Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 45

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Qupperneq 45
5 BRÉF FRÁ VEIÐIMÖNNUM I Laxveiði í kreppunni - hvernig getum við sparað ? Ljóst er að færri veiðimenn en áður munu eiga fyrir veiðileyfum. Hins vegar munu allir laxveiðimenn reyna að fara eins oft og þeir geta að veiða. En í því atvinnuástandi sem nú ríkir þarf að finna ódýrustu leyfin. Nær uppselt er í margar minni laxveiðiár þar sem leyfin eru á viðráðanlegu verði en erfiðar hefur gengið að selja í þær stærri. Sumir hugsa sér því gott til glóðarinnar og bíða í þeirri von að leyfin fari á útsölu í sumar. Reynslan sýnir hins vegar að veiðileyfasalar eru mjög tregir til að lækka verð á veiðileyfum. Annað ráð til að veiða í kreppu er líklega að kaupaVeiðikortið sem er frábær nýjung i veiði fyrir byrjendur og lengra komna hin seinni ár. Þar má fmna veiðisvæði um allt land á lágu verði. Þriðja ráðið er deila stöng með öðrum sem algengt er í laxveiði en ekki svo mjög í silungsveiði. Við teljum þetta álitlegan kost því góður félagsskapur er mikils virði. Fjórða ráðið er að fara frekar í styttri veiðiferðir; það fækkar gistinóttum og minnkar útgjöld. Ýmis önnur ráð eru til að spara peninga. Helst má nefna að veiðimenn sameinist um bíl og fari frekar í ár og vötn sem nálægt eru heimili þeirra. Veiðin eftir kreppu - hvað er framundan? Enginn er spámaður i eigin foðurlandi og þróun stangveiða er um margt óljós sem stendur. Mun verð á veiðileyfum lækka? Fjölgar útlendingum aftur? Heldur ásóknin í silung áfram að aukast? Heldur stórlaxi áfram að fækka? Fer meðalstærð laxa minnkandi? Fátt er ljóst í þeim efnurn og enn færra öruggt. Nokkuð víst er að sleppingar á laxi skila hærra hlutfalli afstórlaxi þegar frani líða stundir — slíkt er talið sannað afhálfu vísindamanna. Hins vegar getur slík þróun tekið nokkuð langan tíma. Afar nauðsynlegt er að slaka ekkert á þessu átaki að sleppa stórlaxi en ein ánægjuleg staðreynd hefur komið í ljós í veiðiferðum okkar félaganna á haustin. Nú veiðast mun fleiri stórlaxar á haustin en áður. Sennilegasta skýringin er að við veiðum þá stórlax sem veiddur hefur verið áður um sumarið. Þetta gerir haustveiðina mun skemmtilegri. Þetta reyndum við félagarnir haustið 2007 í Selá þegar við veiddum 22 laxa á þremur dögum, þar af 13 stórlaxa. Við komum að ánni í flóði og rigningu. Það var fiskur um allt og greinilegt að hann gekk úr neðri hyljum árinnar og upp eftir. Við fengum þó nokkra fiska frammi á blábrotum, þeir voru greinilega í göngu. Eftir hádegi einn daginn veiddum við fimm laxa í Dimmahyl. Ari kastaði fyrst á hylinn og við sáum engan fisk. Hann kastaði Green Machine, grænni bomber einkrækju, sem hann heldur mikið upp á. Hún skautaði failega eftir hylnum og strax kom fiskur á eftir henni en tók ekki, áfram hélt flugan og þá kom annar og hann náði henni heldur ekki. Þegar hann kannaði fluguna hafði bugurinn á önglinum flækst í taumnum og flugan snéri öfugt. Það var lagað, kastað aftur og þá var hann á um leið. Fiskarnir sem þarna fengust voru 7-11 punda, flestar hrygnur. Doktor Jónas með fallegan sjóbirting við Rio Grande í Argentínu. - ' '
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.