Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 2

Fréttablaðið - 14.03.2023, Page 2
Þegar líða fer á hvern mánuð mæta þeir hinir sem eiga ekki lengur fyrir mat. Rósý Sigþórsdóttir, verkefna- stjóri Kaffistofunnar í Borgartún Fjórar og hálf stjarna Ferðamenn dást að Sólfarinu í ölduganginum og taka af því myndir þrátt fyrir gífurlegan kulda. Ekki skrýtið að þeir mæti, enda er það efst á lista þegar Google er spurt hvað sé hægt að gera eða sjá í Reykjavík. Þar fær Sólfarið fjórar og hálfa stjörnu úr 7.267 umsögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Næstu íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin sem hér segir: • Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum: Föstudaginn 12. maí kl. 13.00 • Reykjavík 15., 16., 17., 22., og 23. maí kl. 9.00 og kl. 13.00. Skráning er hafin á www.mimir.is Síðasti skráningardagur er 23. apríl 2023. Ekki er hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur. Prófgjaldið er 35.000 kr. Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt vorið 2023 Að staðaldri koma 350 manns á Kaffistofu Samhjálpar á dag til að fá heitan mat. Í grunn- inn sami hópurinn en undir mánaðamót líka þeir sem eiga ekki lengur fyrir mat. ser@frettabladid.is SAMFÉLAG Forvígismenn og hollvin- ir Samhjálpar standa fyrir átakinu Ekki líta undan, á næstu vikum, þar sem fólk er hvatt til að skrifa undir og sýna öllum þeim 350 manns sem leita daglega á Kaffistofu Sam- hjálpar samstöðu og hlýhug. „Þetta er gert til að minna á að við erum öll manneskjur,“ segir Rósý Sigþórsdóttir, verkefnastjóri Kaffi- stofunnar í Borgartúni, en þar hefur hún staðið vaktina síðustu tvö árin og hrært í pottum og vaskað upp. „ St ar f ið hef u r rey nst mér skemmtilegt og einstaklega gefandi, en það er líka erfitt,“ segir Rósý. „Það getur reynt ansi mikið á að sjá aðstæður þess fólks sem hefur það verst, en þar er oft saman komið mikill sársauki og jafnvel enn meira vonleysi,“ segir Rósý. „Við sækjumst eftir stuðnings- yfirlýsingu fólks,“ segir Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri Samhjálpar. „Það getur ýmist farið inn á heimasíðu okkar eða á slóð- ina www.ekkilitaundan.is og lýst þar yfir stuðningnum, en líka stutt okkur með framlögum eða skráð sig sem hollvini Samhjálpar,“ bætir Steingerður við. Í tilkynningu frá Samhjálp vegna átaksins er sagt að hluti fólks á Íslandi búi við sárafátækt. Þetta sé sá samfélagshópur sem sé hvað viðkvæmastur og upplifi mikla for- dóma og skömm. „Ég áttaði mig á þessu eftir að hafa unnið í nokkra daga á Kaffi- stofunni. Fólk var sífellt að koma til mín og þakka mér fyrir að koma vel fram við það,“ segir Rósý. „Það var ekki vant svona viðmóti. Það var jafnvel hissa á að því væri mætt af hlýhug og virðingu,“ bætir hún við. Að jafnaði leita á fjórða hundrað manns á Kaffistofuna á hverjum degi. „Í grunninn er þetta sami hópur- inn, en þegar líða fer á hvern mánuð mæta þeir hinir sem eiga ekki leng- ur fyrir mat,“ segir Rósý. „Við trúum því að enginn eigi að vera svangur. Þess vegna fær fólk heita máltíð hjá okkur á Kaffi- stofunni og er jafnframt mætt af virðingu og kærleika,“ segir Rósý Sigþórsdóttir. n Segir sárafátæka upplifa mikla fordóma og skömm Rósý Sigþórsdóttir á Kaffistofu Samhjálpar. „Það getur reynt ansi mikið á að sjá aðstæður þess fólks sem hefur það verst,“ segir hún en vinnan sé líka skemmtileg og gefandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK bth@frettabladid.is MENNING Sinfóníu hljómsveit Íslands fer í tónleikaferðalag til Bretlands í næsta mánuði. Fyrstu tónleikar sveitarinnar fara fram 20. apríl í Cadogan Hall í London. Nokkuð er um liðið síðan hljóm- sveitin lagði síðast upp í víking út fyrir landsteinana. Eva Ollikainen, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, leiðir hljóm- sveitina í gegnum tónleikaröðina. Stephen Hough píanóleikari spilar einleik. Á öllum efnisskrám verður flutt verkið Metacosmos eftir Önnu Þor- valdsdóttur. Önnur verk á eru meðal annars píanókonsert númer 3 eftir Beethoven. n Sinfóníuhljómsveitin spilar í Bretlandi Á öllum tón- leikum hljóm- sveitarinnar í Bretlandi verður flutt verk eftir íslenskt tón- skáld. MYND/AÐSEND gar@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Taka á saman kostnað við lekaleit og vinnu við mat á umhverfistjóni sem orðið hafi er 112 þúsund lítrar af dísilolíu láku frá bensínstöð Costco ofan í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Eins og fram hefur komið stóð þessi leki á tímabilinu 15. til 30. desember síðastliðinn. Heilbrigðis- nefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis segir ekki hafa orðið sjáan- legt umhverfistjón vegna lekans en að ljóst sé að mengunarslysið hafi haft veruleg áhrif á íbúa í vesturbæ Hafnarfjarðar. „Heilbrigðisnefnd harmar það andvara- og aðgerðaleysi sem for- svarsmenn Costco Wholesale sýna við endurteknar aðvaranir frá eftir- litskerfum fyrirtækisins og að ekki hafa verið brugðist við í tíma,“ segir í bókun heilbrigðsnefndarinnar. n Harma andvara- og aðgerðaleysi Costco vegna leka Bensínstöð Costco í Kauptúni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.