Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 45

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Page 45
5 BRÉF FRÁ VEIÐIMÖNNUM I Laxveiði í kreppunni - hvernig getum við sparað ? Ljóst er að færri veiðimenn en áður munu eiga fyrir veiðileyfum. Hins vegar munu allir laxveiðimenn reyna að fara eins oft og þeir geta að veiða. En í því atvinnuástandi sem nú ríkir þarf að finna ódýrustu leyfin. Nær uppselt er í margar minni laxveiðiár þar sem leyfin eru á viðráðanlegu verði en erfiðar hefur gengið að selja í þær stærri. Sumir hugsa sér því gott til glóðarinnar og bíða í þeirri von að leyfin fari á útsölu í sumar. Reynslan sýnir hins vegar að veiðileyfasalar eru mjög tregir til að lækka verð á veiðileyfum. Annað ráð til að veiða í kreppu er líklega að kaupaVeiðikortið sem er frábær nýjung i veiði fyrir byrjendur og lengra komna hin seinni ár. Þar má fmna veiðisvæði um allt land á lágu verði. Þriðja ráðið er deila stöng með öðrum sem algengt er í laxveiði en ekki svo mjög í silungsveiði. Við teljum þetta álitlegan kost því góður félagsskapur er mikils virði. Fjórða ráðið er að fara frekar í styttri veiðiferðir; það fækkar gistinóttum og minnkar útgjöld. Ýmis önnur ráð eru til að spara peninga. Helst má nefna að veiðimenn sameinist um bíl og fari frekar í ár og vötn sem nálægt eru heimili þeirra. Veiðin eftir kreppu - hvað er framundan? Enginn er spámaður i eigin foðurlandi og þróun stangveiða er um margt óljós sem stendur. Mun verð á veiðileyfum lækka? Fjölgar útlendingum aftur? Heldur ásóknin í silung áfram að aukast? Heldur stórlaxi áfram að fækka? Fer meðalstærð laxa minnkandi? Fátt er ljóst í þeim efnurn og enn færra öruggt. Nokkuð víst er að sleppingar á laxi skila hærra hlutfalli afstórlaxi þegar frani líða stundir — slíkt er talið sannað afhálfu vísindamanna. Hins vegar getur slík þróun tekið nokkuð langan tíma. Afar nauðsynlegt er að slaka ekkert á þessu átaki að sleppa stórlaxi en ein ánægjuleg staðreynd hefur komið í ljós í veiðiferðum okkar félaganna á haustin. Nú veiðast mun fleiri stórlaxar á haustin en áður. Sennilegasta skýringin er að við veiðum þá stórlax sem veiddur hefur verið áður um sumarið. Þetta gerir haustveiðina mun skemmtilegri. Þetta reyndum við félagarnir haustið 2007 í Selá þegar við veiddum 22 laxa á þremur dögum, þar af 13 stórlaxa. Við komum að ánni í flóði og rigningu. Það var fiskur um allt og greinilegt að hann gekk úr neðri hyljum árinnar og upp eftir. Við fengum þó nokkra fiska frammi á blábrotum, þeir voru greinilega í göngu. Eftir hádegi einn daginn veiddum við fimm laxa í Dimmahyl. Ari kastaði fyrst á hylinn og við sáum engan fisk. Hann kastaði Green Machine, grænni bomber einkrækju, sem hann heldur mikið upp á. Hún skautaði failega eftir hylnum og strax kom fiskur á eftir henni en tók ekki, áfram hélt flugan og þá kom annar og hann náði henni heldur ekki. Þegar hann kannaði fluguna hafði bugurinn á önglinum flækst í taumnum og flugan snéri öfugt. Það var lagað, kastað aftur og þá var hann á um leið. Fiskarnir sem þarna fengust voru 7-11 punda, flestar hrygnur. Doktor Jónas með fallegan sjóbirting við Rio Grande í Argentínu. - ' '

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.