Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 22

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 22
stofnunar úti á landi. Það hefur reynst hagstætt, að Veiðimálastofnun hafi með höndum bæði stjómun og rannsóknir, sem gerir það að verkum að unnt er að hagnýta niðurstöður jafnóðum í þágu þessara mála. Ráðgjöf verður því tvímælalaust skilvirk- ari og menn em fljótari að bregðast við með úrbætur. Einnig má ætla að tryggara sé, að tekin verði raunhæf og ábyrg af- staða af hálfu opinberra aðila gagnvart meðferð og nýtingu auðlindarinnar. Ljóst er að ekki er um heildarendur- skoðun á lögum um lax- og silungsveiði að ræða. Ymis ákvæði þeirra sem hér er ekki hreyft við mætti færa til betri vegar. Hugmynd flutningsmanna fmmvarpsins var sú, að hraða mætti meðferð þess á Al- þingi, með því að takmarka endurskoðun- ina við þessa fáu kafla. Landssamband veiðifélaga getur fallist á þessi sjónarmið, en telur þó líklegt að knúið verði á um víðtækari breytingar á lögunum en hér em boðaðar. Fari svo felur aðalfundurinn stjóm sam- takanna að koma sjónarmiðum veiðiréttar- eigenda sem best á framfæri og bendir á eftirfarandi atriði: Að leitast verði við að auka vald veiði- félaga til ákvörðunar á eigin starfsháttum, svo sem hvað varðar setningu friðunar- svæða við árósa og fiskvegi, sem og að á- kvarða hvenær sólarhringsins veitt sé. Endurskoða þarf ákvæði gildandi laga um boðun funda í veiðifélögum. Beina þarf því til matsmanna sam- kvæmt lögum þessum að þeir beiti frekar en verið hefur heimild til að fella hluta matskostnaðar á matsbeiðanda ef ætla má að beiðnin sé á litlum rökum reist. Þá verði matsmönnum, jafnt við undirmat sem yfírmat, gert skylt að birta nákvæma greinargerð um störf sín og á hverju matið byggist. Að lokum vill aðalfundurinn þakka Halldóri Blöndal, landbúnaðarráðherra sérstaklega fýrir velvilja hans og stuðning við samtök veiðiréttareigenda og málefni þeirra.” Veiðieftirlit í sjó „Aðalfundur Landssambands veiðifé- laga, haldinn á Blönduósi fO. - 11. júní 1993 telur það skynsamlega ráðstöfun að fá fram þá breytingu á ákvæðum um veiðieftirlit í löggjöf um lax- og silungs- veiði, að höfuðáherslan verði framvegis lögð á veiðieftirlít í sjó, með strönd lands- ins, og að hið opinbera leggi fram fé til þess, ekki minna en landbúnaðarráðherra hefur tryggt til þessa. Þá fagnar fundurinn því samstarfí um veiðieftirlit sem tekist hefúr með hags- munaaðilum og opinberri löggæslu bæði hvað varðar sýslumenn og landhelgis- gæslu og verði landhelgisgæslunni fengið aukið hlutverk. Treystir fúndurinn því að lögð verði áhersla á að málin fái faglega meðferð á dómsstiginu. Þá verði sektir hækkaðar frá því sem verið hefur, þar sem það muni draga úr brotum á ákvæðum laga og reglna um veiðiskap í sjó. Þau hafa hingað til verið talin lítilfjörleg, ef marka má sektarupphæðir til þessa, sem numið hafa um einum tug þúsunda króna í nokkrum dómum, sem kveðnir hafa verið upp seinustu árin.” Skattheimta á veiðihlunnindi „Aðalfundur Landssambands veiðifé- laga, haldinn á Blönduósi 10. - 11. júní 1993 ítrekar að fasteignamat veiðihlunn- inda sé orðið óeðlilega hátt. Breyta þarf matsreglum þannig að matið lækki veru- lega. Stjóm landssambandsins er falið að kynna þetta mál ítarlega þeim opinbemm aðilum, sem um þessi mál fjalla.” Laxveiðikvótakaup „Aðalfundur Landssambands veiðifé- laga, haldinn á Blönduósi 10. - 11. júní 20 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.