töflur 6-12). Að þunga til var veiðin einnig mest á Vesturlandi um 50 tonn en næst mest á Norðurlandi vestra um 28 tonn. Flestir laxar veiddust í Þverá og Kjarrá 2.314 en næst flestir í Laxá í Aðaldal 2.295 og í þriðja sæti var Hofsá í Vopnafirði með 2.238 veidda laxa. Röð 10 efstu laxveiðiánna er sýnd í töflu 3. í veiðiskýrslur voru í heild skráðir 38.334 silungar. Samkvæmt veiðiskýrsl- um veiddust flestir silungar á Norðurlandi eystra (töflur 6-12) og á það bæði við um bleikju og urriða. Alls voru skráðir 17.054 urriðar og 21.280 bleikjur. Af einstökum ám veiddust flestir urriðar á silungasvæði Laxár á Ásum 3.911 (tafla 4) og flestar bleikjur í Eyjaljarðará 3.095 (tafla 5). Af stangveiddum löxum voru 30.676 (73%) sem verið höfðu eitt ár í sjó en 11.633 (27%) tvö ár eða lengur (tafla 13). í stangveiði voru 2,6 smálaxar á móti hverjum einum stórlaxi, í netaveiði voru þeir 2,2 og 5,7 í hafbeit. (tafla 14). Veiðiálag af völdum stangveiði hefur verið metið í Elliðaánum og verið frá 34 - 47%, en um 41% að meðaltali (Þórólfur Antonsson og Sigurður Guðjónsson 1993). Líklegt er að stangveiðiálag í íslenskum laxveiðiám sé á bilinu 30 - 80% (Þór Guðjónsson 1986). Nokkuð bar á eldis- og hafbeitarlaxi í stangveiði í ám einkum við Faxaflóa. Hlutdeild þeirra hefur þó minnkað frá fýrra ári. Veiðin í þessum ám er nokkru hærri en hún hefði verið ef eingöngu væri um náttúrulega framleiðslu þessara áa að ræða. (Friðjón Már Viðarsson og Sigurð- ur Guðjónsson 1993). Þannig var fjöldi veiddra laxa af náttúrulegum uppruna í Elliðaánum 1.066 af þeim 1.393 sem veiddust. Hlutfall laxa af eldisuppruna var því 23% árið 1992 en var tæp 38% 1991. Líkt og gert hefur verið undan- farin ár er gefín veiði valinna áa frá 1974 ásamt reiknuðu meðaltali, minnstu- og mestu veiði tímabilsins (tafla 15). Netaveiðin Heildarlaxveiði í net í ám á Islandi 1992 var 12.062 laxar sem vógu 35,4 tonn. í net veiddust flestir laxar á Suður- landi 6.572. í Ölfusá veiddust 2.435 laxar, 2.043 í Hvítá, 2.055 í Þjórsá og 39 í Skaftá (Magnús Jóhannsson munnl. uppl.). í Borgarfirði veiddust nú 155 laxar í net á vatnasvæði Hvítár sem er mikil minnkun á veiði frá fyrri árum, en þar er nú annað árið í röð, einungis veitt í fá net, (Sigurður Már Einarsson, munnl. uppl.). Netaveiði í ám var einhver í öllum lands- hlutum nema á Reykjanesi (tafla 1). I netaveiði í sjó veiddust 4.797 laxar sem vógu 13,1 tonn. Þeir veiddust allir í net við Vesturland en lögleg sjávarveiði er stunduð þar frá fímm jörðum. Laxveiði í sjó var svipuð því sem var 1991. Hafbeit í hafbeit endurheimtust alls 140.763 laxar sem vógu 460,5 tonn. Flestir laxar endurheimtust í hafbeitarstöðvar á Vestur- landi og á Reykjanesi (tafla 1). Fjöldi endurheimtra laxa í hafbeit 1992 var sá mesti ffá upphafí. Árið 1990 var sleppt 5,6 milljónum gönguseiða og um 5,7 milljón gönguseiðum var sleppt 1991 til hafbeitar, en sú slepping stendur að stórum hluta undir endurheimtum 1992. Á árinu 1992 mun um 4,6 milljónum seiða hafa verið sleppt til hafbeitar (Stefán Eiríkur Stefánsson 1993), en þau seiði eiga að skila heimtum 1993. UMRÆÐUR Nýting laxveiði á Islandi hefur verið með mjög líku sniði undanfarin ár og segja má að veiðin endurspegli nokkuð vel laxgengd í ámar. Sumarið 1992 var 68 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.