Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 11

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 11
SVFR VEKNSAGA A hvað entu að fá hann? Já, þetta heyra veiðimenn oft sem stunda silungsveiðar. Þegar maður er staddur upp við Elliðavatn og menn eru að tala saman þá segir einn. Veistu að Pétur og Páll voru að fá hann í gær, já, þeir fiska nú alltaf, veistu hvað marga þeir fengu? Pétur var víst með 15 stykki, en ég veit ekki hvað Páll fékk marga? Helvíti hefur hún verið vel við. Veistu á hvað þeir fengu þetta? Nei, ég veit það ekki, en sérðu Páll er þama, spurðu hann. Nei, þýðir það nokkuð, hann segir alltaf að það sé Ross- inn. Já, Peter Ross er nú góð fluga, en ef hann hefur verið með Rossinn, þá hefúr hann ábyggilega verið með púpuna, held- urðu það ekki? Við skulum sjá, ég ætla að kalla á Pál og sjá hvað hann segir. Páll komdu sæll og blessaður, hvað segirðu gott? Páll brosir og segir, já blessaður gamli minn og gaman að sjá þig, ertu að fara að veiða? Já ef það þýðir nokkuð, emð þið Pétur ekki búnir að klára alla fiskana upp úr vatninu? Þeir vom að segja að þið Pétur hafíð verið að fá hann í gær, að Pétur hafi fengið 15 stykki, en hvað fékkst þú marga? Ég var með 7 stykki, en Pétur var með 8 stykki. En þeir sögðu að hann hafi verið með 15 stykki. Já, þeir segja og segja, en það hefur eitthvað skol- ast til í kollinum á þeim, við vomm með 15 stykki samtals. Nú, jæja, má maður spyrja á hvað þið vomð að fá hann? Páll horfir í kringum sig, en það vom nokkrir veiðimenn þama hjá á bílastæðinu. Svo horfir hann beint í augun á mér og segir: Ég fékk alla mína á Rossinn, en Pétur fékk þá á hitt og þetta. Svo þið sjáið að það er ekki alltaf mikið að græða á því að vera að spyrja menn á hvað þeir séu að fá hann. Ef maður spyr Jón gamla til dæmis, þá segir hann að hann físki aðallega á Teilorinn (tailor). En það er ekki alltaf að marka hvað Jón segir af því hann sér svo illa að hann er stundum með allt annað undir en hann heldur sjálfur. Þar að auki efast ég um að hann viti hvemig réttur tailor á að vera? Ég hef tekið eftir því að menn em misjafnir á að láta skoða í fluguboxin sín. VEIÐIMAÐURINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.